Sérfræðingar frá Perú og Kólumbíu væntanlegir í Jarðhitaskólann Heimsljós kynnir 11. mars 2020 10:00 Málfríður (t.h.) með fyrrverandi nema skólans sem starfar í Momotombo í Níkaragva. „Perú hefur töluverðan fjölda af jarðhitasvæðum og góða möguleika á nýtingu jarðhita til húshitunar og orkuframleiðslu. Þörfin er einnig mikil og þá sérstaklega í háfjallaþorpum í Andesfjöllunum þar sem um 200 manns deyja árlega úr kulda,“ segir Málfríður Ómarsdóttir umhverfisfræðingur Jarðhitaskóla GRÓ, þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu. Hún segir líklegt að sérfræðingar frá Perú eigi eftir að koma til Íslands í þjálfun hjá Jarðhitaskólanum á næsta ári eða í náinni framtíð. Sérfræðingar frá Perú hafa ekki verið í nemendahópi skólans sem hefur verið starfræktur í fjörutíu ár.Málfríður er nýkomin heim úr vettvangsferð til núverandi samstarfsstofnana í Mið- og Suður-Afríku og hún kannaði einnig möguleika á því að taka upp samstarf við nýjar stofnanir í nýjum löndum. „Tilgangurinn var að taka viðtöl við kandídata fyrir sex mánaða þjálfunina á Íslandi, athuga samtarfsmöguleika og skoða bakland jarðhitaþróunar í nýjum samstarfslöndum,“ segir hún. Um Perú segir Málfríður að helsti tálminn fyrir nýtingu jarðhita þar í landi sé skortur á fjármagni, þekking og þjálfun heimafólks. Í höfuðborginni Lima ræddi Málfríður við forsvarsmenn helstu jarðhitafyrirtækja landsins og kynnti fyrir þeim starfsemi og tilgang Jarðhitaskólans. „Þau tóku mjög vel í þessa aðstoð Íslands að þjálfa sérfræðinga frá Perú og gera fólkinu í landinu kleift að nýta þessa innlendu og umhverfisvænu orkuauðlind sem liggur undir jarðskorpunni,“ segir Málfríður. Kólumbía hefur heldur ekki áður sent sérfræðinga í Jarðhitaskólann. Málfríður heimsótti nokkrar stofnanir sem sinna jarðhitakönnunum, umhverfismati og jarðhitavinnslu í Bogotá, Manizales og Medellín og hitti forsvarsmenn þeirra og starfsmenn. Viðtöl voru tekin við nokkra starfsmenn og fyrsti neminn kemur til Íslands í vor. Að sögn Málfríðar hefur Kólumbía sett sér það markmið að árið 2022 verði 10 prósent af orku landsins frá endurnýjanlegum orkuauðlindum og orkufyrirtækið EPM hafði áætlanir um að bora fimm holur á Nevado del Ruiz jarðhitasvæðinu. Málfríður segir að þær áætlanir hafi hins vegar verið settar á hilluna í bili þar sem bilun í stórri vatnsorkuvirkjun olli miklum skemmdum og vatnsflóði og því sé nú áhersla á að laga þær skemmdir áður en haldið verður áfram með aðrar áætlanir í orkumálum. Ítarlegri frásögn af ferð Málfríðar er að finna í Heimsljósi á vef Stjórnarráðsins. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent
„Perú hefur töluverðan fjölda af jarðhitasvæðum og góða möguleika á nýtingu jarðhita til húshitunar og orkuframleiðslu. Þörfin er einnig mikil og þá sérstaklega í háfjallaþorpum í Andesfjöllunum þar sem um 200 manns deyja árlega úr kulda,“ segir Málfríður Ómarsdóttir umhverfisfræðingur Jarðhitaskóla GRÓ, þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu. Hún segir líklegt að sérfræðingar frá Perú eigi eftir að koma til Íslands í þjálfun hjá Jarðhitaskólanum á næsta ári eða í náinni framtíð. Sérfræðingar frá Perú hafa ekki verið í nemendahópi skólans sem hefur verið starfræktur í fjörutíu ár.Málfríður er nýkomin heim úr vettvangsferð til núverandi samstarfsstofnana í Mið- og Suður-Afríku og hún kannaði einnig möguleika á því að taka upp samstarf við nýjar stofnanir í nýjum löndum. „Tilgangurinn var að taka viðtöl við kandídata fyrir sex mánaða þjálfunina á Íslandi, athuga samtarfsmöguleika og skoða bakland jarðhitaþróunar í nýjum samstarfslöndum,“ segir hún. Um Perú segir Málfríður að helsti tálminn fyrir nýtingu jarðhita þar í landi sé skortur á fjármagni, þekking og þjálfun heimafólks. Í höfuðborginni Lima ræddi Málfríður við forsvarsmenn helstu jarðhitafyrirtækja landsins og kynnti fyrir þeim starfsemi og tilgang Jarðhitaskólans. „Þau tóku mjög vel í þessa aðstoð Íslands að þjálfa sérfræðinga frá Perú og gera fólkinu í landinu kleift að nýta þessa innlendu og umhverfisvænu orkuauðlind sem liggur undir jarðskorpunni,“ segir Málfríður. Kólumbía hefur heldur ekki áður sent sérfræðinga í Jarðhitaskólann. Málfríður heimsótti nokkrar stofnanir sem sinna jarðhitakönnunum, umhverfismati og jarðhitavinnslu í Bogotá, Manizales og Medellín og hitti forsvarsmenn þeirra og starfsmenn. Viðtöl voru tekin við nokkra starfsmenn og fyrsti neminn kemur til Íslands í vor. Að sögn Málfríðar hefur Kólumbía sett sér það markmið að árið 2022 verði 10 prósent af orku landsins frá endurnýjanlegum orkuauðlindum og orkufyrirtækið EPM hafði áætlanir um að bora fimm holur á Nevado del Ruiz jarðhitasvæðinu. Málfríður segir að þær áætlanir hafi hins vegar verið settar á hilluna í bili þar sem bilun í stórri vatnsorkuvirkjun olli miklum skemmdum og vatnsflóði og því sé nú áhersla á að laga þær skemmdir áður en haldið verður áfram með aðrar áætlanir í orkumálum. Ítarlegri frásögn af ferð Málfríðar er að finna í Heimsljósi á vef Stjórnarráðsins. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent