Fyrsta CrossFit dóttirin er að fara að eignast dóttur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2020 08:00 Anníe Mist Þórisdóttir að segja frá því að hún eigi von á dóttur. Skjámynd/Youtube Anníe Mist Þórisdóttir opinberaði það í Youtube viðtali við Rory Mckernan að hún viti kyn barnsins síns sem er vona á í ágústmánuði. Hún ræðir þar hvernig hún hugsar sér að æfa með meðgöngunni og hvað taki við eftir hana. Anníe Mist er nýbúin að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit í haust en hún hafði tryggt sér það með því að ná öðru sætinu í opna hluta undankeppninnar eða „The Open“ eins og flestir þekkja hann. Anníe Mist var mætt til Miami á dögunum þar sem Wodapalooza CrossFit mótið fór fram en var auðvitað ekki að keppa enda komin fjóra mánuði á leið. Anníe Mist tók þátt í því að gera umgerðina um mótið enn glæsilegri eins og að taka þátt í pallborðsumræðum og öðru tengdu styrktaraðilum hennar. Anníe Mist veitti líka viðtöl og þar á meðal ræddi hún við Rory Mckernan sem var starfsmaður CrossFit hreyfingarinnar í níu ár áður en hann var hætti hjá fyrirtækinu á síðasta ári. Rory Mckernan var eitt af andlitum CrossFit í næstum því áratug og þekkir Anníe Mist vel enda er hún ein reyndasta CrossFit kona sögunnar. Það var einmitt Anníe Mist sem var „Dóttir“ númer eitt til að keppa á heimsleikunum í CrossFit árið 2009. Anníe Mist var líka fyrsta konan til að verða tvisvar heimsmeistari í CrossFit (2011 og 2012) og þá hefur hún komist fimm sinnum á verðlaunapallinn á heimsleikunum (2 gull, 2 silfur og 1 brons). Anníe Mist fer yfir það í viðtalinu að hún vilji sýna öðrum konum að það sé hægt að eignast barn og halda áfram í CrossFit og sé því tilbúin að greina öllum frá sinni upplifun af meðgöngunni. Hún vill verða sterk fyrirmynd, ekki bara sem CrossFit goðsögn eins og hún er heldur einnig sem móðir sem getur haldið sér í hópi þeirra bestu í CrossFit. Ekki er vitað hvort að þetta hafi verið slys eða planað en Anníe Mist, sem er alltaf mjög hreinskilin í viðtölum, missti það út úr sér í spjallinu við Mckernan að hún ætti von á dóttur í ágúst. View this post on Instagram 2020 will be a VERY exciting year. Lots of things to come. #march17th #fitness #thorisdottir #dottir A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Mar 1, 2020 at 6:39am PST Anníe Mist var þar að tala um æfingaálagið á meðan hún er ófrísk en Anníe ætlar sér að halda áfram að keppa í CrossFit eftir að hún eignast barnið. „Númer er eitt, tvö og þrjú er auðvitað að það sé allt í lagi með barnið mitt eða að það sé í lagi með dóttur mína,“ sagði Anníe Mist og Rory Mckernan greip þar inn í og fékk það staðfest að barnið væri stelpa. „Áttu von á dóttur? spurði Rory Mckernan og Anníe svaraði: „Já. Ég hef ekki sagt það opinberlega áður en ég að fara eignast stelpu og þetta verður nýja CrossFit dóttirin,“ sagði Anníe. Rory Mckernan fagnaði því sérstaklega þegar Anníe Mist staðfesti við hann að það væri von á nýrri „Dóttir“ en það ætti að renna CrossFit blóð um hennar æðar enda báðir foreldrarnir mjög framarlega í íþróttinni. Þetta er líka skemmtilegt þar sem Anníe Mist átti mikinn þátt í að búa til CrossFit æfinguna „Dóttir“ sem var kynnt í tengslum við alþjóðlega Reykjavík CrossFit mótið í fyrra og „Dóttir“ var líka ein af greinunum á stóra CrossFit mótinu í Dúbaí í desember. Það má sjá viðtalið við Anníe Mist í pakka Rory Mckernan frá degi tvö á Wodapalooza CrossFit mótinu sem er aðgengilegur hér fyrir neðan. Myndbandið er stillt inn á það að byrja þegar spjallið við Anníe Mist hefst. CrossFit Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Fleiri fréttir Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir opinberaði það í Youtube viðtali við Rory Mckernan að hún viti kyn barnsins síns sem er vona á í ágústmánuði. Hún ræðir þar hvernig hún hugsar sér að æfa með meðgöngunni og hvað taki við eftir hana. Anníe Mist er nýbúin að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit í haust en hún hafði tryggt sér það með því að ná öðru sætinu í opna hluta undankeppninnar eða „The Open“ eins og flestir þekkja hann. Anníe Mist var mætt til Miami á dögunum þar sem Wodapalooza CrossFit mótið fór fram en var auðvitað ekki að keppa enda komin fjóra mánuði á leið. Anníe Mist tók þátt í því að gera umgerðina um mótið enn glæsilegri eins og að taka þátt í pallborðsumræðum og öðru tengdu styrktaraðilum hennar. Anníe Mist veitti líka viðtöl og þar á meðal ræddi hún við Rory Mckernan sem var starfsmaður CrossFit hreyfingarinnar í níu ár áður en hann var hætti hjá fyrirtækinu á síðasta ári. Rory Mckernan var eitt af andlitum CrossFit í næstum því áratug og þekkir Anníe Mist vel enda er hún ein reyndasta CrossFit kona sögunnar. Það var einmitt Anníe Mist sem var „Dóttir“ númer eitt til að keppa á heimsleikunum í CrossFit árið 2009. Anníe Mist var líka fyrsta konan til að verða tvisvar heimsmeistari í CrossFit (2011 og 2012) og þá hefur hún komist fimm sinnum á verðlaunapallinn á heimsleikunum (2 gull, 2 silfur og 1 brons). Anníe Mist fer yfir það í viðtalinu að hún vilji sýna öðrum konum að það sé hægt að eignast barn og halda áfram í CrossFit og sé því tilbúin að greina öllum frá sinni upplifun af meðgöngunni. Hún vill verða sterk fyrirmynd, ekki bara sem CrossFit goðsögn eins og hún er heldur einnig sem móðir sem getur haldið sér í hópi þeirra bestu í CrossFit. Ekki er vitað hvort að þetta hafi verið slys eða planað en Anníe Mist, sem er alltaf mjög hreinskilin í viðtölum, missti það út úr sér í spjallinu við Mckernan að hún ætti von á dóttur í ágúst. View this post on Instagram 2020 will be a VERY exciting year. Lots of things to come. #march17th #fitness #thorisdottir #dottir A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Mar 1, 2020 at 6:39am PST Anníe Mist var þar að tala um æfingaálagið á meðan hún er ófrísk en Anníe ætlar sér að halda áfram að keppa í CrossFit eftir að hún eignast barnið. „Númer er eitt, tvö og þrjú er auðvitað að það sé allt í lagi með barnið mitt eða að það sé í lagi með dóttur mína,“ sagði Anníe Mist og Rory Mckernan greip þar inn í og fékk það staðfest að barnið væri stelpa. „Áttu von á dóttur? spurði Rory Mckernan og Anníe svaraði: „Já. Ég hef ekki sagt það opinberlega áður en ég að fara eignast stelpu og þetta verður nýja CrossFit dóttirin,“ sagði Anníe. Rory Mckernan fagnaði því sérstaklega þegar Anníe Mist staðfesti við hann að það væri von á nýrri „Dóttir“ en það ætti að renna CrossFit blóð um hennar æðar enda báðir foreldrarnir mjög framarlega í íþróttinni. Þetta er líka skemmtilegt þar sem Anníe Mist átti mikinn þátt í að búa til CrossFit æfinguna „Dóttir“ sem var kynnt í tengslum við alþjóðlega Reykjavík CrossFit mótið í fyrra og „Dóttir“ var líka ein af greinunum á stóra CrossFit mótinu í Dúbaí í desember. Það má sjá viðtalið við Anníe Mist í pakka Rory Mckernan frá degi tvö á Wodapalooza CrossFit mótinu sem er aðgengilegur hér fyrir neðan. Myndbandið er stillt inn á það að byrja þegar spjallið við Anníe Mist hefst.
CrossFit Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Fleiri fréttir Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sjá meira