Katrín Tanja: Ég vil þessa stórkostlegu tilfinningu sem er ekki hægt að falsa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2020 08:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir á æfingu með þjálfara sínum Ben Bergeron. Mynd/Instagram Íslenska CrossFit stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur lært mikið á sínum merkilega keppnisferli og ekki síst þegar kemur að því andlega. Hún hefur líka sterkar skoðanir á því hvaða sjálfstraust er best fyrir keppniskonu eins og hana. Katrín Tanja Davíðsdóttir er stórt nafn í CrossFit heiminum eins og við vitum og hefur hrifið marga með boðskap sínum sem áhrifavaldur á samfélagsmiðlum. Katrín Tanja hefur talið niður í daginn í dag ásamt fólkinu á bak við Comptrain.co en þjálfarinn hennar Ben Bergeron stofnaði fyrirtækið. Samvinna Ben Bergeron og Katrínar hefur gengið mjög vel og eins við höfum sýnt á hér á Vísi þá er hann óhræddur vð að nota sérstakar aðferðir við að undirbúa Katrínu fyrir óvænt mótlæti í keppni. Comptrain birti viðtal við Katrínu Tönju á dögunum þar sem hún ræddi sína sýn á sjálfstraust sem er öllu íþróttafólki gríðarlega mikilvægt í keppni. Það má sjá það hér fyrir neðan. View this post on Instagram CONFIDENCE // For the fifth and final week of #habits, @katrintanja is talking about confidence. All of the habits that have been talked about these past weeks can work together to create confidence. You know you ve put in the work, you know you ve done your best, now it s time to show it. A post shared by CompTrain (@comptrain.co) on Jul 19, 2020 at 10:45am PDT „Ég vildi tala við ykkur í dag um sjálfstraust og hvað það þýðir fyrir mig. Eitt það mikilvægasta sem ég hef lært á mínum keppnisferli er besta skilgreiningin á sjálfstrausti fyrir mig sjálfa og hvernig það gengur best fyrir sig,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir. „Það er ekki sjálfstraustið sem segir: Ég er best eða ég mun vinna. Þú hefur ekki stjórn á því heldur getur þú aðeins gert þitt besta. Þú veist ekkert hvað hinir keppendurnir hafa gert og átt engan möguleika á að stjórna því,“ sagði Katrín Tanja. „Sjálfstraustið sem ég elska og besta tilfinningin sem ég finn þegar ég mæti á CrossFit leikana er þegar ég hef trú á mér sjálfri og mínum hæfileikum. Það er sjálfstraustið sem kemur frá því að ég lagði mikið á mig í undirbúningnum og að ég sé eins vel undirbúin og ég gat verið,“ sagði Katrín Tanja „Það er sjálfstraust út frá því að ég veit að ég er tilbúin í allt sem bíður mín og það er sjálfstraust sem þú getur ekki falsað. Það er aðeins ég sem veit það hvort ég sé rétt undirbúin og ég fæ þetta sjálfstraust af því að ég unnið fyrir því,“ sagði Katrín Tanja „Þú getur falsað ákveðið sjálfstraust en ég vil sjálfstraust sem varð til af því að ég lagði mig fram á hverjum degi, ég borðaði rétt og gaf allt mitt á hverri æfingu. Þá getur þú treyst því að þú sért eins vel undirbúin og möguleiki var á. Því fylgir stórkostleg tilfinning en ég get ekki falsað hana,“ sagði Katrín Tanja að lokum. View this post on Instagram CONFIDENCE // @katrintanja s confidence comes from knowing how hard she s worked and prepared. Do you work hard enough to earn your confidence? #habits #comptrain A post shared by CompTrain (@comptrain.co) on Jul 21, 2020 at 10:01am PDT CrossFit Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Sjá meira
Íslenska CrossFit stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur lært mikið á sínum merkilega keppnisferli og ekki síst þegar kemur að því andlega. Hún hefur líka sterkar skoðanir á því hvaða sjálfstraust er best fyrir keppniskonu eins og hana. Katrín Tanja Davíðsdóttir er stórt nafn í CrossFit heiminum eins og við vitum og hefur hrifið marga með boðskap sínum sem áhrifavaldur á samfélagsmiðlum. Katrín Tanja hefur talið niður í daginn í dag ásamt fólkinu á bak við Comptrain.co en þjálfarinn hennar Ben Bergeron stofnaði fyrirtækið. Samvinna Ben Bergeron og Katrínar hefur gengið mjög vel og eins við höfum sýnt á hér á Vísi þá er hann óhræddur vð að nota sérstakar aðferðir við að undirbúa Katrínu fyrir óvænt mótlæti í keppni. Comptrain birti viðtal við Katrínu Tönju á dögunum þar sem hún ræddi sína sýn á sjálfstraust sem er öllu íþróttafólki gríðarlega mikilvægt í keppni. Það má sjá það hér fyrir neðan. View this post on Instagram CONFIDENCE // For the fifth and final week of #habits, @katrintanja is talking about confidence. All of the habits that have been talked about these past weeks can work together to create confidence. You know you ve put in the work, you know you ve done your best, now it s time to show it. A post shared by CompTrain (@comptrain.co) on Jul 19, 2020 at 10:45am PDT „Ég vildi tala við ykkur í dag um sjálfstraust og hvað það þýðir fyrir mig. Eitt það mikilvægasta sem ég hef lært á mínum keppnisferli er besta skilgreiningin á sjálfstrausti fyrir mig sjálfa og hvernig það gengur best fyrir sig,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir. „Það er ekki sjálfstraustið sem segir: Ég er best eða ég mun vinna. Þú hefur ekki stjórn á því heldur getur þú aðeins gert þitt besta. Þú veist ekkert hvað hinir keppendurnir hafa gert og átt engan möguleika á að stjórna því,“ sagði Katrín Tanja. „Sjálfstraustið sem ég elska og besta tilfinningin sem ég finn þegar ég mæti á CrossFit leikana er þegar ég hef trú á mér sjálfri og mínum hæfileikum. Það er sjálfstraustið sem kemur frá því að ég lagði mikið á mig í undirbúningnum og að ég sé eins vel undirbúin og ég gat verið,“ sagði Katrín Tanja „Það er sjálfstraust út frá því að ég veit að ég er tilbúin í allt sem bíður mín og það er sjálfstraust sem þú getur ekki falsað. Það er aðeins ég sem veit það hvort ég sé rétt undirbúin og ég fæ þetta sjálfstraust af því að ég unnið fyrir því,“ sagði Katrín Tanja „Þú getur falsað ákveðið sjálfstraust en ég vil sjálfstraust sem varð til af því að ég lagði mig fram á hverjum degi, ég borðaði rétt og gaf allt mitt á hverri æfingu. Þá getur þú treyst því að þú sért eins vel undirbúin og möguleiki var á. Því fylgir stórkostleg tilfinning en ég get ekki falsað hana,“ sagði Katrín Tanja að lokum. View this post on Instagram CONFIDENCE // @katrintanja s confidence comes from knowing how hard she s worked and prepared. Do you work hard enough to earn your confidence? #habits #comptrain A post shared by CompTrain (@comptrain.co) on Jul 21, 2020 at 10:01am PDT
CrossFit Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Sjá meira