Sara og Tia efstar og jafnar eftir fyrsta daginn á Wodapalooza Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2020 08:00 Sara Sigmundsdóttir í "Miami Heat“ æfingunni sem hún vann og fékk fyrir 100 stig og 2020 Bandaríkjadali. Mynd/Instagram/wodapalooza Einvígi Söru Sigmundsdóttur og Tiu-Clair Toomey byrjar frábærlega því þær eru efstar og jafnar að stigum eftir fyrsta daginn. Sara var fljót að svara frábærri fyrstu æfingu Ástralans. Sara Sigmundsdóttir pakkaði saman „Miami Heat“ æfingunni á Wodapalooza CrossFit mótinu og náði þar með að komast upp að hlið Tiu-Clair Toomey í efsta sætinu. Sara kláraði aðra æfinguna, sem hét „Miami Heat“, á einni mínútu og 17 sekúndum. Hún varð sjö sekúndum á undan Amöndu Barnhart sem varð önnur og heilum sextán sekúndum á undan Tiu-Clair Toomey sem varð þriðja. View this post on Instagram "Miami Heat" was all about Sara Sigmundsdottir; Fastest in the prelims, semis, and finals! 1st: Sara Sigmundsdottir, 1:17 2nd: Amanda Barnhart, 1:24 3rd: Tia-Clair Toomey, 1:33 A post shared by Wodapalooza (@wodapalooza) on Feb 20, 2020 at 5:03pm PST Sara Sigmundsdóttir og Tia-Clair Toomey hafa því báðar fengið 188 stig af 200 mögulegum eftir fyrstu tvær greinarnar. Kari Pearce er þriðja en strax komin 26 stigum á eftir þeim. Tia-Clair Toomey hafði byrjað mótið frábærlega með því að klára langfyrst í fyrstu æfingaröðinni sem hét Luce. Toomey kláraði hana á 21 mínútu og 48 sekúndum. Kari Pearce varð önnur á 22:39 mín en Sara kom síðan í þriðja sætinu einni mínútu og 18 sekúndum á eftir Tiu-Clair Toomey. Einhverjir héldu eflaust eftir þessa byrjun Tiu-Clair Toomey að hún ætlaði að fara að stinga af eins og á flestum mótum síðustu ár en okkar kona var ekki tilbúin að sætta sig við slíkt. Hér fyrir neðan sést hún á fullu í „Miami Heat“ æfingunni þar sem hún stóð sig miklu betur en allir aðrir keppendur. View this post on Instagram Sigmundsdottir takes a much needed win to tie it up with Toomey after day 1. Sigmundsdottir — 188 Toomey — 188 ___ Catch all the action live on FloElite.com. ___ #crossfit #crossfitgames A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) on Feb 20, 2020 at 6:03pm PST Sara ætlar sér stóra hluti á þessu móti sem hún lítur á sem próf til að kanna hvar hún standi á móti þreföldum heimsmeistara. Það er ljóst á þessari byrjun að einvígið er að standa undir væntingum og gott betur. Framundan verður því mjög fróðlegur dagur. Hér fyrir neðan er staða efstu kvenna á mótinu eftir fyrsta daginn af fjórum. View this post on Instagram After Day 1 of competition at #WZAMiami, here are your current leaders in the Elite division! A post shared by Wodapalooza (@wodapalooza) on Feb 20, 2020 at 7:41pm PST CrossFit Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Fótbolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Fleiri fréttir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Sjá meira
Einvígi Söru Sigmundsdóttur og Tiu-Clair Toomey byrjar frábærlega því þær eru efstar og jafnar að stigum eftir fyrsta daginn. Sara var fljót að svara frábærri fyrstu æfingu Ástralans. Sara Sigmundsdóttir pakkaði saman „Miami Heat“ æfingunni á Wodapalooza CrossFit mótinu og náði þar með að komast upp að hlið Tiu-Clair Toomey í efsta sætinu. Sara kláraði aðra æfinguna, sem hét „Miami Heat“, á einni mínútu og 17 sekúndum. Hún varð sjö sekúndum á undan Amöndu Barnhart sem varð önnur og heilum sextán sekúndum á undan Tiu-Clair Toomey sem varð þriðja. View this post on Instagram "Miami Heat" was all about Sara Sigmundsdottir; Fastest in the prelims, semis, and finals! 1st: Sara Sigmundsdottir, 1:17 2nd: Amanda Barnhart, 1:24 3rd: Tia-Clair Toomey, 1:33 A post shared by Wodapalooza (@wodapalooza) on Feb 20, 2020 at 5:03pm PST Sara Sigmundsdóttir og Tia-Clair Toomey hafa því báðar fengið 188 stig af 200 mögulegum eftir fyrstu tvær greinarnar. Kari Pearce er þriðja en strax komin 26 stigum á eftir þeim. Tia-Clair Toomey hafði byrjað mótið frábærlega með því að klára langfyrst í fyrstu æfingaröðinni sem hét Luce. Toomey kláraði hana á 21 mínútu og 48 sekúndum. Kari Pearce varð önnur á 22:39 mín en Sara kom síðan í þriðja sætinu einni mínútu og 18 sekúndum á eftir Tiu-Clair Toomey. Einhverjir héldu eflaust eftir þessa byrjun Tiu-Clair Toomey að hún ætlaði að fara að stinga af eins og á flestum mótum síðustu ár en okkar kona var ekki tilbúin að sætta sig við slíkt. Hér fyrir neðan sést hún á fullu í „Miami Heat“ æfingunni þar sem hún stóð sig miklu betur en allir aðrir keppendur. View this post on Instagram Sigmundsdottir takes a much needed win to tie it up with Toomey after day 1. Sigmundsdottir — 188 Toomey — 188 ___ Catch all the action live on FloElite.com. ___ #crossfit #crossfitgames A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) on Feb 20, 2020 at 6:03pm PST Sara ætlar sér stóra hluti á þessu móti sem hún lítur á sem próf til að kanna hvar hún standi á móti þreföldum heimsmeistara. Það er ljóst á þessari byrjun að einvígið er að standa undir væntingum og gott betur. Framundan verður því mjög fróðlegur dagur. Hér fyrir neðan er staða efstu kvenna á mótinu eftir fyrsta daginn af fjórum. View this post on Instagram After Day 1 of competition at #WZAMiami, here are your current leaders in the Elite division! A post shared by Wodapalooza (@wodapalooza) on Feb 20, 2020 at 7:41pm PST
CrossFit Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Fótbolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Fleiri fréttir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Sjá meira