Smit innan eins liðs í ensku úrvalsdeildinni gæti gert því mjög erfitt að klára tímabilið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2020 10:30 Áhorfendur með grímur á leik Chelsea og Liverpool í ensku bikarkeppnini um helgina. Getty/Charlotte Wilson Yfirmenn liðanna í ensku úrvalsdeildinni hafa öll fengið póst frá breskum stjórnvöldum þar sem farið er fram á það að liðin í ensku úrvalsdeildinni fari að skipuleggja sig betur varðandi viðbraðgsáætlanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Breska ríkisútvarpið segir frá þessu og vitnar í innihald tölvupóstsins sem liðin fengu send á þriðjudaginn. Stjórnvöld vilja að sjá ensku félögin undirbúi sig betur fyrir ástandið sem gæti versnað til mikilla muna. Í bréfinu kemur meðal annars fram að enska úrvalsdeildin þurfi að íhuga allar mögulega leiðir til að klára tímabilið verði ástandið verra en það er í dag. Kórónuveiran herjar nú á heimsbyggðina og Bretland er í hópi þeirra landa þar sem líklegt er að útbreiðslan eigi eftir að taka stökk. The Government has asked the Premier League to "step up" its planning for coronavirus. More: https://t.co/afCIMjfJo9pic.twitter.com/i55MicVwNF— BBC Sport (@BBCSport) March 5, 2020 Það er lögð höfuðáhersla á það að passa þurfi vel upp á leikmenn, stjóra og þjálfara aðalliðs hvers félags. Það er nefnilega þeirra mat að það yrði mjög erfitt að klára tímabilið ef kórónuveiran myndi breiðast út innan einhvers af liðunum tuttugu í ensku úrvalsdeildinni. Kórónuveiran hefur haft gríðarlega áhrif á Ítalíu sem er það land í Evrópu sem hefur orðið verst úti. Government tells Premier League to "step up its contingency planning" for coronavirus, according to letter sent to club bosses. It warns an outbreak affecting the 1st team of just one club “could make completing the season very difficult”. By @LauraScott__https://t.co/4IdLe0zi8z— Dan Roan (@danroan) March 5, 2020 Liðin í ítölsku deildinni mun þannig leik alla leiki sína til 3. apríl fyrir luktum dyrum á meðan stjórnvöld reyna að ná tökum á útbreiðslu Covid-19 kórónuveirunnar. Bresk stjórnvöld leggja áherslu á það að félögin undirbúi sig fyrir þrjú möguleg stig. Enska úrvalsdeildin er nú á stigi A sem er að allt verði óbreytt. Stig B er að spila leikina fyrir luktum dyrum og stig C væri að fresta, stytta eða aflýsa ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Níu leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni um komandi helgi og fara þeir allir fram með eðlilegum hætti. Enski boltinn Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Yfirmenn liðanna í ensku úrvalsdeildinni hafa öll fengið póst frá breskum stjórnvöldum þar sem farið er fram á það að liðin í ensku úrvalsdeildinni fari að skipuleggja sig betur varðandi viðbraðgsáætlanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Breska ríkisútvarpið segir frá þessu og vitnar í innihald tölvupóstsins sem liðin fengu send á þriðjudaginn. Stjórnvöld vilja að sjá ensku félögin undirbúi sig betur fyrir ástandið sem gæti versnað til mikilla muna. Í bréfinu kemur meðal annars fram að enska úrvalsdeildin þurfi að íhuga allar mögulega leiðir til að klára tímabilið verði ástandið verra en það er í dag. Kórónuveiran herjar nú á heimsbyggðina og Bretland er í hópi þeirra landa þar sem líklegt er að útbreiðslan eigi eftir að taka stökk. The Government has asked the Premier League to "step up" its planning for coronavirus. More: https://t.co/afCIMjfJo9pic.twitter.com/i55MicVwNF— BBC Sport (@BBCSport) March 5, 2020 Það er lögð höfuðáhersla á það að passa þurfi vel upp á leikmenn, stjóra og þjálfara aðalliðs hvers félags. Það er nefnilega þeirra mat að það yrði mjög erfitt að klára tímabilið ef kórónuveiran myndi breiðast út innan einhvers af liðunum tuttugu í ensku úrvalsdeildinni. Kórónuveiran hefur haft gríðarlega áhrif á Ítalíu sem er það land í Evrópu sem hefur orðið verst úti. Government tells Premier League to "step up its contingency planning" for coronavirus, according to letter sent to club bosses. It warns an outbreak affecting the 1st team of just one club “could make completing the season very difficult”. By @LauraScott__https://t.co/4IdLe0zi8z— Dan Roan (@danroan) March 5, 2020 Liðin í ítölsku deildinni mun þannig leik alla leiki sína til 3. apríl fyrir luktum dyrum á meðan stjórnvöld reyna að ná tökum á útbreiðslu Covid-19 kórónuveirunnar. Bresk stjórnvöld leggja áherslu á það að félögin undirbúi sig fyrir þrjú möguleg stig. Enska úrvalsdeildin er nú á stigi A sem er að allt verði óbreytt. Stig B er að spila leikina fyrir luktum dyrum og stig C væri að fresta, stytta eða aflýsa ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Níu leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni um komandi helgi og fara þeir allir fram með eðlilegum hætti.
Enski boltinn Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira