Slasaður eftir að hafa handleikið sprengju í Heiðmörk Sylvía Hall skrifar 24. ágúst 2020 06:54 Sprengjan fannst í rjóðri við göngustíg. Vísir/vilhelm Slys varð við Heiðmerkurveg rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöld þegar maður slasaðist eftir að hafa fundið sprengju í rjóðri við göngustíg í Heiðmörk. Þegar maðurinn átti við sprengjuna kom hár hvellur og slasaðist hann mikið á hendi. Í tilkynningu frá lögreglu segir að um erlenda einstaklinga hafi verið að ræða og tungumálaörðugleikar hafi flækt samskipti en vitni hafi lýst því að sprengjan hafi fundist á svæðinu. Maðurinn sem slasaðist var fluttur á bráðadeild til aðhlynningar. Um sexleytið í gærkvöldi óskaði leigubílstjóri í Vesturbæ Reykjavíkur eftir aðstoð lögreglu vegna farþega sem neitaði að greiða fyrir farið. Lögregla fór á vettvang og bankaði heima hjá viðkomandi sem kom ekki til dyra. Lögregla hefur þó fengið upplýsingar um nafn viðkomandi. Þá var tilkynnt um líkamsárás klukkan ellefu í gærkvöld og voru tveir menn handteknir og vistaðir í fangageymslu fyrir rannsókn málsins. Árásarþoli var fluttur með sjúkrabifreið á bráðadeild en ekki er vitað um meiðsli hans að svo stöddu. Lögregla hafði afskipti af nokkrum ökumönnum í gærkvöldi og í nótt. Þrír ökumenn voru stöðvaðir miðsvæðis vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna og ítrekaðan akstur eftir að hafa verið sviptir ökuréttindum. Einn ökumaður var stöðvaður í Hafnarfirði eftir að hafa ekið yfir á rauðu ljósi og reyndist sá hafa verið sviptur ökuréttindum einnig. Tveir ökumenn voru stöðvaðir í Árbæ í gærkvöldi og í nótt. Eru þeir báðir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá handtók lögregla ölvaðan mann í sama hverfi í nótt eftir að hann hafði verið að valda fólki ónæði með hávaða og látum. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Sjá meira
Slys varð við Heiðmerkurveg rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöld þegar maður slasaðist eftir að hafa fundið sprengju í rjóðri við göngustíg í Heiðmörk. Þegar maðurinn átti við sprengjuna kom hár hvellur og slasaðist hann mikið á hendi. Í tilkynningu frá lögreglu segir að um erlenda einstaklinga hafi verið að ræða og tungumálaörðugleikar hafi flækt samskipti en vitni hafi lýst því að sprengjan hafi fundist á svæðinu. Maðurinn sem slasaðist var fluttur á bráðadeild til aðhlynningar. Um sexleytið í gærkvöldi óskaði leigubílstjóri í Vesturbæ Reykjavíkur eftir aðstoð lögreglu vegna farþega sem neitaði að greiða fyrir farið. Lögregla fór á vettvang og bankaði heima hjá viðkomandi sem kom ekki til dyra. Lögregla hefur þó fengið upplýsingar um nafn viðkomandi. Þá var tilkynnt um líkamsárás klukkan ellefu í gærkvöld og voru tveir menn handteknir og vistaðir í fangageymslu fyrir rannsókn málsins. Árásarþoli var fluttur með sjúkrabifreið á bráðadeild en ekki er vitað um meiðsli hans að svo stöddu. Lögregla hafði afskipti af nokkrum ökumönnum í gærkvöldi og í nótt. Þrír ökumenn voru stöðvaðir miðsvæðis vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna og ítrekaðan akstur eftir að hafa verið sviptir ökuréttindum. Einn ökumaður var stöðvaður í Hafnarfirði eftir að hafa ekið yfir á rauðu ljósi og reyndist sá hafa verið sviptur ökuréttindum einnig. Tveir ökumenn voru stöðvaðir í Árbæ í gærkvöldi og í nótt. Eru þeir báðir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá handtók lögregla ölvaðan mann í sama hverfi í nótt eftir að hann hafði verið að valda fólki ónæði með hávaða og látum.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Sjá meira