Norðmenn að eignast um 1600 íbúðir á Íslandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. mars 2020 10:17 Heimavellir hafa haft fjölda íbúða í rekstri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/vilhelm Fredensborg ICE ehf, dótturfélag hins norska Fredensborg AS, hefur keypt næstum tvo þriðju hluta í Heimavöllum, sem sérhæfir sig í útleigu íbúða. Eftir kaupin fer Fredensborg ICE með samtals 73,94 prósent hlutafjár í Heimavöllum og hefur í hyggju að gera yfirtökutilboð til annarra hluthafa. Heimavellir áttu rúmlega 1600 íbúðir undir lok síðasta árs, en félagið hefur í hyggju að losa sig við rúmlega 400 íbúðir á árabilinu 2019 til 2021. Heimavellir hafa rekið íbúðir á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi, Borgarnesi, Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Reyðarfirði, Selfossi, í Hveragerði, Þorlákshöfn, Grindavík og Reykjanesbæ. Fyrir viðskiptin var Fredensborg ICE stærsti hluthafinn í Heimavöllum og fór með rúmlega 10 prósent hlut. Síðastliðinn sólarhring hefur norska félagið bætt við sig 63 prósentum til viðbótar og greiddi næstum 11 milljarða króna fyrir. Meðal seljenda voru Sjóvá, Stálskip, Snæból og Gana. Fredensborg ICE keypti hlutina, ríflega 7 milljarða talsins, á genginu 1,5. Ætlunin er að greiða sama verð fyrir aðra hluti í félaginu og leggja fram yfirtökutilboðið innan fjögurra vikna. Að því loknu hyggst Fredensborg ICE afskrá Heimavelli af aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland. Í tilkynningu Heimavalla til Kauphallarinnar um vendingarnar er Fredensborg ICE kynnt nánar til leiks:Fredensborg ICE ehf. er dótturfélag Fredensborg AS sem er skráð í Noregi, endanlegur eigandi Fredensborg AS er Ivar Erik Tollefsen. Fredensborg AS á meirihluta í íbúðaleigufyrirtækinu Heimstaden sem á tugþúsundir leiguíbúðir á Norðurlöndunum og á meginlandi Evrópu. Húsnæðismál Markaðir Noregur Tengdar fréttir Heimavellir seldu íbúðirnar á Skaga á 346 milljónum undir markaðsverði Verkalýðsleiðtoginn Vilhjálmur Birgisson hellir sér yfir Heimavelli og Íbúðalánasjóð. 30. janúar 2020 12:29 Eignasala Heimavalla gæti tekið fjögur ár Búist er við því að Heimavöllum verði slitið ef tillaga um afskráningu félagsins úr kauphöll verður samþykkt. Tafsamt gæti orðið að selja fasteignir félagsins, sér í lagi á Suðurnesjum. Greinandi Capacent segir andstöðu verkalýðsfélaga gagnvart leigufélögum óskiljanlega. 6. febrúar 2019 07:00 Kauphöllin hafnar beiðni Heimavalla um skráningu af markaði Kauphöllin hefur hafnað beiðni Heimavalla hf. um töku hlutabréfa úr viðskiptum á aðalmarkaði Kauphallarinnar. Telur Kauphöllin að slíkt geti haft neikvæð áhrif á trúverðugleika markaðarins og afskráning sé til þess fallin að valda fjárfestum verulegu tjóni. 17. apríl 2019 16:07 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Fredensborg ICE ehf, dótturfélag hins norska Fredensborg AS, hefur keypt næstum tvo þriðju hluta í Heimavöllum, sem sérhæfir sig í útleigu íbúða. Eftir kaupin fer Fredensborg ICE með samtals 73,94 prósent hlutafjár í Heimavöllum og hefur í hyggju að gera yfirtökutilboð til annarra hluthafa. Heimavellir áttu rúmlega 1600 íbúðir undir lok síðasta árs, en félagið hefur í hyggju að losa sig við rúmlega 400 íbúðir á árabilinu 2019 til 2021. Heimavellir hafa rekið íbúðir á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi, Borgarnesi, Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Reyðarfirði, Selfossi, í Hveragerði, Þorlákshöfn, Grindavík og Reykjanesbæ. Fyrir viðskiptin var Fredensborg ICE stærsti hluthafinn í Heimavöllum og fór með rúmlega 10 prósent hlut. Síðastliðinn sólarhring hefur norska félagið bætt við sig 63 prósentum til viðbótar og greiddi næstum 11 milljarða króna fyrir. Meðal seljenda voru Sjóvá, Stálskip, Snæból og Gana. Fredensborg ICE keypti hlutina, ríflega 7 milljarða talsins, á genginu 1,5. Ætlunin er að greiða sama verð fyrir aðra hluti í félaginu og leggja fram yfirtökutilboðið innan fjögurra vikna. Að því loknu hyggst Fredensborg ICE afskrá Heimavelli af aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland. Í tilkynningu Heimavalla til Kauphallarinnar um vendingarnar er Fredensborg ICE kynnt nánar til leiks:Fredensborg ICE ehf. er dótturfélag Fredensborg AS sem er skráð í Noregi, endanlegur eigandi Fredensborg AS er Ivar Erik Tollefsen. Fredensborg AS á meirihluta í íbúðaleigufyrirtækinu Heimstaden sem á tugþúsundir leiguíbúðir á Norðurlöndunum og á meginlandi Evrópu.
Húsnæðismál Markaðir Noregur Tengdar fréttir Heimavellir seldu íbúðirnar á Skaga á 346 milljónum undir markaðsverði Verkalýðsleiðtoginn Vilhjálmur Birgisson hellir sér yfir Heimavelli og Íbúðalánasjóð. 30. janúar 2020 12:29 Eignasala Heimavalla gæti tekið fjögur ár Búist er við því að Heimavöllum verði slitið ef tillaga um afskráningu félagsins úr kauphöll verður samþykkt. Tafsamt gæti orðið að selja fasteignir félagsins, sér í lagi á Suðurnesjum. Greinandi Capacent segir andstöðu verkalýðsfélaga gagnvart leigufélögum óskiljanlega. 6. febrúar 2019 07:00 Kauphöllin hafnar beiðni Heimavalla um skráningu af markaði Kauphöllin hefur hafnað beiðni Heimavalla hf. um töku hlutabréfa úr viðskiptum á aðalmarkaði Kauphallarinnar. Telur Kauphöllin að slíkt geti haft neikvæð áhrif á trúverðugleika markaðarins og afskráning sé til þess fallin að valda fjárfestum verulegu tjóni. 17. apríl 2019 16:07 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Heimavellir seldu íbúðirnar á Skaga á 346 milljónum undir markaðsverði Verkalýðsleiðtoginn Vilhjálmur Birgisson hellir sér yfir Heimavelli og Íbúðalánasjóð. 30. janúar 2020 12:29
Eignasala Heimavalla gæti tekið fjögur ár Búist er við því að Heimavöllum verði slitið ef tillaga um afskráningu félagsins úr kauphöll verður samþykkt. Tafsamt gæti orðið að selja fasteignir félagsins, sér í lagi á Suðurnesjum. Greinandi Capacent segir andstöðu verkalýðsfélaga gagnvart leigufélögum óskiljanlega. 6. febrúar 2019 07:00
Kauphöllin hafnar beiðni Heimavalla um skráningu af markaði Kauphöllin hefur hafnað beiðni Heimavalla hf. um töku hlutabréfa úr viðskiptum á aðalmarkaði Kauphallarinnar. Telur Kauphöllin að slíkt geti haft neikvæð áhrif á trúverðugleika markaðarins og afskráning sé til þess fallin að valda fjárfestum verulegu tjóni. 17. apríl 2019 16:07