Liðsfélagi Birkis vill algjört fótboltahlé | Fæ ekki að sjá börnin mín út af þessari veiru Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2020 10:30 Birkir Bjarnason og Mario Balotelli hafa verið liðsfélagar hjá Brescia síðan í janúar. vísir/getty Ítalski knattspyrnumaðurinn Mario Balotelli, liðsfélagi Birkis Bjarnasonar hjá Brescia, segir ekki nóg að leikir á Ítalíu verði spilaðir fyrir luktum dyrum vegna kórónuveirunnar. Gera ætti algjört hlé á fótboltaiðkun í landinu. Balotelli, Birki og félögum í Brescia er líkt og fleiri íbúum Langbarðalands á Norður-Ítalíu haldið í hálfgerðri gíslingu vegna veirunnar. Bendir Balotelli á að hann hafi undanfarið ekki fengið að sjá börnin sín, sem búa utan Langbarðalands. Í nótt var sett á strangt ferðabann fyrir íbúa alls héraðsins og fleiri svæða í kring, en þó á að spila í ítölsku A-deildinni í fótbolta fyrir luktum dyrum í dag þar sem stórleik Juventus og Inter ber hæst. Á morgun mætir Brescia liði Sassuolo á útivelli. „Peningar eru ekki mikilvægari en heilsa fólks. Við verðum að vakna,“ segir Balotelli sem tekur undir með leikmannasamtökunum á Ítalíu en þau vilja að ekki verði spilaður fótbolti á Ítalíu fyrr en að tekist hefur að ná tökum á útbreiðslu veirunnar. Tæplega 6.000 manns hafa greinst með kórónuveiruna á Ítalíu og yfir 230 manns látist.Fótbolti hefur gefið mér allt en ég vil ekki hætta á að mamma veikistMario Balotelli er óttasleginn vegna kórónuveirunnar.Balotelli birtir á samfélagsmiðlum yfirlýsingu frá leikmannasamtökunum og segist taka heils hugar undir hana. „Ekki skrifa eitthvað kjaftæði eins og: „En þú ert verndaður! Hvaða máli skiptir hvort þú spilar eða ekki? Það kemur ekkert fyrir þig ef þetta er fyrir luktum dyrum! Ekki taka í burtu eina fjörið sem fólk á hættusvæðum getur fengið núna um helgina!““ skrifar Balotelli. „ÉG ELSKA FÓTBOLTA MEIRA EN ÞIÐ... en það að spila þýðir að við þurfum að ferðast með rútum, lestum, flugvélum, gista á hótelum, og þannig vera í snertingu við fólk utan okkar hóps... Staðan er nú þegar þannig að ég fæ ekki að sjá börnin mín út af þessari bölvuðu kórónuveiru því eins og þið vitið þá búa þau ekki í Lombardia svo þetta er nú þegar mjög svekkjandi og sorglegt,“ skrifar Balotelli, og bætir við: „Ég vil svo sannarlega ekki að mamma mín, sem ég hitti og snæði með á næstum hverjum degi, smitist af einhverju í gegnum mig. Hún er ekki á sama aldri og ég og eins mikið og ég elska fótbolta [sem hefur gefið mér allt], þá hætti ég ekki á að hún veikist! Af hverju ætti ég að gera það? Til að skemmta öðrum? Eða til að koma í veg fyrir að þeir tapi peningum? Ekki láta eins og vitleysingar! Takið ykkur taki, við höfum fengið nóg. Það er ekki hægt að grínast með heilsuna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalski boltinn Tengdar fréttir Stórleik á Ítalíu frestað á síðustu stundu Leik Juventus og AC Milan í ítölsku bikarkeppninni, sem um tíma stóð til að færi fram fyrir luktum dyrum, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. 3. mars 2020 21:18 Í beinni í dag: Juventus og Inter mætast loks fyrir luktum dyrum Stórleikur í ítalska boltanum í dag þar sem engir áhorfendur verða á svæðinu. 8. mars 2020 06:00 Guðni um stöðuna á Birki og Emil: Gengið út frá því að þeir komi í landsleikinn Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segist vera í reglulegu sambandi við yfirvöld hér og landi og ytra varðandi kórónaveirunnar. Mikil smit hafa greinst á Ítalíu og þar leika tveir íslenskir landsliðsmenn, Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson. 6. mars 2020 12:00 Segir Emil og Birki ekki fá neina sérmeðferð þegar kemur að sóttkví Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson leika með ítölskum liðum sem eru staðsett á skilgreindum hættusvæðum vegna Covid-19. 7. mars 2020 20:01 Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sjá meira
Ítalski knattspyrnumaðurinn Mario Balotelli, liðsfélagi Birkis Bjarnasonar hjá Brescia, segir ekki nóg að leikir á Ítalíu verði spilaðir fyrir luktum dyrum vegna kórónuveirunnar. Gera ætti algjört hlé á fótboltaiðkun í landinu. Balotelli, Birki og félögum í Brescia er líkt og fleiri íbúum Langbarðalands á Norður-Ítalíu haldið í hálfgerðri gíslingu vegna veirunnar. Bendir Balotelli á að hann hafi undanfarið ekki fengið að sjá börnin sín, sem búa utan Langbarðalands. Í nótt var sett á strangt ferðabann fyrir íbúa alls héraðsins og fleiri svæða í kring, en þó á að spila í ítölsku A-deildinni í fótbolta fyrir luktum dyrum í dag þar sem stórleik Juventus og Inter ber hæst. Á morgun mætir Brescia liði Sassuolo á útivelli. „Peningar eru ekki mikilvægari en heilsa fólks. Við verðum að vakna,“ segir Balotelli sem tekur undir með leikmannasamtökunum á Ítalíu en þau vilja að ekki verði spilaður fótbolti á Ítalíu fyrr en að tekist hefur að ná tökum á útbreiðslu veirunnar. Tæplega 6.000 manns hafa greinst með kórónuveiruna á Ítalíu og yfir 230 manns látist.Fótbolti hefur gefið mér allt en ég vil ekki hætta á að mamma veikistMario Balotelli er óttasleginn vegna kórónuveirunnar.Balotelli birtir á samfélagsmiðlum yfirlýsingu frá leikmannasamtökunum og segist taka heils hugar undir hana. „Ekki skrifa eitthvað kjaftæði eins og: „En þú ert verndaður! Hvaða máli skiptir hvort þú spilar eða ekki? Það kemur ekkert fyrir þig ef þetta er fyrir luktum dyrum! Ekki taka í burtu eina fjörið sem fólk á hættusvæðum getur fengið núna um helgina!““ skrifar Balotelli. „ÉG ELSKA FÓTBOLTA MEIRA EN ÞIÐ... en það að spila þýðir að við þurfum að ferðast með rútum, lestum, flugvélum, gista á hótelum, og þannig vera í snertingu við fólk utan okkar hóps... Staðan er nú þegar þannig að ég fæ ekki að sjá börnin mín út af þessari bölvuðu kórónuveiru því eins og þið vitið þá búa þau ekki í Lombardia svo þetta er nú þegar mjög svekkjandi og sorglegt,“ skrifar Balotelli, og bætir við: „Ég vil svo sannarlega ekki að mamma mín, sem ég hitti og snæði með á næstum hverjum degi, smitist af einhverju í gegnum mig. Hún er ekki á sama aldri og ég og eins mikið og ég elska fótbolta [sem hefur gefið mér allt], þá hætti ég ekki á að hún veikist! Af hverju ætti ég að gera það? Til að skemmta öðrum? Eða til að koma í veg fyrir að þeir tapi peningum? Ekki láta eins og vitleysingar! Takið ykkur taki, við höfum fengið nóg. Það er ekki hægt að grínast með heilsuna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalski boltinn Tengdar fréttir Stórleik á Ítalíu frestað á síðustu stundu Leik Juventus og AC Milan í ítölsku bikarkeppninni, sem um tíma stóð til að færi fram fyrir luktum dyrum, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. 3. mars 2020 21:18 Í beinni í dag: Juventus og Inter mætast loks fyrir luktum dyrum Stórleikur í ítalska boltanum í dag þar sem engir áhorfendur verða á svæðinu. 8. mars 2020 06:00 Guðni um stöðuna á Birki og Emil: Gengið út frá því að þeir komi í landsleikinn Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segist vera í reglulegu sambandi við yfirvöld hér og landi og ytra varðandi kórónaveirunnar. Mikil smit hafa greinst á Ítalíu og þar leika tveir íslenskir landsliðsmenn, Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson. 6. mars 2020 12:00 Segir Emil og Birki ekki fá neina sérmeðferð þegar kemur að sóttkví Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson leika með ítölskum liðum sem eru staðsett á skilgreindum hættusvæðum vegna Covid-19. 7. mars 2020 20:01 Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sjá meira
Stórleik á Ítalíu frestað á síðustu stundu Leik Juventus og AC Milan í ítölsku bikarkeppninni, sem um tíma stóð til að færi fram fyrir luktum dyrum, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. 3. mars 2020 21:18
Í beinni í dag: Juventus og Inter mætast loks fyrir luktum dyrum Stórleikur í ítalska boltanum í dag þar sem engir áhorfendur verða á svæðinu. 8. mars 2020 06:00
Guðni um stöðuna á Birki og Emil: Gengið út frá því að þeir komi í landsleikinn Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segist vera í reglulegu sambandi við yfirvöld hér og landi og ytra varðandi kórónaveirunnar. Mikil smit hafa greinst á Ítalíu og þar leika tveir íslenskir landsliðsmenn, Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson. 6. mars 2020 12:00
Segir Emil og Birki ekki fá neina sérmeðferð þegar kemur að sóttkví Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson leika með ítölskum liðum sem eru staðsett á skilgreindum hættusvæðum vegna Covid-19. 7. mars 2020 20:01