Þrenna hjá Honda á Red Dot Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 31. mars 2020 07:00 Honda e og Honda CBR1000RR-R unnu til Red Dot verðlauna. Vísir/Askja Japanski bílaframleiðandinn Honda vann nýverið til þrennra Red Dot hönnunarverðlauna. Þar á meðal vann nýi rafbíllinn Honda e Best of the Best flokkinn sem þykir sérlega eftirsóknarvert. Honda e vann einnig flokkinn „Smart product“ fyrir framúrskarandi hönnun. „Valið kemur ekki á óvart enda hefur Honda e fengið mikla athygli fyrir hönnun sína síðan hann var fyrst kynntur til leiks,“ segir í fréttatilkynningu frá Öskju, umboðsaðila Honda á Íslandi. Heildarútlit þessa netta borgarbíls þykir sérlega fallega hannað. Þá eru ýmiss konar tæknilegir eiginleikar sem spila vel saman með flottri hönnun á Honda e. Má þar nefna háskerpumyndavélar sem leysa hliðarspegla af hólmi. Hurðarhúnarnir falla sléttir að hurðunum og skjótast fram þegar þarf að opna þær. Framljós, myndavélar og radar eru samþætt í einni heildstæðri hönnun. Þess má geta að fyrstu Honda e bílarnir verða afhentir væntanlegum kaupendum í júlí.Þetta er fyrsti rafbíll Honda og er tæknilega mjög fullkominn. Drægi Honda E er 220 km samkvæmt WLTP staðlinum enda bíllinn hugsaður sem borgarbíll. Í ódýrari útfærslu verður hann búinn þremur skjám í mælaborði, 8,8 tommu skjá fyrir framan ökumann en tvo 12,3 tommu vinstra megin í mælaborðinu. Auk þess eru svo tveir minni sem sýna aftur með hliðum bílsins enda engir hliðarspeglar á Honda e eins og áður segir. Í dýrari útfærslunni kemur hann svo með 360° myndavél, stafrænum baksýnisspegli, sjálfvirkri stæðalögn, 376 watta hljóðkerfi með bassakeilu og 154 hestöfl í stað 136. Þriðju verðlaun Honda á Red Dot féllu í hlut CBR1000RR-R Fireblade SP mótorhjólsins fyrir framúrskarandi hönnun. Honda stendur sem fyrr í fremstu röð í framleiðslu og hönnun mótorhjóla. Red Dot verðlaunin eru ein þau virtustu í hönnunarheiminum. Dómnefndina skipa 40 alþjóðlegir sérfræðingar í hönnun. Bílar Tengdar fréttir Honda e forsýning Rafbíllinn Honda e verður forsýndur í Honda sal Bílaumboðsins Öskju að Fosshálsi 1 laugardaginn 4. janúar. Þessi nýi rafbíll verður aðeins til sýnis í stuttan tíma þar sem um forsýningu er að ræða. Forsala á Honda e hefst á sama tíma þann 4. janúar. Þá verður hægt að forpanta bílinn. 31. desember 2019 07:00 Árið 2020 hjá Öskju Að sögn Jóns Trausta Ólafssonar, framkvæmdastjóra Öskju ríir bjartsýni hjá fyrirtækinu sem nýlega bætti við sig umboði fyrir Honda. Að hans mati eru öryggi, sparneytni og meiri samskipti bíla við eigendur þau svið sem munu þróast hvað mest á næstu árum. 20. janúar 2020 07:00 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent
Japanski bílaframleiðandinn Honda vann nýverið til þrennra Red Dot hönnunarverðlauna. Þar á meðal vann nýi rafbíllinn Honda e Best of the Best flokkinn sem þykir sérlega eftirsóknarvert. Honda e vann einnig flokkinn „Smart product“ fyrir framúrskarandi hönnun. „Valið kemur ekki á óvart enda hefur Honda e fengið mikla athygli fyrir hönnun sína síðan hann var fyrst kynntur til leiks,“ segir í fréttatilkynningu frá Öskju, umboðsaðila Honda á Íslandi. Heildarútlit þessa netta borgarbíls þykir sérlega fallega hannað. Þá eru ýmiss konar tæknilegir eiginleikar sem spila vel saman með flottri hönnun á Honda e. Má þar nefna háskerpumyndavélar sem leysa hliðarspegla af hólmi. Hurðarhúnarnir falla sléttir að hurðunum og skjótast fram þegar þarf að opna þær. Framljós, myndavélar og radar eru samþætt í einni heildstæðri hönnun. Þess má geta að fyrstu Honda e bílarnir verða afhentir væntanlegum kaupendum í júlí.Þetta er fyrsti rafbíll Honda og er tæknilega mjög fullkominn. Drægi Honda E er 220 km samkvæmt WLTP staðlinum enda bíllinn hugsaður sem borgarbíll. Í ódýrari útfærslu verður hann búinn þremur skjám í mælaborði, 8,8 tommu skjá fyrir framan ökumann en tvo 12,3 tommu vinstra megin í mælaborðinu. Auk þess eru svo tveir minni sem sýna aftur með hliðum bílsins enda engir hliðarspeglar á Honda e eins og áður segir. Í dýrari útfærslunni kemur hann svo með 360° myndavél, stafrænum baksýnisspegli, sjálfvirkri stæðalögn, 376 watta hljóðkerfi með bassakeilu og 154 hestöfl í stað 136. Þriðju verðlaun Honda á Red Dot féllu í hlut CBR1000RR-R Fireblade SP mótorhjólsins fyrir framúrskarandi hönnun. Honda stendur sem fyrr í fremstu röð í framleiðslu og hönnun mótorhjóla. Red Dot verðlaunin eru ein þau virtustu í hönnunarheiminum. Dómnefndina skipa 40 alþjóðlegir sérfræðingar í hönnun.
Bílar Tengdar fréttir Honda e forsýning Rafbíllinn Honda e verður forsýndur í Honda sal Bílaumboðsins Öskju að Fosshálsi 1 laugardaginn 4. janúar. Þessi nýi rafbíll verður aðeins til sýnis í stuttan tíma þar sem um forsýningu er að ræða. Forsala á Honda e hefst á sama tíma þann 4. janúar. Þá verður hægt að forpanta bílinn. 31. desember 2019 07:00 Árið 2020 hjá Öskju Að sögn Jóns Trausta Ólafssonar, framkvæmdastjóra Öskju ríir bjartsýni hjá fyrirtækinu sem nýlega bætti við sig umboði fyrir Honda. Að hans mati eru öryggi, sparneytni og meiri samskipti bíla við eigendur þau svið sem munu þróast hvað mest á næstu árum. 20. janúar 2020 07:00 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent
Honda e forsýning Rafbíllinn Honda e verður forsýndur í Honda sal Bílaumboðsins Öskju að Fosshálsi 1 laugardaginn 4. janúar. Þessi nýi rafbíll verður aðeins til sýnis í stuttan tíma þar sem um forsýningu er að ræða. Forsala á Honda e hefst á sama tíma þann 4. janúar. Þá verður hægt að forpanta bílinn. 31. desember 2019 07:00
Árið 2020 hjá Öskju Að sögn Jóns Trausta Ólafssonar, framkvæmdastjóra Öskju ríir bjartsýni hjá fyrirtækinu sem nýlega bætti við sig umboði fyrir Honda. Að hans mati eru öryggi, sparneytni og meiri samskipti bíla við eigendur þau svið sem munu þróast hvað mest á næstu árum. 20. janúar 2020 07:00