Rektorinn í Oxford sendi Ingvar í boði háskólans í eldgosið í Vestmannaeyjum Kristján Már Unnarsson skrifar 9. mars 2020 22:00 Hinn 26 ára gamli Ingvar Birgir Friðleifsson lentur á Heimaey á þriðja degi eldgossins. Mynd/Guðmundur Ómar Friðleifsson. 47 árum eftir eldgosið á Heimaey eru enn að koma í dagsljósið myndir af gosinu sem ekki hafa áður birst opinberlega. Það á við um filmubút og ljósmyndir sem ungur jarðfræðingur tók á upphafsdögum jarðeldanna. Myndirnar mátti sjá í þættinum Um land allt og hluta þeirra í fréttum Stöðvar 2. Sjá frétt Stöðvar 2: Áður óbirtar myndir frá eldgosinu á Heimaey Ingvar Friðleifsson var 26 ára gamall þegar hann tók myndirnar en hann dvaldi í tvo sólarhringa á Heimaey, á þriðja og fjórða degi eldgossins. Ingvar var þá við doktorsnám í Oxford, og bjó ytra með eiginkonu sinni, Þórdísi Árnadóttur og ungri dóttur þeirra, þegar rektor jarðvísindadeildar bauð honum á fyrsta degi gossins að fara til Íslands á kostnað skólans. Tveimur dögum síðar, 25 janúar, var Ingvar kominn til Eyja, með átta millímetra kvikmyndatökuvél og ljósmyndavél. Ingvar deildi myndunum með áhorfendum Stöðvar 2 í kvöld.Stöð 2/Einar Árnason. „Mér fannst þetta náttúrlega feikilega spennandi að geta skoðað þetta svona vel. Það var flogið þarna yfir gott útsýnisflug áður en það var lent,“ rifjar Ingvar upp. Ingvar tók alls sextán mínútur af litfilmu, meðal annars af fyrstu húsunum fara undir hraun, en einnig fjölda ljósmynda sem sömuleiðis eru merkar heimildir um þessa fyrstu daga eldgossins. Náttúruhamfarirnar umturnuðu lífi fimm þúsund Eyjamanna. Margir sneru aldrei aftur, meðal annars fjölskyldur sem settust að í Grindavík. Þar hafa Eyjamennirnir sem flúðu Heimaeyjargosið búið við sömu ógn undanfarnar vikur vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn. Herborg Jónsdóttir og dóttir hennar, Margrét Kristjánsdóttir, sem var þriggja ára þegar eldgosið braust út.Stöð 2/Ólafur Ásgeir Jónsson. „Ég hef svona ónotatilfinningu. Er að vakna upp á nóttinni og einhvern veginn lít út um gluggann eins og ég búist við að sjá bara bjarma,“ segir Herborg Jónsdóttir, sem þurfti sem ung, einstæð móðir að yfirgefa Heimaey ásamt þriggja ára dóttur sinni gosnóttina 23. janúar 1973. Myndir Ingvars lágu uppi í hillu í 40 ár ár þar til í kvöld að þær voru sýndar í þættinum Um land allt á Stöð 2. Hér má sjá upphafskafla þáttarins: Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vestmannaeyjar Heimaeyjargosið 1973 Tengdar fréttir Áður óbirtar myndir frá eldgosinu á Heimaey sýndar á Stöð 2 í kvöld Sextán mínútna löng kvikmynd ásamt fjölda ljósmynda, sem Ingvar Friðleifsson jarðfræðingur tók á fyrstu dögum eldgossins á Heimaey árið 1973, verða sýndar í fyrsta sinn opinberlega á Stöð 2 í kvöld. 9. mars 2020 16:00 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
47 árum eftir eldgosið á Heimaey eru enn að koma í dagsljósið myndir af gosinu sem ekki hafa áður birst opinberlega. Það á við um filmubút og ljósmyndir sem ungur jarðfræðingur tók á upphafsdögum jarðeldanna. Myndirnar mátti sjá í þættinum Um land allt og hluta þeirra í fréttum Stöðvar 2. Sjá frétt Stöðvar 2: Áður óbirtar myndir frá eldgosinu á Heimaey Ingvar Friðleifsson var 26 ára gamall þegar hann tók myndirnar en hann dvaldi í tvo sólarhringa á Heimaey, á þriðja og fjórða degi eldgossins. Ingvar var þá við doktorsnám í Oxford, og bjó ytra með eiginkonu sinni, Þórdísi Árnadóttur og ungri dóttur þeirra, þegar rektor jarðvísindadeildar bauð honum á fyrsta degi gossins að fara til Íslands á kostnað skólans. Tveimur dögum síðar, 25 janúar, var Ingvar kominn til Eyja, með átta millímetra kvikmyndatökuvél og ljósmyndavél. Ingvar deildi myndunum með áhorfendum Stöðvar 2 í kvöld.Stöð 2/Einar Árnason. „Mér fannst þetta náttúrlega feikilega spennandi að geta skoðað þetta svona vel. Það var flogið þarna yfir gott útsýnisflug áður en það var lent,“ rifjar Ingvar upp. Ingvar tók alls sextán mínútur af litfilmu, meðal annars af fyrstu húsunum fara undir hraun, en einnig fjölda ljósmynda sem sömuleiðis eru merkar heimildir um þessa fyrstu daga eldgossins. Náttúruhamfarirnar umturnuðu lífi fimm þúsund Eyjamanna. Margir sneru aldrei aftur, meðal annars fjölskyldur sem settust að í Grindavík. Þar hafa Eyjamennirnir sem flúðu Heimaeyjargosið búið við sömu ógn undanfarnar vikur vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn. Herborg Jónsdóttir og dóttir hennar, Margrét Kristjánsdóttir, sem var þriggja ára þegar eldgosið braust út.Stöð 2/Ólafur Ásgeir Jónsson. „Ég hef svona ónotatilfinningu. Er að vakna upp á nóttinni og einhvern veginn lít út um gluggann eins og ég búist við að sjá bara bjarma,“ segir Herborg Jónsdóttir, sem þurfti sem ung, einstæð móðir að yfirgefa Heimaey ásamt þriggja ára dóttur sinni gosnóttina 23. janúar 1973. Myndir Ingvars lágu uppi í hillu í 40 ár ár þar til í kvöld að þær voru sýndar í þættinum Um land allt á Stöð 2. Hér má sjá upphafskafla þáttarins:
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vestmannaeyjar Heimaeyjargosið 1973 Tengdar fréttir Áður óbirtar myndir frá eldgosinu á Heimaey sýndar á Stöð 2 í kvöld Sextán mínútna löng kvikmynd ásamt fjölda ljósmynda, sem Ingvar Friðleifsson jarðfræðingur tók á fyrstu dögum eldgossins á Heimaey árið 1973, verða sýndar í fyrsta sinn opinberlega á Stöð 2 í kvöld. 9. mars 2020 16:00 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Áður óbirtar myndir frá eldgosinu á Heimaey sýndar á Stöð 2 í kvöld Sextán mínútna löng kvikmynd ásamt fjölda ljósmynda, sem Ingvar Friðleifsson jarðfræðingur tók á fyrstu dögum eldgossins á Heimaey árið 1973, verða sýndar í fyrsta sinn opinberlega á Stöð 2 í kvöld. 9. mars 2020 16:00