Allt að 21 milljón tonn af örplasti í Atlantshafinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. ágúst 2020 23:06 Allt að 21 milljón tonn örplasts gætu leynst í Atlantshafinu. Getty/ Andrey Nekrasov Tólf til tuttugu og eitt milljón tonn af örplasti fljóta um í Atlantshafinu samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var á vegum Haffræðistofnunar Bretlands. Rannsóknarteymi síaði sjó niður á allt að 200 metra dýpi í miðju Atlantshafinu í rannsóknarleiðöngrum. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í tímaritinu Nature Communications en fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins að þetta magn af plasti – 21 milljón tonn – gætu fyllt næstum þúsund gámaskip. Dr. Katsia Pabortsava, frá Hafrannsóknarstofnun Bretlands, leiddi rannsóknina og segir hún að með því að mæla massa örplasts sem fundist hafi í efsta lagi sjávarins, sem nemur aðeins um 5% af dýpt hans, gæti teymið leitt líkur að því að magn plasts í öllu Atlantshafinu væri mun meira en áður hefði verið talið. „Fyrir þetta höfum við ekki getað metið hversu mikið magn af plasti væri í sjónum. Það er vegna þess að við vorum ekki að mæla smæstu agnirnar,“ sagði hún. Í leiðangrinum sem farinn var frá Bretlandseyjum niður til Falklandseyja, mældu hún og kollegar hennar allt að sjö þúsund örplasteindir í hverjum rúmmetra af sjó. Í hverju sýni var leitað að þremur mest notuðu, og mest hentu, tegundum plasts – fjöletýleni, fjölprópýleni og fjölstýreni – sem öll eru gjarnan notuð í plastumbúðir. Teymið vonast til þess að niðurstöðurnar muni gagnast framtíðarrannsóknum á neikvæðum áhrifum örplasts á lífríki og umhverfið, með því að útvega nákvæmari mælingar á söfnun þess á afskekktum kimum hafsins. Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Hreinsun langt komin í Hrísey Hreinsunarstarf eftir frystihúsbruna í Hrísey er langt komið. Verktaki telur að allt í allt þurfi að flytja um 200 tonn af eyjunni. Talið er að kviknað hafi í frystihúsinu af mannavöldum. 9. júlí 2020 16:51 Um umhverfisvæna endurvinnslu á bílum og bílavarahlutum Mikilvægi endurnýtingar og endurvinnslu af ýmsum toga til verndar umhverfinu og loftslagi er flestum ljóst. 24. júní 2020 12:30 Ormar sem éta plast Ný rannsókn sýnir að ormar geta nýst vel til að eyða plasti. 15. júní 2020 10:00 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Tólf til tuttugu og eitt milljón tonn af örplasti fljóta um í Atlantshafinu samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var á vegum Haffræðistofnunar Bretlands. Rannsóknarteymi síaði sjó niður á allt að 200 metra dýpi í miðju Atlantshafinu í rannsóknarleiðöngrum. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í tímaritinu Nature Communications en fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins að þetta magn af plasti – 21 milljón tonn – gætu fyllt næstum þúsund gámaskip. Dr. Katsia Pabortsava, frá Hafrannsóknarstofnun Bretlands, leiddi rannsóknina og segir hún að með því að mæla massa örplasts sem fundist hafi í efsta lagi sjávarins, sem nemur aðeins um 5% af dýpt hans, gæti teymið leitt líkur að því að magn plasts í öllu Atlantshafinu væri mun meira en áður hefði verið talið. „Fyrir þetta höfum við ekki getað metið hversu mikið magn af plasti væri í sjónum. Það er vegna þess að við vorum ekki að mæla smæstu agnirnar,“ sagði hún. Í leiðangrinum sem farinn var frá Bretlandseyjum niður til Falklandseyja, mældu hún og kollegar hennar allt að sjö þúsund örplasteindir í hverjum rúmmetra af sjó. Í hverju sýni var leitað að þremur mest notuðu, og mest hentu, tegundum plasts – fjöletýleni, fjölprópýleni og fjölstýreni – sem öll eru gjarnan notuð í plastumbúðir. Teymið vonast til þess að niðurstöðurnar muni gagnast framtíðarrannsóknum á neikvæðum áhrifum örplasts á lífríki og umhverfið, með því að útvega nákvæmari mælingar á söfnun þess á afskekktum kimum hafsins.
Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Hreinsun langt komin í Hrísey Hreinsunarstarf eftir frystihúsbruna í Hrísey er langt komið. Verktaki telur að allt í allt þurfi að flytja um 200 tonn af eyjunni. Talið er að kviknað hafi í frystihúsinu af mannavöldum. 9. júlí 2020 16:51 Um umhverfisvæna endurvinnslu á bílum og bílavarahlutum Mikilvægi endurnýtingar og endurvinnslu af ýmsum toga til verndar umhverfinu og loftslagi er flestum ljóst. 24. júní 2020 12:30 Ormar sem éta plast Ný rannsókn sýnir að ormar geta nýst vel til að eyða plasti. 15. júní 2020 10:00 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Hreinsun langt komin í Hrísey Hreinsunarstarf eftir frystihúsbruna í Hrísey er langt komið. Verktaki telur að allt í allt þurfi að flytja um 200 tonn af eyjunni. Talið er að kviknað hafi í frystihúsinu af mannavöldum. 9. júlí 2020 16:51
Um umhverfisvæna endurvinnslu á bílum og bílavarahlutum Mikilvægi endurnýtingar og endurvinnslu af ýmsum toga til verndar umhverfinu og loftslagi er flestum ljóst. 24. júní 2020 12:30