Beiðni um endurupptöku í máli íröksku systkinanna hafnað Andri Eysteinsson skrifar 9. mars 2020 23:51 Þetta eru systkinin Saja, sem er fjögurra ára, Kayan, sem er fimm ára, Ali, sem er níu ára og Jadin, sem er eins árs. Til stendur að vísa þeim til Grikklands á næstunni. Kærunefnd útlendingamála hefur hafnað beiðni um endurupptöku á máli írakskrar barnafjölskyldu sem til stendur að vísa frá landi. Frá þessu greinir Sema Erla Serdar, formaður Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Fjölskyldan samanstendur af foreldrunum og fjórum börnum. Þau eru Ali, sem er níu ára, Kayan, sem er fimm ára, Saja sem er fjögurra ára og Jadin sem er eins árs. Fjölskyldan kom til landsins fyrir rúmum níu mánuðum síðan. Fjölskyldan flúði frá Írak til Grikklands árið 2017. Í Írak segjast þau hafa orðið fyrir pólitískum ofsóknum og ofbeldi. Fjallað var um mál fjölskyldunnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 21. febrúar síðastliðinn. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Sema að til standi að vísa fjölskyldunni úr landi á miðvikudag eða á fimmtudag. „Við erum að fara að senda fjögur flóttabörn, á aldrinum eins til níu ára, í mjög viðkvæmri stöðu, á götuna í Grikklandi þar sem ríkir neyðarástand og nýnasistar munu taka á móti þeim með ofbeldi, svívirðingum og niðurlægjandi og ómannúðlegri meðferð,“ skrifar Sema. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, ræddi mál barnanna á þingi í síðustu viku og skoraði á forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, að forgangsraða upp á nýtt í útlendingamálum.Sjá einnig: Stjórnvöld hverfi frá „kerfislægri ómennsku við flóttafólk“ Sagði hún íslenska ríkið, með núverandi ríkisstjórn í broddi fylkingar, ekki ætla að gefa fjölskyldunni neitt val um það hvort hún fái að búa hér á landi. „Ég segi með valdi vegna þess að verklag við brottvísun flóttamanna felur oft í sér að börn eru sótt af lögreglu um miðja nótt til að flytja þau úr landi gegn vilja sínum.“ Þá hefur Rauði krossinn sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að ástandið í Grikklandi sé óboðlegt fyrir flóttafólk og hefur það verið svo um nokkurt skeið. „Í ljósi frétta af ástandinu í Grikklandi sl. Daga er ljóst að stjórnvöldum er enn síður stætt á að senda í fyrsta sinn börn og foreldra þeirra út í þessar aðstæður,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu Rauða krossins. Hælisleitendur Tengdar fréttir Til háborinnar skammar að svipta börnin öryggi og hamingju Til stendur að endursenda á næstunni fjögur flóttabörn og unga foreldra þeirra til Grikklands. Börnin eru öll yngri en níu ára og í Grikklandi bíða þeirra ömurlegar aðstæður í flóttamannabúðum. 21. febrúar 2020 19:00 Stjórnvöld hverfi frá „kerfislægri ómennsku við flóttafólk“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir beindi spjótum sínum að stefnu Sjálfstæðisflokksins í útlendingamálum á Alþingi í dag. 4. mars 2020 16:44 Fimm fjölskyldur bíða þess að verða endursendar til Grikklands Rauði krossinn fordæmir alfarið endursendingar á fólki til Grikklands. 22. febrúar 2020 14:00 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fleiri fréttir Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Sjá meira
Kærunefnd útlendingamála hefur hafnað beiðni um endurupptöku á máli írakskrar barnafjölskyldu sem til stendur að vísa frá landi. Frá þessu greinir Sema Erla Serdar, formaður Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Fjölskyldan samanstendur af foreldrunum og fjórum börnum. Þau eru Ali, sem er níu ára, Kayan, sem er fimm ára, Saja sem er fjögurra ára og Jadin sem er eins árs. Fjölskyldan kom til landsins fyrir rúmum níu mánuðum síðan. Fjölskyldan flúði frá Írak til Grikklands árið 2017. Í Írak segjast þau hafa orðið fyrir pólitískum ofsóknum og ofbeldi. Fjallað var um mál fjölskyldunnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 21. febrúar síðastliðinn. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Sema að til standi að vísa fjölskyldunni úr landi á miðvikudag eða á fimmtudag. „Við erum að fara að senda fjögur flóttabörn, á aldrinum eins til níu ára, í mjög viðkvæmri stöðu, á götuna í Grikklandi þar sem ríkir neyðarástand og nýnasistar munu taka á móti þeim með ofbeldi, svívirðingum og niðurlægjandi og ómannúðlegri meðferð,“ skrifar Sema. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, ræddi mál barnanna á þingi í síðustu viku og skoraði á forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, að forgangsraða upp á nýtt í útlendingamálum.Sjá einnig: Stjórnvöld hverfi frá „kerfislægri ómennsku við flóttafólk“ Sagði hún íslenska ríkið, með núverandi ríkisstjórn í broddi fylkingar, ekki ætla að gefa fjölskyldunni neitt val um það hvort hún fái að búa hér á landi. „Ég segi með valdi vegna þess að verklag við brottvísun flóttamanna felur oft í sér að börn eru sótt af lögreglu um miðja nótt til að flytja þau úr landi gegn vilja sínum.“ Þá hefur Rauði krossinn sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að ástandið í Grikklandi sé óboðlegt fyrir flóttafólk og hefur það verið svo um nokkurt skeið. „Í ljósi frétta af ástandinu í Grikklandi sl. Daga er ljóst að stjórnvöldum er enn síður stætt á að senda í fyrsta sinn börn og foreldra þeirra út í þessar aðstæður,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu Rauða krossins.
Hælisleitendur Tengdar fréttir Til háborinnar skammar að svipta börnin öryggi og hamingju Til stendur að endursenda á næstunni fjögur flóttabörn og unga foreldra þeirra til Grikklands. Börnin eru öll yngri en níu ára og í Grikklandi bíða þeirra ömurlegar aðstæður í flóttamannabúðum. 21. febrúar 2020 19:00 Stjórnvöld hverfi frá „kerfislægri ómennsku við flóttafólk“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir beindi spjótum sínum að stefnu Sjálfstæðisflokksins í útlendingamálum á Alþingi í dag. 4. mars 2020 16:44 Fimm fjölskyldur bíða þess að verða endursendar til Grikklands Rauði krossinn fordæmir alfarið endursendingar á fólki til Grikklands. 22. febrúar 2020 14:00 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fleiri fréttir Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Sjá meira
Til háborinnar skammar að svipta börnin öryggi og hamingju Til stendur að endursenda á næstunni fjögur flóttabörn og unga foreldra þeirra til Grikklands. Börnin eru öll yngri en níu ára og í Grikklandi bíða þeirra ömurlegar aðstæður í flóttamannabúðum. 21. febrúar 2020 19:00
Stjórnvöld hverfi frá „kerfislægri ómennsku við flóttafólk“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir beindi spjótum sínum að stefnu Sjálfstæðisflokksins í útlendingamálum á Alþingi í dag. 4. mars 2020 16:44
Fimm fjölskyldur bíða þess að verða endursendar til Grikklands Rauði krossinn fordæmir alfarið endursendingar á fólki til Grikklands. 22. febrúar 2020 14:00