Liverpool búið tapa fleiri leikjum en þrennulið Manchester United frá 1998-99 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2020 12:00 Ronny Johnsen, Teddy Sheringham, Dwight Yorke, Ole Gunnar Solskjaer og Ryan Giggs fagna sigri Manchester United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 1999. Getty/Pierre Minier Liverpool liðið á þessu tímabili hefur verið borið mikið saman við þrennulið Manchester United frá 1998-99 en með tapinu á móti Chelsea í gær missti Liverpool af tveimur möguleikum á að jafna árangur þessa United liðs. Liverpool datt út úr ensku bikarkeppninni í gær og á því ekki lengur möguleika á að vinna þrennuna á þessu tímabili. Liverpool er svo gott sem orðið enskur meistari og getur líka ennþá unnið Meistaradeildina. Manchester United vann ensku deildina, ensku bikarkeppnina og Meistaradeildina vorið 1999. En Liverpool datt líka aftur úr Manchester United liðinu með því að tapa sínum sjötta leik á tímabilinu á Stamford Bridge í gær. Manchester United vann kannski færri deildarleiki en Liverpool þetta tímabil fyrir 21 ári síðan en þegar kemur að tapleikjum þá voru þeir aðeins fimm samtals hjá United á allri leiktíðinni. Fimmti og síðasti tapleikur Manchester United liðsins tímabilið 1998-99 kom í deildarleik á móti Middlesbrough fimm dögum fyrir jól en United menn töpuðu ekki leik eftir 19. desember. Manchester United tryggði sér síðan enska meistaratitilinn (16. maí), enska bikarmeistaratitilinn (22. maí) og Evrópumeistaratitilinn (26. maí) á tíu ótrúlegum dögum vorið 1999. Liverpool var búið að tapa þremur leikjum 19. desember í fyrra þar af einum þeirra með krakkaliðið sitt á móti Aston Villa. Liverpool hefur nú tapað þremur leikjum á aðeins tveimur vikum og er því komið upp í sex tapleiki samanlagt.Töp Liverpool liðsins 2019-20 4. ágúast á móti Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn (vítakeppni) 17. september á móti Napoli í Meistaradeildnni (0-2) 17. desember á móti Aston Villa í enska deildarbikarnum (0-5) 18. febrúar á móti Atlético Madrid í Meistaradeildinni (0-1) 29. febrúar á móti Watford í deildinni (0-3) 3. mars á móti Chelsea í enska bikarnum (0-2)Töp Manchester United liðsins 1998-99 9. ágúst á móti Arsenal í leiknum um Góðgerðaskjöldinn (0-3) 20. september á móti Arsenal í deildinni (0-3) 21. nóvember á móti Sheffield Wednesday í deildinni (1-3) 2. desember á móti Tottenham í enska deildarbikarnum (1-3) 19. desember á móti Middlesbrough í deildinni (2-3) Enski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira
Liverpool liðið á þessu tímabili hefur verið borið mikið saman við þrennulið Manchester United frá 1998-99 en með tapinu á móti Chelsea í gær missti Liverpool af tveimur möguleikum á að jafna árangur þessa United liðs. Liverpool datt út úr ensku bikarkeppninni í gær og á því ekki lengur möguleika á að vinna þrennuna á þessu tímabili. Liverpool er svo gott sem orðið enskur meistari og getur líka ennþá unnið Meistaradeildina. Manchester United vann ensku deildina, ensku bikarkeppnina og Meistaradeildina vorið 1999. En Liverpool datt líka aftur úr Manchester United liðinu með því að tapa sínum sjötta leik á tímabilinu á Stamford Bridge í gær. Manchester United vann kannski færri deildarleiki en Liverpool þetta tímabil fyrir 21 ári síðan en þegar kemur að tapleikjum þá voru þeir aðeins fimm samtals hjá United á allri leiktíðinni. Fimmti og síðasti tapleikur Manchester United liðsins tímabilið 1998-99 kom í deildarleik á móti Middlesbrough fimm dögum fyrir jól en United menn töpuðu ekki leik eftir 19. desember. Manchester United tryggði sér síðan enska meistaratitilinn (16. maí), enska bikarmeistaratitilinn (22. maí) og Evrópumeistaratitilinn (26. maí) á tíu ótrúlegum dögum vorið 1999. Liverpool var búið að tapa þremur leikjum 19. desember í fyrra þar af einum þeirra með krakkaliðið sitt á móti Aston Villa. Liverpool hefur nú tapað þremur leikjum á aðeins tveimur vikum og er því komið upp í sex tapleiki samanlagt.Töp Liverpool liðsins 2019-20 4. ágúast á móti Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn (vítakeppni) 17. september á móti Napoli í Meistaradeildnni (0-2) 17. desember á móti Aston Villa í enska deildarbikarnum (0-5) 18. febrúar á móti Atlético Madrid í Meistaradeildinni (0-1) 29. febrúar á móti Watford í deildinni (0-3) 3. mars á móti Chelsea í enska bikarnum (0-2)Töp Manchester United liðsins 1998-99 9. ágúst á móti Arsenal í leiknum um Góðgerðaskjöldinn (0-3) 20. september á móti Arsenal í deildinni (0-3) 21. nóvember á móti Sheffield Wednesday í deildinni (1-3) 2. desember á móti Tottenham í enska deildarbikarnum (1-3) 19. desember á móti Middlesbrough í deildinni (2-3)
Enski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira