Enski sóknarmaðurinn Dominic Calvert-Lewin hefur gert nýjan fimm ára samning við enska úrvalsdeildarliðið Everton.
Þessi 22 ára gamli framherji hefur blómstrað síðan Carlo Ancelotti tók við stjórnartaumunum á Goodison Park í lok síðasta árs en Lewin er búinn að skora 13 mörk í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð, 8 þeirra eftir að Ancelotti tók við.
Lewin kom til Everton frá Sheffield United sumarið 2016 en hann hefur skorað 7 mörk í 17 landsleikjum fyrir U21 árs landslið Englendinga.
Hann verður að öllum líkindum í eldlínunni hjá Everton í dag þegar liðið mætir Chelsea.
| "Dominic is a very important player for us and for the future of Everton. He has all the attributes to become one of the best strikers in England and in Europe."
— Everton (@Everton) March 6, 2020
And @MrAncelotti has worked with plenty of good strikers!