Liverpool er með 82 stig á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, 25 stigum á undan Manchester City, eftir 2-1 sigur gegn Bournemouth í dag.
Callum Wilson kom Bournemouth reyndar yfir í dag strax á 9. mínútu en Liverpool var ekki lengi að ná forystunni með mörkum frá Mohamed Salah og Sadio Mané. Mané lagði upp fyrra markið eftir mistök í vörn Bournemouth, og skoraði það seinna svo eftir stungusendingu frá Virgil van Dijk.
Liverpool hafði tapað tveimur síðustu leikjum sínum og þremur af síðustu fjórum leikjum fyrir viðureignina við Bournemouth í dag. Liðið mætir næst Atlético Madrid á Anfield á miðvikudag í seinni leik liðanna í Meistaradeild Evrópu, en Atlético vann fyrri leikinn 1-0. Bournemouth er í 18. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 27 stig en liðið mætir Crystal Palace á heimavelli um næstu helgi.
Liverpool lenti undir en rétti úr kútnum
