Handbolti

Ólafur markahæstur í mikilvægum toppslag

Sindri Sverrisson skrifar
Ólafur Guðmundsson skoraði níu mörk í kvöld.
Ólafur Guðmundsson skoraði níu mörk í kvöld. vísir/epa

Ólafur Guðmundsson og Teitur Örn Einarsson áttu mjög stóran þátt í mikilvægum 33-28 sigri Kristianstad gegn Alingsås í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Ólafur var markahæsti maður vallarins með 9 mörk og Teitur var næstmarkahæstur hjá Kristianstad, ásamt Adam Nyfjäll, með 5 mörk. Teitur er markahæstur Kristianstad í vetur með 131 mark. Aron Dagur Pálssson skoraði 1 mark fyrir gestina í Alingsås.

Alingsås er þó enn fyrir ofan Kristianstad í deildinni en liðin eru með jafnmörg stig, 42, þegar fjórar umferðir eru eftir fram að úrslitakeppninni. Liðin eru fimm stigum á eftir toppliði Malmö sem hefur leikið einum leik meira.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×