Lögreglan á Suðurnesjum greinir frá því á Facebook að í vikunni hafi embættinu borist tilkynning um bein sem fundist höfðu í Skógfellahrauni.
Lögreglan óskaði eftir aðstoð björgunarsveitarinnar við að komast að beinunum og notast þurfti við fjórhjól til þess að komast yfir hraunið á svæðinu.
Beinin voru fjarlægð af vettvangi og þeim komið til réttarmeinafræðings sem í kjölfarið gat staðfest að ekki væri um bein úr manneskju að ræða. Þó fylgir ekki sögunni í færslu lögreglunnar úr hvers kyns skepnu beinin voru.