Biðla til heilbrigðisstarfsmanna að fara ekki utan í ferðalög Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. mars 2020 14:36 Frá fundinum í dag. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisyfirvöld biðla til heilbrigðisstarfsmanna og annarra sem starfa í framlínu á heilbrigðisstofnunum að fara ekki utan í ferðalög í bili, á meðan tilfellum vegna kórónuveirunnar fer fjölgandi hér á landi. Þetta kom fram í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundi Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknis sem lauk fyrir stundu. Þar bað hún heilbrigðisstarfsfólk og aðra í framlínu heilbrigðisstofnana að „doka við heima“. Í dag var greint frá því að starfsmenn Landspítala sem hafa komið til Íslands síðan á föstudag eftir veru á Ítalíu eigi að fara í fjórtán daga heimasóttkví frá heimkomu. „Það er ljóst að tilfellum fer fjölgandi og líka vegna þess að við erum að missa heilbrigðisstarfsmenn í sóttkví þá munum við biðla til heilbrigðisstarfsmanna og líka annarra sem eru í framlínu að undirbúa þessi viðbrögð að fara ekki í ferðalög heldur doka við hérna heima þar til við sjáum hvernig umfangið á hugsanlegum faraldri verður,“ sagði Alma. Á fundinum kom fram að um 260 einstaklingar væru í sóttkví. Búið er að rannsaka 130 en 19 sýni eru enn í rannsókn og beðið er eftir niðurstöðum þeirra. Þrjú smit hafa greinst hér á landi og eiga þau þrjú sem smitast hafa sameiginlegt að hafa dvalið á Ítalíu. Sagði Alma að nú stæðu yfir umfangsmiklar aðgerðir á Landspítalanum til að finna pláss annars staðar fyrir aldraða einstaklinga sem þar liggja en hafa lokið meðferð. Líkt og greint hefur verið frá eru aldraðir í hópi þeirra sem eru hvað mest viðkvæmir fyrir veirunni. Einhver fjöldi fari á 99 herbergja sjúkrarými sem sé nýopnað. „Þetta hefur keðjuverkum sem léttir á bráðamóttökunni sem auðveldar sýkingavarnir.“ Það sem þú gætir viljað lesa um kórónuveiruna Nýjast: Öll nýjustu tíðindi má finna á undirsíðu Vísis um kórónuveiruna Hvernig smitast kórónuveiran? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. Spurt og svarað um kórónuveiruna: Hvað er hún? Hvar greindist hún? Hvað er vitað? Hvernig á að forðast smit? Réttindi ferðalanga vegna kórónuveirunnar: Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna veirunnar er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða er á bókað í pakkaferð. Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis eru ótryggðir. Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Aukafjármagn til þrifa vegna kórónuveirunnar Borgarráð hyggst leggja til fjármagn til aukinna þrifa í stofnunum borgarinnar vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid19-sjúkdómnum. 2. mars 2020 11:02 Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 18:43 Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöld biðla til heilbrigðisstarfsmanna og annarra sem starfa í framlínu á heilbrigðisstofnunum að fara ekki utan í ferðalög í bili, á meðan tilfellum vegna kórónuveirunnar fer fjölgandi hér á landi. Þetta kom fram í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundi Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknis sem lauk fyrir stundu. Þar bað hún heilbrigðisstarfsfólk og aðra í framlínu heilbrigðisstofnana að „doka við heima“. Í dag var greint frá því að starfsmenn Landspítala sem hafa komið til Íslands síðan á föstudag eftir veru á Ítalíu eigi að fara í fjórtán daga heimasóttkví frá heimkomu. „Það er ljóst að tilfellum fer fjölgandi og líka vegna þess að við erum að missa heilbrigðisstarfsmenn í sóttkví þá munum við biðla til heilbrigðisstarfsmanna og líka annarra sem eru í framlínu að undirbúa þessi viðbrögð að fara ekki í ferðalög heldur doka við hérna heima þar til við sjáum hvernig umfangið á hugsanlegum faraldri verður,“ sagði Alma. Á fundinum kom fram að um 260 einstaklingar væru í sóttkví. Búið er að rannsaka 130 en 19 sýni eru enn í rannsókn og beðið er eftir niðurstöðum þeirra. Þrjú smit hafa greinst hér á landi og eiga þau þrjú sem smitast hafa sameiginlegt að hafa dvalið á Ítalíu. Sagði Alma að nú stæðu yfir umfangsmiklar aðgerðir á Landspítalanum til að finna pláss annars staðar fyrir aldraða einstaklinga sem þar liggja en hafa lokið meðferð. Líkt og greint hefur verið frá eru aldraðir í hópi þeirra sem eru hvað mest viðkvæmir fyrir veirunni. Einhver fjöldi fari á 99 herbergja sjúkrarými sem sé nýopnað. „Þetta hefur keðjuverkum sem léttir á bráðamóttökunni sem auðveldar sýkingavarnir.“ Það sem þú gætir viljað lesa um kórónuveiruna Nýjast: Öll nýjustu tíðindi má finna á undirsíðu Vísis um kórónuveiruna Hvernig smitast kórónuveiran? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. Spurt og svarað um kórónuveiruna: Hvað er hún? Hvar greindist hún? Hvað er vitað? Hvernig á að forðast smit? Réttindi ferðalanga vegna kórónuveirunnar: Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna veirunnar er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða er á bókað í pakkaferð. Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis eru ótryggðir. Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Aukafjármagn til þrifa vegna kórónuveirunnar Borgarráð hyggst leggja til fjármagn til aukinna þrifa í stofnunum borgarinnar vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid19-sjúkdómnum. 2. mars 2020 11:02 Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 18:43 Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira
Aukafjármagn til þrifa vegna kórónuveirunnar Borgarráð hyggst leggja til fjármagn til aukinna þrifa í stofnunum borgarinnar vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid19-sjúkdómnum. 2. mars 2020 11:02
Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 18:43
Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55