Innlent

Fresta aðal­fundi Fé­lags eldri borgara vegna kórónu­veirunnar

Sylvía Hall skrifar
Fundurinn átti að fara fram á fimmtudag.
Fundurinn átti að fara fram á fimmtudag. Vísir/Vilhelm
Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni hefur ákveðið að fresta aðalfundi félagsins sem átti að fara fram fimmtudaginn 12. mars. Þetta var ákveðið á stjórnarfundi félagsins í dag.

Ekki liggur fyrir hvenær fundurinn mun fara fram en ástæða frestunarinnar er uppfærsla hættustigs Almannavarna upp í neyðarstig vegna kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum.

Þá kemur fram í fréttatilkynningu að athygli hefur verið vakin á því að eldri borgarar og fólk með undirliggjandi sjúkdóma sé sérstaklega viðkvæmt fyrir veirunni. Því þurfi að huga vel að þeim hópi í þessu sambandi og ekki talið forsvaranlegt að halda aðalfund félagsins undir þessum kringumstæðum.

Tvö smit kórónuveirunnar greindust til viðbótar í morgun hjá einstaklingum sem báðir komu til landsins með flugi frá Verona á Ítalíu síðastliðinn laugardag. Hafa því fimm einstaklingar úr því flugi greinst með veiruna.

Alls eru greind smit hérlendis orðin 60 talsins. 50 smit hjá einstaklingum sem hafa verið að koma erlendis frá og 10 sem smitast hafa innanlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×