Gæsaveiðin hófst í gær Karl Lúðvíksson skrifar 21. ágúst 2020 10:04 Gæsaveiðin hófst þann 20 ágúst Gæsaveiðitímabilið hófst í gær og fyrstu skytturnar sem við höfum heyrt frá segjast sjaldan hafa séð jafn mikið af gæs á veiðislóð. Eins og gefur að skilja eru hörðustu gæsaveiðimennirnir meira en tregir til að gefa upp staðsetningar á sínum bestu blettum og þegar reynt að spyrja svona gróflega hvar skotið hafi verið er svarið yfirleitt "svona rétt fyrir miðju landi". Það er vel skiljanlegt að menn vilji halda sínum svæðum leyndum enda ekkert skrítið miðað við þær tölur sem við erum að heyra af. Við fengum þá ósk viðmælanda að greina ekki frá nafni og við virðum það en hann sagði í samtali við Veiðivísi í morgun að hann og þrír félagar hafi við inná hálendi að sitja fyrir heiðagæs og þeir hafi sjaldan skotið jafn mikið og nú. Samtals náðu þeir 96 heiðagæsum en ákváðu þegar þarna var komið að segja bara stopp. Það hafi verið fugl að koma inn á náttstaðinn í meira magni en þeir hafi séð áður en þarna hafa þeir skotið í tíu ár. Að sama skapi segja þeir fuglinn líklega betur haldinn enn í fyrra í það minnsta virðist ungfuglinn vera í betri holdum. Við höfum rétt aðeins heyrt í nokkrum öðrum og það tala flestir um að dagurinn hafi gengið vel þó við höfum ekki heyrt viðlíka tölur og þessar en þetta lofar góðu. Skotveiði Mest lesið Lax eða sjóbirtingur? Veiði 11 punda, spikfeitur og silfurgljáandi urriði úr Mjósundi í Laxá í Mývatnssveit Veiði Hítará óveiðandi dögum saman; 400 laxar á þurru Veiði Stórbleikja úr Eyjafjarðará Veiði Ytri-Rangá efst: Ævintýraleg veiði í Selá í Vopnafirði Veiði Kvíslaveitur að gefa góða veiði þessa dagana Veiði Silungasvæðið í Miðfjarðará komið á Veiða.is Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Afar dræm veiði í ánum á vesturlandi Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði
Gæsaveiðitímabilið hófst í gær og fyrstu skytturnar sem við höfum heyrt frá segjast sjaldan hafa séð jafn mikið af gæs á veiðislóð. Eins og gefur að skilja eru hörðustu gæsaveiðimennirnir meira en tregir til að gefa upp staðsetningar á sínum bestu blettum og þegar reynt að spyrja svona gróflega hvar skotið hafi verið er svarið yfirleitt "svona rétt fyrir miðju landi". Það er vel skiljanlegt að menn vilji halda sínum svæðum leyndum enda ekkert skrítið miðað við þær tölur sem við erum að heyra af. Við fengum þá ósk viðmælanda að greina ekki frá nafni og við virðum það en hann sagði í samtali við Veiðivísi í morgun að hann og þrír félagar hafi við inná hálendi að sitja fyrir heiðagæs og þeir hafi sjaldan skotið jafn mikið og nú. Samtals náðu þeir 96 heiðagæsum en ákváðu þegar þarna var komið að segja bara stopp. Það hafi verið fugl að koma inn á náttstaðinn í meira magni en þeir hafi séð áður en þarna hafa þeir skotið í tíu ár. Að sama skapi segja þeir fuglinn líklega betur haldinn enn í fyrra í það minnsta virðist ungfuglinn vera í betri holdum. Við höfum rétt aðeins heyrt í nokkrum öðrum og það tala flestir um að dagurinn hafi gengið vel þó við höfum ekki heyrt viðlíka tölur og þessar en þetta lofar góðu.
Skotveiði Mest lesið Lax eða sjóbirtingur? Veiði 11 punda, spikfeitur og silfurgljáandi urriði úr Mjósundi í Laxá í Mývatnssveit Veiði Hítará óveiðandi dögum saman; 400 laxar á þurru Veiði Stórbleikja úr Eyjafjarðará Veiði Ytri-Rangá efst: Ævintýraleg veiði í Selá í Vopnafirði Veiði Kvíslaveitur að gefa góða veiði þessa dagana Veiði Silungasvæðið í Miðfjarðará komið á Veiða.is Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Afar dræm veiði í ánum á vesturlandi Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði