Hrunamönnum fjölgar og fjölgar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. mars 2020 16:45 Fjölgun íbúa Hrunamannahrepps er mest á Flúðum og á svæðinu þar í kring. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Íbúum Hrunamannahrepps fjölgar hratt en þeim hefur fjölgað um 14 frá 1.desember síðastliðnum. Í febrúar fæddust fjögur börn í sveitarfélaginu og oddvitinn bindur mikla vonir um að nokkur ný börn fæðist eftir níu mánuði því það er hjónaball í sveitinni í kvöld. Síðustu ár hefur íbúum Hrunamannahrepps heldur verið að fækka en nú er öldin önnur, íbúum fjölgar og fjölgar, ekki síst á Flúðum og þar í kring. Eitt raðhús er nú í byggingu á Flúðum og svo verður byrjað á þremur nýjum raðhúsum á næstu viku. Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti er hæstánægð með íbúafjölgunina. „Já, það er gaman að segja frá því að það er söguleg íbúafjölgun í Hrunamannahreppi. Við erum orðin 828, sem er hellings fjölgun frá því á síðasta ári, þá vorum við ekki nema 786. Skemmtilegast í þessu er að það er hellingur af nýfæddum börnum en frá 1. desember hafa fæðst hjá okkur sex börn, þar af fjögur núna í febrúar og svo eitt í fyrradag“. En af hverju er Hrunamönnum að fjölga svona mikið? „Við búum í góðu samfélagi með góðar grunnstoðir, bæði leikskóla og grunnskóla sem eru frábærar stofnanir og svo er unga fólkið að snúa aftur heim“, segir Halldóra. Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps.EinkasafnHalldóra segir að næga atvinnu sé að hafa í sveitarfélaginu, allir geti fengið vinnu, sem vilja og nenna að vinna. Hún reiknar með enn frekari fjölgun íbúa, ekki síst í jólamánuðinum desember því það er hjónaball í félagsheimilinu á Flúðum í kvöld. „Við náttúrulega förum á hjónaball og skemmtum okkur heilmikið og eins og gerist á hjónaböllum þá fer fólk vonandi heim á rauðu skýi og vonandi sjáum við barnasprenginu níu mánuðum seinna þannig að við getum farið að sjá enn þá meiri fjölgun í sveitarfélaginu“, segir Halldóra hlægjandi um leið hún bætir því við að hún bindi miklar vonir við hjónaballið og bíði eftir eftir útkomunni eftir níu mánuði. Frjósemi Hrunamannahreppur Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Íbúum Hrunamannahrepps fjölgar hratt en þeim hefur fjölgað um 14 frá 1.desember síðastliðnum. Í febrúar fæddust fjögur börn í sveitarfélaginu og oddvitinn bindur mikla vonir um að nokkur ný börn fæðist eftir níu mánuði því það er hjónaball í sveitinni í kvöld. Síðustu ár hefur íbúum Hrunamannahrepps heldur verið að fækka en nú er öldin önnur, íbúum fjölgar og fjölgar, ekki síst á Flúðum og þar í kring. Eitt raðhús er nú í byggingu á Flúðum og svo verður byrjað á þremur nýjum raðhúsum á næstu viku. Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti er hæstánægð með íbúafjölgunina. „Já, það er gaman að segja frá því að það er söguleg íbúafjölgun í Hrunamannahreppi. Við erum orðin 828, sem er hellings fjölgun frá því á síðasta ári, þá vorum við ekki nema 786. Skemmtilegast í þessu er að það er hellingur af nýfæddum börnum en frá 1. desember hafa fæðst hjá okkur sex börn, þar af fjögur núna í febrúar og svo eitt í fyrradag“. En af hverju er Hrunamönnum að fjölga svona mikið? „Við búum í góðu samfélagi með góðar grunnstoðir, bæði leikskóla og grunnskóla sem eru frábærar stofnanir og svo er unga fólkið að snúa aftur heim“, segir Halldóra. Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps.EinkasafnHalldóra segir að næga atvinnu sé að hafa í sveitarfélaginu, allir geti fengið vinnu, sem vilja og nenna að vinna. Hún reiknar með enn frekari fjölgun íbúa, ekki síst í jólamánuðinum desember því það er hjónaball í félagsheimilinu á Flúðum í kvöld. „Við náttúrulega förum á hjónaball og skemmtum okkur heilmikið og eins og gerist á hjónaböllum þá fer fólk vonandi heim á rauðu skýi og vonandi sjáum við barnasprenginu níu mánuðum seinna þannig að við getum farið að sjá enn þá meiri fjölgun í sveitarfélaginu“, segir Halldóra hlægjandi um leið hún bætir því við að hún bindi miklar vonir við hjónaballið og bíði eftir eftir útkomunni eftir níu mánuði.
Frjósemi Hrunamannahreppur Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira