Dómur þyngdur yfir konu sem stakk tengdason sinn Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2020 19:39 Árásin átti sér stað á Akranesi í nóvember árið 2018. Vísir/Egill Landsréttur þyngdi fangelsisdóm yfir konu á áttræðisaldri sem stakk tengdason sinn með hnífi á Akranesi í nóvember árið 2018 í fimm ár í dag. Konan var sakfelld fyrir tilraun til manndráps en læknar töldu að litlu hefði munað að afleiðingar árásarinnar yrðu enn verri. Atburðirnir áttu sér stað þegar konan passaði börn dóttur sinnar á heimili hennar og tengdasonar konunnar á Akranesi 10. nóvember árið 2018. Konan er sögð hafa verið ölvuð, farið inn í svefnherbergi mannsins þar sem hann svaf og stungið hann með tæplega tuttugu sentímetra löngum hnífi. Maðurinn hlaut djúpan áverka rétt utan við rifbein. Héraðsdómur Vesturlands dæmdi konuna í fjögurra ára fangelsi og til að greiða manninum rúmar 800.000 krónur í maí í fyrra. Saksóknarar kröfðust þess að refsing konunnar yrði þyngd við áfrýjun til Landsréttar. Refsing fyrir brot konunnar sé að lágmarki fimm ár og ekki hefði verið sýnt fram á atvik sem gætu réttlætt að farið væri niður fyrir þá lágmarksrefsingu. Sjá einnig: Tengdamamman minnist tveggja bjóra en virðist hafa drukkið margfalt meira Konan lýsti sig saklausa og hélt því fram að ósannað væri að hún hefði gert það sem hún var sökuð um. Dómarar við Landsrétt féllust á sjónarmið saksóknara og þyngdu refsingu konunnar, sem var á 71. aldursári þegar hún framdi brotið, í fimm ár. Frá refsingunni dregst sá tími sem hún sat í gæsluvarðhaldi. Auk skaðabótanna þarf konan að greiða tæpa fimm og hálfa miljóna króna í sakarkostnað í héraði og eina og hálfa milljón í áfrýjunarkostnað málsins. Akranes Dómsmál Tengdar fréttir Amman á Akranesi fékk fjögurra ára dóm fyrir árás á tengdasoninn Rúmlega sjötug kona búsett á Akranesi var í maí dæmd í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í parhúsi á Akranesi að næturlagi í nóvember 2018. 4. október 2019 13:21 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Landsréttur þyngdi fangelsisdóm yfir konu á áttræðisaldri sem stakk tengdason sinn með hnífi á Akranesi í nóvember árið 2018 í fimm ár í dag. Konan var sakfelld fyrir tilraun til manndráps en læknar töldu að litlu hefði munað að afleiðingar árásarinnar yrðu enn verri. Atburðirnir áttu sér stað þegar konan passaði börn dóttur sinnar á heimili hennar og tengdasonar konunnar á Akranesi 10. nóvember árið 2018. Konan er sögð hafa verið ölvuð, farið inn í svefnherbergi mannsins þar sem hann svaf og stungið hann með tæplega tuttugu sentímetra löngum hnífi. Maðurinn hlaut djúpan áverka rétt utan við rifbein. Héraðsdómur Vesturlands dæmdi konuna í fjögurra ára fangelsi og til að greiða manninum rúmar 800.000 krónur í maí í fyrra. Saksóknarar kröfðust þess að refsing konunnar yrði þyngd við áfrýjun til Landsréttar. Refsing fyrir brot konunnar sé að lágmarki fimm ár og ekki hefði verið sýnt fram á atvik sem gætu réttlætt að farið væri niður fyrir þá lágmarksrefsingu. Sjá einnig: Tengdamamman minnist tveggja bjóra en virðist hafa drukkið margfalt meira Konan lýsti sig saklausa og hélt því fram að ósannað væri að hún hefði gert það sem hún var sökuð um. Dómarar við Landsrétt féllust á sjónarmið saksóknara og þyngdu refsingu konunnar, sem var á 71. aldursári þegar hún framdi brotið, í fimm ár. Frá refsingunni dregst sá tími sem hún sat í gæsluvarðhaldi. Auk skaðabótanna þarf konan að greiða tæpa fimm og hálfa miljóna króna í sakarkostnað í héraði og eina og hálfa milljón í áfrýjunarkostnað málsins.
Akranes Dómsmál Tengdar fréttir Amman á Akranesi fékk fjögurra ára dóm fyrir árás á tengdasoninn Rúmlega sjötug kona búsett á Akranesi var í maí dæmd í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í parhúsi á Akranesi að næturlagi í nóvember 2018. 4. október 2019 13:21 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Amman á Akranesi fékk fjögurra ára dóm fyrir árás á tengdasoninn Rúmlega sjötug kona búsett á Akranesi var í maí dæmd í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í parhúsi á Akranesi að næturlagi í nóvember 2018. 4. október 2019 13:21