Framleiðslu á BMW i8 hætt í apríl Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 13. mars 2020 07:15 BMW i8. Vísir/BMW BMW tilkynnti í september í fyrra að það stæði til að hætta framleiðslu á tengiltvinn sportbílnum i8. Nú hefur verið staðfest að framleiðslan hættir í apríl. BMW i8 var kynntur til sögunnar fyrir sex árum síðan. Í desember á síðasta ári náðist áfangi í framleiðslunni þegar 20.000. bíllinn var framleiddur. Bílarnir hafa verið framleiddir í Leipzig í Þýskalandi.Upprunalega var i8 með dísil vél, það er hugmyndabíllinn frá árinu 2009, það var þriggja strokka dísil vél með túrbínu og rafmótor á hvorum öxli. Sú vél skilaði 351 hestafli. Framleiðsluútgáfan sem kom út árið 2014 var hins vegar með bensínvél. Þá bjó bíllinn yfir 357 hestöflum. Uppfærð útgáfa kom út árið 2018 og skilaði hún 396 hestöflum. Rafhlaðan varð öflugri og fór úr 7,1 kWh. í 11,6 kWh. Bílar Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur
BMW tilkynnti í september í fyrra að það stæði til að hætta framleiðslu á tengiltvinn sportbílnum i8. Nú hefur verið staðfest að framleiðslan hættir í apríl. BMW i8 var kynntur til sögunnar fyrir sex árum síðan. Í desember á síðasta ári náðist áfangi í framleiðslunni þegar 20.000. bíllinn var framleiddur. Bílarnir hafa verið framleiddir í Leipzig í Þýskalandi.Upprunalega var i8 með dísil vél, það er hugmyndabíllinn frá árinu 2009, það var þriggja strokka dísil vél með túrbínu og rafmótor á hvorum öxli. Sú vél skilaði 351 hestafli. Framleiðsluútgáfan sem kom út árið 2014 var hins vegar með bensínvél. Þá bjó bíllinn yfir 357 hestöflum. Uppfærð útgáfa kom út árið 2018 og skilaði hún 396 hestöflum. Rafhlaðan varð öflugri og fór úr 7,1 kWh. í 11,6 kWh.
Bílar Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur