Eins árs gamalt barn á meðal þeirra Íslendinga sem greinst hafa með kórónuveiruna Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 7. mars 2020 18:32 Fimmtíu hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi þar af eru sjö innanlandssmit. Einn þeirra Íslendinga sem fengið hefur kórónuveiruna er eins árs gamalt barn. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis héldu upplýsingafund í dag til að fara yfir útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi og viðbrögðin. „Við áformum að halda áfram með þær aðgerðir sem við höfum verið með í gangi. Það er að segja að greina sýkingar snemma. Beita einangrun og leita að þeim sem að hugsanlega gæti hafa smitast af þessum einstaklingum og setja þá í sóttkví. Þetta eru harðar aðgerðir sem að við erum að beita nú í byrjun til þess að hægja á ferlinu eins mikið og hægt er,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Þórólfur segir nú farið að beina sjónum meira að hópum sem eru í meiri hættu á að veikjast alvarlega af kórónuveirunni. Sérstakar leiðbeiningar hafa því verið gefnar út fyrir þann hóp en finn má þær á heimasíðu Landlæknisembættisins. „Þeir sem eru í mestri hættu að fá alvarleg einkenni það eru þeir eldri og áhættan eykst sérstaklega eftir fimmtug en mest í eldri aldurshópum,“ segir Alma Möller landlæknir. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.vísir/vilhelm Til greina kemur að gefa út tilmæli um að ekki séu haldnar stórar samkomur Nú hafa fimmtíu greinst með veiruna á Íslandi. Sjö af þeim smituðust innanlands. Af þessum fimmtíu sem eru smitaðir er einn á áttræðisaldri. „Þetta er miðaldra hópur mjög mikið og þarna er líka eins árs gamalt barn,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Hann segir barnið hafa veikst á ferð með foreldrum sínum en það sé ekki mikið veikt. Víðir leggur áherslu á að enginn hafi enn veikst alvarlega. Síðustu daga hefur verið hætt við að halda fjölmargar samkomur eins og árshátíðir og einnig íþróttamót barna. Víðir segir samkomubann þó enn ekki hafa verið sett á en slíkt gæti komið til á næstunni. Það myndi hafa mikil áhrif á samfélagið. „Við viljum bara fara betur yfir þetta og vera viss um það að ef við grípum til slíkra aðgerða að þær hafi áhrif á það að draga úr hraða faraldursins en á sama tíma að reyna að valda eins litlu tjóni á samfélaginu og mögulegt er,“ segir Víðir. Hann segir að ef farið verði alla leið í samkomubanni verði skóla- og leikskólahald bannað. Hann segir koma til greina að gefa út almenn tilmæli um að stórar samkomur verði ekki haldnar. „Það er svona eins og margar þjóðir hafa gert. Danir gáfu út í gær tilmæli um það samkomur þar sem þúsund manns kæmu saman að þeim verði hætt. Við erum í dag búin að gefa út tilmæli til þeirra sem eru viðkvæmir eða vinna með viðkvæmum einstaklingum að þeir séu ekki að koma saman en við höfum ekki gengið lengra í bili,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Fleiri fréttir „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Sjá meira
Fimmtíu hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi þar af eru sjö innanlandssmit. Einn þeirra Íslendinga sem fengið hefur kórónuveiruna er eins árs gamalt barn. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis héldu upplýsingafund í dag til að fara yfir útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi og viðbrögðin. „Við áformum að halda áfram með þær aðgerðir sem við höfum verið með í gangi. Það er að segja að greina sýkingar snemma. Beita einangrun og leita að þeim sem að hugsanlega gæti hafa smitast af þessum einstaklingum og setja þá í sóttkví. Þetta eru harðar aðgerðir sem að við erum að beita nú í byrjun til þess að hægja á ferlinu eins mikið og hægt er,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Þórólfur segir nú farið að beina sjónum meira að hópum sem eru í meiri hættu á að veikjast alvarlega af kórónuveirunni. Sérstakar leiðbeiningar hafa því verið gefnar út fyrir þann hóp en finn má þær á heimasíðu Landlæknisembættisins. „Þeir sem eru í mestri hættu að fá alvarleg einkenni það eru þeir eldri og áhættan eykst sérstaklega eftir fimmtug en mest í eldri aldurshópum,“ segir Alma Möller landlæknir. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.vísir/vilhelm Til greina kemur að gefa út tilmæli um að ekki séu haldnar stórar samkomur Nú hafa fimmtíu greinst með veiruna á Íslandi. Sjö af þeim smituðust innanlands. Af þessum fimmtíu sem eru smitaðir er einn á áttræðisaldri. „Þetta er miðaldra hópur mjög mikið og þarna er líka eins árs gamalt barn,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Hann segir barnið hafa veikst á ferð með foreldrum sínum en það sé ekki mikið veikt. Víðir leggur áherslu á að enginn hafi enn veikst alvarlega. Síðustu daga hefur verið hætt við að halda fjölmargar samkomur eins og árshátíðir og einnig íþróttamót barna. Víðir segir samkomubann þó enn ekki hafa verið sett á en slíkt gæti komið til á næstunni. Það myndi hafa mikil áhrif á samfélagið. „Við viljum bara fara betur yfir þetta og vera viss um það að ef við grípum til slíkra aðgerða að þær hafi áhrif á það að draga úr hraða faraldursins en á sama tíma að reyna að valda eins litlu tjóni á samfélaginu og mögulegt er,“ segir Víðir. Hann segir að ef farið verði alla leið í samkomubanni verði skóla- og leikskólahald bannað. Hann segir koma til greina að gefa út almenn tilmæli um að stórar samkomur verði ekki haldnar. „Það er svona eins og margar þjóðir hafa gert. Danir gáfu út í gær tilmæli um það samkomur þar sem þúsund manns kæmu saman að þeim verði hætt. Við erum í dag búin að gefa út tilmæli til þeirra sem eru viðkvæmir eða vinna með viðkvæmum einstaklingum að þeir séu ekki að koma saman en við höfum ekki gengið lengra í bili,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Fleiri fréttir „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Sjá meira