Veruleikinn kallar á breyttar leikreglur Katrín Oddsdóttir skrifar 4. mars 2020 14:00 Skemmst er frá því að fréttaþátturinn Kveikur sýndi okkur hversu átakanleg fátækt viðgegnst á Íslandi og hversu alvarlegar afleiðingar hún hefur fyrir þann hóp fólks sem býr við fátækt. Sorglegast er að horfa upp á þessa félagslegu aðstæður erfast á börn sem fæðast inn í þennan veruleika og geta með engu móti varist því að lenda í sömu gildru sjálf. Eftir að hafa horft á þáttinn fór ég að velta fyrir mér heildarsamhengi hlutanna og hvers vegna okkur á fámenna en auðuga Íslandi gangi svo hægt að breyta þessum málum til betri vegar. Hér er ein hugmynd sem ég legg inn í samfélagsumræðuna og vona að verði til gagns. Hugmynd að nýrri lagareglu: Einstaklingur sem hefur orðið uppvís um að flytja peninga sem hann, eða fyrirtæki sem hann stýrir, á í skattaskjól ætti að missa rétt til að gegna opinberu embætti í x mörg ár eftir að slík háttsemi hefur verið sönnuð. Rökstuðningur: Fólk sem velur að flytja fjármuni sína út úr íslenska skattkerfinu, en nýta sér samt sem áður grunnþjónustu hér á landi, hefur ekki náð þeim félagslega þroska sem þarf til þess að geta starfað í þágu samfélagsins alls. Því er hætta á að slíkt fólk geti einfaldlega ekki unnið í þágu þeirra jaðarsettu hópa sem verst hafa það. Með því að taka samt sem áður opinberar stöður, sem annars væru mannaðar af fólki sem vill í alvöru efna kosningaloforð á borð við það "að útrýma fáttækt", er fólkið sem skortir þessa samfélagslegu hugsun að hægja á þróun í átt að félagslegu réttlæti. Við höfum einfaldlega ekki efni á því að láta fátæk börn þjást á meðan efnuðum einstaklingum finnst sjálfsagt að fela ríkidæmi sitt svo að þeir borgi ekki meira til samfélagsins en þeim sjálfum finnst sanngjarnt, og taka svo auk þess að sér opinber störf sem skattgreiðendur kosta til að starfa fyrst og fremst í þágu annarra efnaðra einstaklinga í þessu landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Oddsdóttir Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Skemmst er frá því að fréttaþátturinn Kveikur sýndi okkur hversu átakanleg fátækt viðgegnst á Íslandi og hversu alvarlegar afleiðingar hún hefur fyrir þann hóp fólks sem býr við fátækt. Sorglegast er að horfa upp á þessa félagslegu aðstæður erfast á börn sem fæðast inn í þennan veruleika og geta með engu móti varist því að lenda í sömu gildru sjálf. Eftir að hafa horft á þáttinn fór ég að velta fyrir mér heildarsamhengi hlutanna og hvers vegna okkur á fámenna en auðuga Íslandi gangi svo hægt að breyta þessum málum til betri vegar. Hér er ein hugmynd sem ég legg inn í samfélagsumræðuna og vona að verði til gagns. Hugmynd að nýrri lagareglu: Einstaklingur sem hefur orðið uppvís um að flytja peninga sem hann, eða fyrirtæki sem hann stýrir, á í skattaskjól ætti að missa rétt til að gegna opinberu embætti í x mörg ár eftir að slík háttsemi hefur verið sönnuð. Rökstuðningur: Fólk sem velur að flytja fjármuni sína út úr íslenska skattkerfinu, en nýta sér samt sem áður grunnþjónustu hér á landi, hefur ekki náð þeim félagslega þroska sem þarf til þess að geta starfað í þágu samfélagsins alls. Því er hætta á að slíkt fólk geti einfaldlega ekki unnið í þágu þeirra jaðarsettu hópa sem verst hafa það. Með því að taka samt sem áður opinberar stöður, sem annars væru mannaðar af fólki sem vill í alvöru efna kosningaloforð á borð við það "að útrýma fáttækt", er fólkið sem skortir þessa samfélagslegu hugsun að hægja á þróun í átt að félagslegu réttlæti. Við höfum einfaldlega ekki efni á því að láta fátæk börn þjást á meðan efnuðum einstaklingum finnst sjálfsagt að fela ríkidæmi sitt svo að þeir borgi ekki meira til samfélagsins en þeim sjálfum finnst sanngjarnt, og taka svo auk þess að sér opinber störf sem skattgreiðendur kosta til að starfa fyrst og fremst í þágu annarra efnaðra einstaklinga í þessu landi.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar