City á að spila gegn Burnley á Etihad-leikvanginum á laugardag en leik þeirra gegn Arsenal var frestað á miðvikudagskvöldið vegna veirunnar. Einnig hefur leik þeirra gegn Real Madrid í Meistaradeildinni sem átti að fara fram í næstu viku verið frestað.
#MCFC defender Benjamin Mendy is in self-isolation as a precaution after a family member was tested for coronavirus.
— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 12, 2020
Mendy hefur gengist undir skoðun vegna veirunnar segir í tilkynningu frá City og þar segir einnig að hann muni ekki koma nálægt æfingasvæði félagsins þangað til að það sé staðfest að hann sé ekki með veiruna.