Ýjaði að því að „gengið hefði verið fram af“ föður sem myrti fjölskyldu sína Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. febrúar 2020 14:29 Hannah Clarke, Rowan Baxter og börn þeirra, Laianah, Aaliyah og Trey. Facebook/Hannah Clarke Lögregla í Queensland í Ástralíu hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að ýja að því eiginkona manns, sem myrti hana og börn þeirra þrjú með hryllilegum hætti, hafi „gengið fram af“ honum og þannig knúið hann til að fremja morðið. Lögregla kveðst jafnframt hafa verið meðvituð um heimilisofbeldi af hálfu mannsins, auk þess sem skyldmenni hjónanna lýsa honum sem ofbeldismanni. Greint var frá því í gær að fjölskyldan hefði látist í eldsvoða í bíl í borginni Brisbane í gærmorgun. Strax var útlit fyrir að fjölskyldufaðirinn, fyrrverandi atvinnumaður í ruðningi að nafni Rowan Baxter, hefði framið morðið með því að hella bensíni yfir sig, konu sína og börn þeirra þrjú er þau sátu í bílnum og að því búnu borið eld að honum. Kona hans, Hannah Clarke, komst út úr bílnum en lést af sárum sínum á sjúkrahúsi. Börnin þrjú, Laianah, Aaliyah og Trey, létust inni í bifreiðinni. Þau voru fjögurra, sex og þriggja ára. Rowan lést einnig af sárum sínum. Hjónin slitu samvistum í fyrra og stóðu í forræðisdeilu yfir börnum sínum. Rannsaka málið „með opnum hug“ Nú hefur einnig komið fram að lögregla hafi ítrekað haft afskipti af hjónunum vegna heimilisofbeldis. Guardian hefur eftir Mark Thompson, yfirmanni rannsóknardeildar hjá lögreglu í Queensland, að Hönnuh hafi í nokkur skipti verið vísað til kvennaathvarfs í borginni. Þá hafi Rowan einnig verið bent á viðeigandi úrræði. Thompson kvað lögreglu jafnframt myndu rannsaka málið „með opnum hug“, og þá einkum með tilliti til ástæðu Rowans að baki morðinu. „Er um að ræða konu sem varð fyrir miklu heimilisofbeldi, og hún og börn hennar falla fyrir hendi eiginmanns hennar, eða er um að ræða eiginmann, sem ýtt var fram af brúninni vegna vandamála sem hann glímir við undir vissum kringumstæðum og [hann knúinn] til að fremja verknað af þessu tagi?“ sagði Thompson. Þessi ummæli hafa vakið mikla reiði meðal baráttufólks gegn heimilisofbeldi og þau sögð sýna fram á uggvænlegt viðhorf yfirvalda til kynbundins ofbeldis. Lögregla þykir með þessum málflutningi sínum hafa gefið sterklega í skyn að eiginkona Rowans beri, í það minnsta að hluta til, ábyrgð á morðinu. „[…] það, að mínu mati, vekur upp áleitnar spurningar um það hvort þau [lögreglan] hafi tekið ógninni við öryggi hennar nógu alvarlega,“ hefur Guardian eftir Renee Eaves, sem starfað hefur fyrir samtök gegn heimilisofbeldi í Queensland og aðstoðað þolendur í samskiptum sínum við lögreglu. Syrgjendur minnast Hönnuh og barnanna í grennd við vettvang morðsins í Brisbane.EPA/Dan peled Komið hefur fram að Rowan hafi flúið með eitt barnanna úr Queensland í óþökk Hönnuh fyrir nokkrum mánuðum. Lögreglu var tilkynnt um málið á sínum tíma, samkvæmt dagblaðinu Courier Mail. Þá hefur Stacey Roberts, systir Hönnuh, tjáð fjölmiðlum að fjölskylda þeirra hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að bjarga Hönnuh frá „skrímslinu“ Rowan. Fjölskyldumeðlimir bæði Rowans og Hönnuh hafa lýst því að sá fyrrnefndi hafi verið ofbeldisfullur og stjórnsamur í garð konu sinnar. Frekari stoðum er rennt undir þetta í skilaboðum á milli Hönnuh og konu sem tengist Rowan fjölskylduböndum, sem Courier Mail birti á vef sínum. Skilaboðin eru frá því skömmu fyrir áramót og í þeim fullvissar konan Hönnuh að það hafi verið rétt ákvörðun að skilja við Rowan. „Ég er örugg, ég er hjá foreldrum mínum sem eru mjög, mjög eðlileg. Ég er bara svo ánægð með að hafa sloppið. Og ég er svo ánægð með að þú hafir haft samband,“ skrifar Hannah til konunnar. Ástralía Tengdar fréttir Skelfilegur eldsvoði í Ástralíu Þrjú börn undir tíu ára aldri og faðir þeirra eru dáin eftir eldsvoða í bíl fjölskyldunnar í Ástralíu í morgun. 19. febrúar 2020 07:17 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira
Lögregla í Queensland í Ástralíu hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að ýja að því eiginkona manns, sem myrti hana og börn þeirra þrjú með hryllilegum hætti, hafi „gengið fram af“ honum og þannig knúið hann til að fremja morðið. Lögregla kveðst jafnframt hafa verið meðvituð um heimilisofbeldi af hálfu mannsins, auk þess sem skyldmenni hjónanna lýsa honum sem ofbeldismanni. Greint var frá því í gær að fjölskyldan hefði látist í eldsvoða í bíl í borginni Brisbane í gærmorgun. Strax var útlit fyrir að fjölskyldufaðirinn, fyrrverandi atvinnumaður í ruðningi að nafni Rowan Baxter, hefði framið morðið með því að hella bensíni yfir sig, konu sína og börn þeirra þrjú er þau sátu í bílnum og að því búnu borið eld að honum. Kona hans, Hannah Clarke, komst út úr bílnum en lést af sárum sínum á sjúkrahúsi. Börnin þrjú, Laianah, Aaliyah og Trey, létust inni í bifreiðinni. Þau voru fjögurra, sex og þriggja ára. Rowan lést einnig af sárum sínum. Hjónin slitu samvistum í fyrra og stóðu í forræðisdeilu yfir börnum sínum. Rannsaka málið „með opnum hug“ Nú hefur einnig komið fram að lögregla hafi ítrekað haft afskipti af hjónunum vegna heimilisofbeldis. Guardian hefur eftir Mark Thompson, yfirmanni rannsóknardeildar hjá lögreglu í Queensland, að Hönnuh hafi í nokkur skipti verið vísað til kvennaathvarfs í borginni. Þá hafi Rowan einnig verið bent á viðeigandi úrræði. Thompson kvað lögreglu jafnframt myndu rannsaka málið „með opnum hug“, og þá einkum með tilliti til ástæðu Rowans að baki morðinu. „Er um að ræða konu sem varð fyrir miklu heimilisofbeldi, og hún og börn hennar falla fyrir hendi eiginmanns hennar, eða er um að ræða eiginmann, sem ýtt var fram af brúninni vegna vandamála sem hann glímir við undir vissum kringumstæðum og [hann knúinn] til að fremja verknað af þessu tagi?“ sagði Thompson. Þessi ummæli hafa vakið mikla reiði meðal baráttufólks gegn heimilisofbeldi og þau sögð sýna fram á uggvænlegt viðhorf yfirvalda til kynbundins ofbeldis. Lögregla þykir með þessum málflutningi sínum hafa gefið sterklega í skyn að eiginkona Rowans beri, í það minnsta að hluta til, ábyrgð á morðinu. „[…] það, að mínu mati, vekur upp áleitnar spurningar um það hvort þau [lögreglan] hafi tekið ógninni við öryggi hennar nógu alvarlega,“ hefur Guardian eftir Renee Eaves, sem starfað hefur fyrir samtök gegn heimilisofbeldi í Queensland og aðstoðað þolendur í samskiptum sínum við lögreglu. Syrgjendur minnast Hönnuh og barnanna í grennd við vettvang morðsins í Brisbane.EPA/Dan peled Komið hefur fram að Rowan hafi flúið með eitt barnanna úr Queensland í óþökk Hönnuh fyrir nokkrum mánuðum. Lögreglu var tilkynnt um málið á sínum tíma, samkvæmt dagblaðinu Courier Mail. Þá hefur Stacey Roberts, systir Hönnuh, tjáð fjölmiðlum að fjölskylda þeirra hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að bjarga Hönnuh frá „skrímslinu“ Rowan. Fjölskyldumeðlimir bæði Rowans og Hönnuh hafa lýst því að sá fyrrnefndi hafi verið ofbeldisfullur og stjórnsamur í garð konu sinnar. Frekari stoðum er rennt undir þetta í skilaboðum á milli Hönnuh og konu sem tengist Rowan fjölskylduböndum, sem Courier Mail birti á vef sínum. Skilaboðin eru frá því skömmu fyrir áramót og í þeim fullvissar konan Hönnuh að það hafi verið rétt ákvörðun að skilja við Rowan. „Ég er örugg, ég er hjá foreldrum mínum sem eru mjög, mjög eðlileg. Ég er bara svo ánægð með að hafa sloppið. Og ég er svo ánægð með að þú hafir haft samband,“ skrifar Hannah til konunnar.
Ástralía Tengdar fréttir Skelfilegur eldsvoði í Ástralíu Þrjú börn undir tíu ára aldri og faðir þeirra eru dáin eftir eldsvoða í bíl fjölskyldunnar í Ástralíu í morgun. 19. febrúar 2020 07:17 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira
Skelfilegur eldsvoði í Ástralíu Þrjú börn undir tíu ára aldri og faðir þeirra eru dáin eftir eldsvoða í bíl fjölskyldunnar í Ástralíu í morgun. 19. febrúar 2020 07:17