Christchurch: Ætlaði sér að ráðast á þriðju moskuna Atli Ísleifsson skrifar 24. ágúst 2020 07:34 Öryggisgæsla hefur veirð mikil við dómshúsið í Christchurch. AP Maðurinn sem drap 51 mann í árásum sínum á tvær moskur í Christchurch á Nýja-Sjálandi á síðasta ári hafði í hyggju að ráðast á þriðju moskuna. Dómsuppkvaðning í máli hins ástralska Brenton Tarrant hófst í málinu í morgun. Þar kom fram að Tarrant ætlaði sér að brenna moskurnar og valda eins miklu manntjóni og mögulegt væri. Hinn 29 ára Tarrant hefur játað sök, en í ákæru var hann sakaður um 51 morð af yfirlögðu ráði, fjörutíu tilraunir til morðs og hryðjuverk. Talið er að Tarrant gæti mögulega verið dæmdur í lífstíðarfangelsi án þess að eiga möguleika á reynslulausn. Yrði það í fyrsta sinn sem slíkur dómur yrði kveðinn upp á Nýja-Sjálandi. Erlendir fjölmiðlar segja Tarrant hafa sýnt lítil svipbrigði í réttarsal í morgun. Var hann klæddur grárri peysu og í handjárnum. Áætlað er að 66 þeirra sem komust lífs af úr árásinni muni taka til máls í réttarsal næstu fjóra dagana. Brenton Tarrant í réttarsal í morgun.AP Dagurinn hófst þó á því að saksóknarar lásu upp 26 síðna samantekt á því sem gerðist 29. mars 2019 þegar Tarrant réðst til atlögu. Sagði saksóknari að Tarrant hafi skipulagt árásina þannig að sem flestir myndu bíða bana. Hann hafði flogið dróna yfir moskurnar tveimur mánuðum áður til að kanna aðstæður. Tarrant sýndi frá hluta árásar sinnar á Facebook, en skömmu síðar hafði hann hlaðið upp stefnuyfirlýsingu sína á neinu. Fjölmiðlum hefur verið meinað að greina fram framgangi málsins í dómsal til að tryggja að nýnasistaáróður Tarrant rati ekki frekar fyrir almenningssjónir. Hafa fjölmiðlamönnum verið settar hömlur um hverju megi greina frá og hverju ekki. Nýja-Sjáland Hryðjuverk í Christchurch Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Christchurch mætir fórnarlömbum sínum Maðurinn sem skaut 51 múslima til bana í fjöldamorðum í tveimur moskum í Nýja Sjálandi í fyrra mun mæta eftirlifendum árásar sinnar í dómsal á næstu dögum. 23. ágúst 2020 14:42 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Maðurinn sem drap 51 mann í árásum sínum á tvær moskur í Christchurch á Nýja-Sjálandi á síðasta ári hafði í hyggju að ráðast á þriðju moskuna. Dómsuppkvaðning í máli hins ástralska Brenton Tarrant hófst í málinu í morgun. Þar kom fram að Tarrant ætlaði sér að brenna moskurnar og valda eins miklu manntjóni og mögulegt væri. Hinn 29 ára Tarrant hefur játað sök, en í ákæru var hann sakaður um 51 morð af yfirlögðu ráði, fjörutíu tilraunir til morðs og hryðjuverk. Talið er að Tarrant gæti mögulega verið dæmdur í lífstíðarfangelsi án þess að eiga möguleika á reynslulausn. Yrði það í fyrsta sinn sem slíkur dómur yrði kveðinn upp á Nýja-Sjálandi. Erlendir fjölmiðlar segja Tarrant hafa sýnt lítil svipbrigði í réttarsal í morgun. Var hann klæddur grárri peysu og í handjárnum. Áætlað er að 66 þeirra sem komust lífs af úr árásinni muni taka til máls í réttarsal næstu fjóra dagana. Brenton Tarrant í réttarsal í morgun.AP Dagurinn hófst þó á því að saksóknarar lásu upp 26 síðna samantekt á því sem gerðist 29. mars 2019 þegar Tarrant réðst til atlögu. Sagði saksóknari að Tarrant hafi skipulagt árásina þannig að sem flestir myndu bíða bana. Hann hafði flogið dróna yfir moskurnar tveimur mánuðum áður til að kanna aðstæður. Tarrant sýndi frá hluta árásar sinnar á Facebook, en skömmu síðar hafði hann hlaðið upp stefnuyfirlýsingu sína á neinu. Fjölmiðlum hefur verið meinað að greina fram framgangi málsins í dómsal til að tryggja að nýnasistaáróður Tarrant rati ekki frekar fyrir almenningssjónir. Hafa fjölmiðlamönnum verið settar hömlur um hverju megi greina frá og hverju ekki.
Nýja-Sjáland Hryðjuverk í Christchurch Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Christchurch mætir fórnarlömbum sínum Maðurinn sem skaut 51 múslima til bana í fjöldamorðum í tveimur moskum í Nýja Sjálandi í fyrra mun mæta eftirlifendum árásar sinnar í dómsal á næstu dögum. 23. ágúst 2020 14:42 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Árásarmaðurinn í Christchurch mætir fórnarlömbum sínum Maðurinn sem skaut 51 múslima til bana í fjöldamorðum í tveimur moskum í Nýja Sjálandi í fyrra mun mæta eftirlifendum árásar sinnar í dómsal á næstu dögum. 23. ágúst 2020 14:42