Enginn viðbúnaður í Veróna vegna Íslendingahópsins Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 7. mars 2020 12:00 Við komu hópsins til landsins verði gætt að því að fólki sé ekki í samneyti við aðra farþega á Keflavíkurflugvelli. Aðsend Miklar varúðarráðstafanir verða gerðar á Keflavíkurflugvelli þegar hópur Íslendinga kemur frá Veróna á Ítalíu síðdegis í dag. Maður sem var að innrita sig í flugið á Garda flugvellinum í Veróna í morgun sagði að litlar sem engar ráðstafanir væru gerðar vegna hópsins þar úti. Samkvæmt upplýsingum almannavarna er engin í hópnum veikur af kórónuveirunni. Ríflega sjötíu manns fljúga með Icelandair frá Veróna á Ítalíu til Íslands í dag. Hluti hópsins var á vegum ferðaskrifstofanna Úrval Útsýn og Vita og hefur fólkið meðal annars verið á skíðum í Madonna. Öll Ítalía er nú skilgreind sem áhættusvæði vegna kórónuveirunnar og hefur verið gripið til ýmissa ráðstafana hér á landi vegna komu hópsins. Meðal annars verður áhöfnin um borð í hlífðarbúningum og flugfreyjurnar eru allar með hjúkrunarfræðimenntun. Flugvélin verður sérstaklega sótthreinsuðu eftir flugið en farþegar þurfa að fara í heimasóttkví í tvær vikur eftir að þeir koma heim. Vonir standa til að áhöfnin þurfi þess ekki. Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri hjá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra, segir að fyrst og fremst sé um varúðarráðstafanir að ræða en engin í hópnum hafi veikst af kórónuveirunni. Hann segir að við komu hópsins til landsins verði gætt að því að fólki sé ekki í samneyti við aðra farþega á Keflavíkurflugvelli. Sérstök salerni verða aðeins ætluð fyrir fólkið. Þeim verður svo lokað og þrifin sérstaklega á eftir. Sérstakt sjúkraherbergi er á vellinum fyrir fólkið ef það er með einkenni svo hægt sé að taka sýni. Þá verður fólk sem er ekki á einkabílum á vellinum boðið að ferðast heim í sóttvarnarútu. Haraldur Ási Lárusson er einn af þeim sem kemur með fluginu í dag en hann hefur verið á skíðum í Madonna. Hann segir að fólkið hafi fengið ítarlegar upplýsingar frá heilbrigðisyfirvöldum hér. „Við erum búin að fá tölvupóst um hvað verður gert á Keflavíkurflugvelli og hvernig flugið okkar verður þannig að þetta er eins og súrrealísk bíómynd bara.” „Þegar við komum um borð þá fáum við grænmetissamloku og fáum svo grímur og hanska í vélinni og verður komið fyrir samkvæmt ákveðnu skipulagi. Það er búið að sækja bílana okkar í Keflavík og þar förum við í gegnum sérstakt öryggishlið.“Eru einhverjar varúðarráðstafanir þarna úti? „Ekki neinar varúðarráðstafanir hér.“ „Af öllu fólkinu sem ég horfi á núna þá er kannski eitt prósent með grímu og hér eru bara mjög margir.“ Haraldur segir að fólkið í hópnum sé mjög rólegt og að engin sé veikur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Ítalía Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Fleiri fréttir Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Sjá meira
Miklar varúðarráðstafanir verða gerðar á Keflavíkurflugvelli þegar hópur Íslendinga kemur frá Veróna á Ítalíu síðdegis í dag. Maður sem var að innrita sig í flugið á Garda flugvellinum í Veróna í morgun sagði að litlar sem engar ráðstafanir væru gerðar vegna hópsins þar úti. Samkvæmt upplýsingum almannavarna er engin í hópnum veikur af kórónuveirunni. Ríflega sjötíu manns fljúga með Icelandair frá Veróna á Ítalíu til Íslands í dag. Hluti hópsins var á vegum ferðaskrifstofanna Úrval Útsýn og Vita og hefur fólkið meðal annars verið á skíðum í Madonna. Öll Ítalía er nú skilgreind sem áhættusvæði vegna kórónuveirunnar og hefur verið gripið til ýmissa ráðstafana hér á landi vegna komu hópsins. Meðal annars verður áhöfnin um borð í hlífðarbúningum og flugfreyjurnar eru allar með hjúkrunarfræðimenntun. Flugvélin verður sérstaklega sótthreinsuðu eftir flugið en farþegar þurfa að fara í heimasóttkví í tvær vikur eftir að þeir koma heim. Vonir standa til að áhöfnin þurfi þess ekki. Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri hjá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra, segir að fyrst og fremst sé um varúðarráðstafanir að ræða en engin í hópnum hafi veikst af kórónuveirunni. Hann segir að við komu hópsins til landsins verði gætt að því að fólki sé ekki í samneyti við aðra farþega á Keflavíkurflugvelli. Sérstök salerni verða aðeins ætluð fyrir fólkið. Þeim verður svo lokað og þrifin sérstaklega á eftir. Sérstakt sjúkraherbergi er á vellinum fyrir fólkið ef það er með einkenni svo hægt sé að taka sýni. Þá verður fólk sem er ekki á einkabílum á vellinum boðið að ferðast heim í sóttvarnarútu. Haraldur Ási Lárusson er einn af þeim sem kemur með fluginu í dag en hann hefur verið á skíðum í Madonna. Hann segir að fólkið hafi fengið ítarlegar upplýsingar frá heilbrigðisyfirvöldum hér. „Við erum búin að fá tölvupóst um hvað verður gert á Keflavíkurflugvelli og hvernig flugið okkar verður þannig að þetta er eins og súrrealísk bíómynd bara.” „Þegar við komum um borð þá fáum við grænmetissamloku og fáum svo grímur og hanska í vélinni og verður komið fyrir samkvæmt ákveðnu skipulagi. Það er búið að sækja bílana okkar í Keflavík og þar förum við í gegnum sérstakt öryggishlið.“Eru einhverjar varúðarráðstafanir þarna úti? „Ekki neinar varúðarráðstafanir hér.“ „Af öllu fólkinu sem ég horfi á núna þá er kannski eitt prósent með grímu og hér eru bara mjög margir.“ Haraldur segir að fólkið í hópnum sé mjög rólegt og að engin sé veikur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Ítalía Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Fleiri fréttir Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Sjá meira