Hvaða íþróttaviðburðir eru enn í gangi? Ísak Hallmundarson skrifar 14. mars 2020 12:45 Gibraltar Open í Snóker er einn af fáum íþróttaviðburðum sem er í gangi um helgina vísir/getty Það er ekki mikið af efni í boði næstu vikurnar fyrir áhugafólk um íþróttir. Enska boltanum hefur verið frestað ásamt Meistaradeildinni og öllum sterkustu knattspyrnudeildum Evrópu. Í körfuboltanum er búið að fresta NBA-deildinni, Evrópudeildinni og öllum stærstu atvinnumannadeildum Evrópu. Þá er búið að fresta þýsku deildinni í handbolta og öllum sterkustu handboltadeildum Evrópu, auk þess sem búið er að fresta stórmótum í golfi, NHL-deildinni í íshokkí og ýmsum fleiri íþróttamótum. Einnig er búið að fresta öllum mótum á vegum KSÍ, HSÍ og KKÍ á Íslandi, þar á meðal Olís-deildinni í handbolta og Dominos-deildinni í körfubolta. Hvað er þá eftir? Í fótbolta er enn spilað í öllum deildum í Tyrklandi, Rússlandi, Serbíu, Ungverjalandi og Úkraínu. Auk þess er spilað í öllum deildum í Suður-Ameríku í dag fyrir utan Ekvador og Paragvæ. Þá er auðvitað spilað í körfubolta í þessum sömu löndum, auk þess sem verið er að spila körfubolta í Japan og þá er einn leikur á dagskrá í bresku deildinni í körfubolta í kvöld. Gibraltar Open mótið í Snóker er í fullum gangi en þó var tilkynnt að það yrði leikið án áhorfenda frá og með deginum í dag. Eitt stærsta Badminton-mót heims, Enska Meistaramótið, fer einnig fram í dag og fara fram undanúrslit í bæði karla- og kvennaflokki. Þá er búið að gefa það út að Rúgbý-deildin í Bretlandi fari fram um helgina. Ekki er búið að koma á samkomubanni í Englandi og var ákvörðun Enska knattspyrnusambandsins um að fresta mótum á vegum þess til 4. apríl tekin af sambandinu sjálfu án aðkomu stjórnvalda. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íþróttir Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Fleiri fréttir Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Liverpool - Burnley | Jafnteflunum lokið? Chelsea - Brentford | Fyrsti deildarleikur nýja stjórans Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Segir að Joshua vilji halda áfram að berjast eftir bílslysið Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Sjá meira
Það er ekki mikið af efni í boði næstu vikurnar fyrir áhugafólk um íþróttir. Enska boltanum hefur verið frestað ásamt Meistaradeildinni og öllum sterkustu knattspyrnudeildum Evrópu. Í körfuboltanum er búið að fresta NBA-deildinni, Evrópudeildinni og öllum stærstu atvinnumannadeildum Evrópu. Þá er búið að fresta þýsku deildinni í handbolta og öllum sterkustu handboltadeildum Evrópu, auk þess sem búið er að fresta stórmótum í golfi, NHL-deildinni í íshokkí og ýmsum fleiri íþróttamótum. Einnig er búið að fresta öllum mótum á vegum KSÍ, HSÍ og KKÍ á Íslandi, þar á meðal Olís-deildinni í handbolta og Dominos-deildinni í körfubolta. Hvað er þá eftir? Í fótbolta er enn spilað í öllum deildum í Tyrklandi, Rússlandi, Serbíu, Ungverjalandi og Úkraínu. Auk þess er spilað í öllum deildum í Suður-Ameríku í dag fyrir utan Ekvador og Paragvæ. Þá er auðvitað spilað í körfubolta í þessum sömu löndum, auk þess sem verið er að spila körfubolta í Japan og þá er einn leikur á dagskrá í bresku deildinni í körfubolta í kvöld. Gibraltar Open mótið í Snóker er í fullum gangi en þó var tilkynnt að það yrði leikið án áhorfenda frá og með deginum í dag. Eitt stærsta Badminton-mót heims, Enska Meistaramótið, fer einnig fram í dag og fara fram undanúrslit í bæði karla- og kvennaflokki. Þá er búið að gefa það út að Rúgbý-deildin í Bretlandi fari fram um helgina. Ekki er búið að koma á samkomubanni í Englandi og var ákvörðun Enska knattspyrnusambandsins um að fresta mótum á vegum þess til 4. apríl tekin af sambandinu sjálfu án aðkomu stjórnvalda.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íþróttir Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Fleiri fréttir Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Liverpool - Burnley | Jafnteflunum lokið? Chelsea - Brentford | Fyrsti deildarleikur nýja stjórans Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Segir að Joshua vilji halda áfram að berjast eftir bílslysið Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Sjá meira