„Dæmigert fyrir sumarið hjá okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 20. ágúst 2020 20:45 Ásmundur Arnarsson með aðstoðarmönnum sínum. mynd/fjölnir „Með svona frammistöðu koma fleiri stig,“ segir Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, en liðið gerði 1-1 jafntefli við Víking R. í Grafarvogi í kvöld eftir að hafa verið yfir drjúgan hluta leiksins. Liðin áttust við í Pepsi Max-deild karla í fótbolta en Fjölnismenn eru enn á botni deildarinnar, nú með fjögur stig, og þeir þurfa enn að bíða eftir fyrsta sigrinum. Jöfnunarmark Víkinga kom á 86. mínútu. „Við erum eins og oft svekktir með lokaniðurstöðuna en þetta var frábær frammistaða heilt yfir. Þetta var gott svar við síðasta leik, þar sem við vorum mjög óánægðir með okkur. Við leiddum leikinn lengst af, og nánast alveg til loka, en það er kannski dæmigert fyrir sumarið hjá okkur að markið sem þeir skora er í ódýrari kantinum. Boltinn var á leið út af, það hættu allir, en það kom snúningur á hann og auðvelt mark í framhaldi af því,“ segir Ásmundur. „Með svona frammistöðu koma fleiri stig. Þetta er eitthvað sem við getum byggt ofan á. Þetta er fyrsta stigið okkar á heimavelli í sumar og það langlengsta sem við höfum verið yfir í leik,“ segir Ásmundur. Eitt atvik sem veldur því að við fáum ekki þrjú stig Lið sem hefur ekki fagnað sigri í deildarleik síðan á síðasta ári hlýtur að vera farið að finna aðeins fyrir því. Vantaði sjálfstraust til að klára dæmið þegar Víkingar fóru að pressa á lokakaflanum? „Já, kannski. Alla vega fóru menn svolítið að verja stöðuna og féllu fullaftarlega. Það þarf að halda sjó þegar það er búið að ganga illa í langan tíma, langt liðið frá sigri, og þegar menn sjá að það sé að fara að gerast þá verða þeir kannski aðeins of hikandi. Það er bara eitt atvik sem verður til þess að við fáum eitt stig en ekki þrjú.“ Sigurpáll Melberg Pálsson fór meiddur af velli eftir fyrri hálfleik og Ásmundur sagði frá því fyrir leik að Torfi Tímoteus Gunnarsson hefði verið meira og minna meiddur í allt sumar, og að ekki væri von á honum fyrr en eftir landsleikjahléið í september. Fjölnir missti báða aðalmiðverði sína frá síðasta tímabili. „Örvar [Eggertsson, sem kom frá Víkingi] mátti ekki spila í kvöld svo hann kemur alla vega inn í næsta leik. Við eigum menn til að spila,“ segir Ásmundur um ástandið. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fjölnir Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Fjölnir - Víkingur 1-1 | Óttar bjargaði stigi fyrir Víking Óttar Magnús bjargaði stigi fyrir Víking er liðið gerði 1-1 jafntefli við Fjölni í kvöld. 20. ágúst 2020 20:04 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
„Með svona frammistöðu koma fleiri stig,“ segir Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, en liðið gerði 1-1 jafntefli við Víking R. í Grafarvogi í kvöld eftir að hafa verið yfir drjúgan hluta leiksins. Liðin áttust við í Pepsi Max-deild karla í fótbolta en Fjölnismenn eru enn á botni deildarinnar, nú með fjögur stig, og þeir þurfa enn að bíða eftir fyrsta sigrinum. Jöfnunarmark Víkinga kom á 86. mínútu. „Við erum eins og oft svekktir með lokaniðurstöðuna en þetta var frábær frammistaða heilt yfir. Þetta var gott svar við síðasta leik, þar sem við vorum mjög óánægðir með okkur. Við leiddum leikinn lengst af, og nánast alveg til loka, en það er kannski dæmigert fyrir sumarið hjá okkur að markið sem þeir skora er í ódýrari kantinum. Boltinn var á leið út af, það hættu allir, en það kom snúningur á hann og auðvelt mark í framhaldi af því,“ segir Ásmundur. „Með svona frammistöðu koma fleiri stig. Þetta er eitthvað sem við getum byggt ofan á. Þetta er fyrsta stigið okkar á heimavelli í sumar og það langlengsta sem við höfum verið yfir í leik,“ segir Ásmundur. Eitt atvik sem veldur því að við fáum ekki þrjú stig Lið sem hefur ekki fagnað sigri í deildarleik síðan á síðasta ári hlýtur að vera farið að finna aðeins fyrir því. Vantaði sjálfstraust til að klára dæmið þegar Víkingar fóru að pressa á lokakaflanum? „Já, kannski. Alla vega fóru menn svolítið að verja stöðuna og féllu fullaftarlega. Það þarf að halda sjó þegar það er búið að ganga illa í langan tíma, langt liðið frá sigri, og þegar menn sjá að það sé að fara að gerast þá verða þeir kannski aðeins of hikandi. Það er bara eitt atvik sem verður til þess að við fáum eitt stig en ekki þrjú.“ Sigurpáll Melberg Pálsson fór meiddur af velli eftir fyrri hálfleik og Ásmundur sagði frá því fyrir leik að Torfi Tímoteus Gunnarsson hefði verið meira og minna meiddur í allt sumar, og að ekki væri von á honum fyrr en eftir landsleikjahléið í september. Fjölnir missti báða aðalmiðverði sína frá síðasta tímabili. „Örvar [Eggertsson, sem kom frá Víkingi] mátti ekki spila í kvöld svo hann kemur alla vega inn í næsta leik. Við eigum menn til að spila,“ segir Ásmundur um ástandið.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fjölnir Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Fjölnir - Víkingur 1-1 | Óttar bjargaði stigi fyrir Víking Óttar Magnús bjargaði stigi fyrir Víking er liðið gerði 1-1 jafntefli við Fjölni í kvöld. 20. ágúst 2020 20:04 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
Leik lokið: Fjölnir - Víkingur 1-1 | Óttar bjargaði stigi fyrir Víking Óttar Magnús bjargaði stigi fyrir Víking er liðið gerði 1-1 jafntefli við Fjölni í kvöld. 20. ágúst 2020 20:04