Maðurinn sem stýrði Liverpool á móti Aston Villa og Shrewsbury er farinn frá félaginu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2020 14:30 Neil Critchley kom Liverpool áfram í bikarnum en hætti hjá félaginu áður en kom að næsta leik í keppninni. Hér fagnar hann sigri á móti Shrewsbury Town. Getty/James Baylis Tveir menn hafa stýrt Liverpool liðinu á þessu tímabili og annar þeirra hefur nú yfirgefið félagið. Neil Critchley er hættur störfum sem þjálfari 23 ára liðs Liverpool. Liverpool segir frá því á heimasíðu sinni að Neil Critchley hafi ráðið sig sem aðalþjálfara hjá C-deildarliðinu Blackpool. Hann stökk á tækifærið að þjálfa hjá aðalliði eftir að hafa verið með yngri lið í langan tíma. Hinn 41 árs gamli Neil Critchley hefur starfað hjá Liverpool í sex og hálft ár eða síðan að hann tók við undir átján ára liðinu í september 2013. Hann var síðan gerður að þjálfara 23 ára liðs félagsins fyrir 2017-18 tímabilið. Neil Critchley stýrði Liverpool liðinu í deildabikarleik á móti Aston Villa í desember og í bikarleik á móti Shrewsbury Town á Anfield í byrjun febrúar. Í báðum tilfellum var Liverpool liðið skipað ungum leikmönnum í 23 ára liðinu þar sem aðallið Liverpool var ekki á staðnum. Í leiknum í desember þá var Jürgen Klopp með aðalliðið á heimsmeistarakeppni félagsliða í Katar en í febrúar þá var leikurinn settur á dag þar sem Klopp var búinn að ákveða að aðalliðið væri í vetrarfríi. Liverpool tapaði 5-0 á móti Aston Villa en vann 1-0 sigur á Shrewsbury Town. Alex Inglethorpe, yfirmaður akademíunnar hjá Liverpool, sagðist vera vonsvikinn að horfa á eftir Critchley en um leið segir hann að þetta sýnir það að þjálfarar yngri liða félagsins eigi líka möguleika á því að komast inn í aðalliðin eins og leikmennirnir þó svo að það sé hjá öðrum félögum. Jürgen Klopp gave his best wishes to Neil Critchley as he explained why the #LFCU23s manager's departure to take charge of @BlackpoolFC is an example of how the club wants to operate.https://t.co/rB802AQmRh— Liverpool FC (@LFC) March 2, 2020 Steven Gerrard, Michael Beale og Mike Marsh hafa allir fengið tækifæri hjá öðrum félögum eftir að hafa stýrt yngri liðum Liverpool. Pepijn Lijnders, áður aðstoðarmaður hjá aðlliðinu, mun nú taka við þjálfun 23 ára liðsins hjá Liverpool. Thanks for everything, Critch All the best at @BlackpoolFC pic.twitter.com/s2BOotMpQd— Liverpool FC (@LFC) March 2, 2020 Enski boltinn Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Tveir menn hafa stýrt Liverpool liðinu á þessu tímabili og annar þeirra hefur nú yfirgefið félagið. Neil Critchley er hættur störfum sem þjálfari 23 ára liðs Liverpool. Liverpool segir frá því á heimasíðu sinni að Neil Critchley hafi ráðið sig sem aðalþjálfara hjá C-deildarliðinu Blackpool. Hann stökk á tækifærið að þjálfa hjá aðalliði eftir að hafa verið með yngri lið í langan tíma. Hinn 41 árs gamli Neil Critchley hefur starfað hjá Liverpool í sex og hálft ár eða síðan að hann tók við undir átján ára liðinu í september 2013. Hann var síðan gerður að þjálfara 23 ára liðs félagsins fyrir 2017-18 tímabilið. Neil Critchley stýrði Liverpool liðinu í deildabikarleik á móti Aston Villa í desember og í bikarleik á móti Shrewsbury Town á Anfield í byrjun febrúar. Í báðum tilfellum var Liverpool liðið skipað ungum leikmönnum í 23 ára liðinu þar sem aðallið Liverpool var ekki á staðnum. Í leiknum í desember þá var Jürgen Klopp með aðalliðið á heimsmeistarakeppni félagsliða í Katar en í febrúar þá var leikurinn settur á dag þar sem Klopp var búinn að ákveða að aðalliðið væri í vetrarfríi. Liverpool tapaði 5-0 á móti Aston Villa en vann 1-0 sigur á Shrewsbury Town. Alex Inglethorpe, yfirmaður akademíunnar hjá Liverpool, sagðist vera vonsvikinn að horfa á eftir Critchley en um leið segir hann að þetta sýnir það að þjálfarar yngri liða félagsins eigi líka möguleika á því að komast inn í aðalliðin eins og leikmennirnir þó svo að það sé hjá öðrum félögum. Jürgen Klopp gave his best wishes to Neil Critchley as he explained why the #LFCU23s manager's departure to take charge of @BlackpoolFC is an example of how the club wants to operate.https://t.co/rB802AQmRh— Liverpool FC (@LFC) March 2, 2020 Steven Gerrard, Michael Beale og Mike Marsh hafa allir fengið tækifæri hjá öðrum félögum eftir að hafa stýrt yngri liðum Liverpool. Pepijn Lijnders, áður aðstoðarmaður hjá aðlliðinu, mun nú taka við þjálfun 23 ára liðsins hjá Liverpool. Thanks for everything, Critch All the best at @BlackpoolFC pic.twitter.com/s2BOotMpQd— Liverpool FC (@LFC) March 2, 2020
Enski boltinn Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira