Tegnell á ekki von á annarri stórri bylgju Atli Ísleifsson skrifar 24. ágúst 2020 12:05 Anders Tegnell er sóttvarnalæknir Svíþjóðar. EPA Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segist ekki eiga von á stórri seinni bylgju kórónuveirusmita í landinu þegar hausta tekur. Frekar eigi hann von á staðbundnum hópsmitum. Svíar hafa farið aðra leið en flest önnur ríki í baráttu sinni við heimsfaraldurinn þar sem fyrirtæki, veitingastaðir og flestir skólar hafa fengið að hafa opið og ekki hefur verið lögð áhersla á notkun andlitsgríma. Dauðsföll af völdum Covid-19 hafa verið mun fleiri í Svíþjóð en annars staðar á Norðurlöndum, en þó ekki hærri en í þeim Evrópuríkjum sem hafa orðið verst úti – þar á meðal Belgíu, Bretlandi og Spáni. Smitum og dauðsföllum hefur fækkað mikið í Svíþjóð að undanförnu, en nú þegar samfélagið fer á fullt á ný að loknum sumarfríum hafa margir óttast að tilfellum kunni að fjölga á ný. „Við teljum ekki að við munum fá þessa hefðbundnu seinni bylgju, líkt og í inflúensufaraldri þar sem maður fær aftur viðtækt smit í samfélaginu,“ sagði Tegnell í samtali við TV4. „Þessi sjúkdómur virðist haga sér á annan máta. Smitið er óreglulegra, svo að líkur eru meiri á að við munum sjá – líkt og við sjáum víða í Evrópu – smit á ákveðnum stöðum, á vinnustaðnum og sambærilegu umhverfi, nú að hausti.“ Alls hafa nærri sex þúsund manns látið lífið af völdum Covid-19 í Svíþjóð. Hafa mikill fjöldi fólks látist á hjúkrunar- og öldrunarheimilum. Tegnell segir að menn eigi alltaf að hafa varann á þegar kemur að þessum sjúkdómi þar sem hann valdi ítrekað meiri usla og sé mjög óútreiknanlegur. „En að við myndum aftur sjá viðlíka ástand og í vor – við sjáum það ekki gerast,“ segir Tegnell. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Sjá meira
Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segist ekki eiga von á stórri seinni bylgju kórónuveirusmita í landinu þegar hausta tekur. Frekar eigi hann von á staðbundnum hópsmitum. Svíar hafa farið aðra leið en flest önnur ríki í baráttu sinni við heimsfaraldurinn þar sem fyrirtæki, veitingastaðir og flestir skólar hafa fengið að hafa opið og ekki hefur verið lögð áhersla á notkun andlitsgríma. Dauðsföll af völdum Covid-19 hafa verið mun fleiri í Svíþjóð en annars staðar á Norðurlöndum, en þó ekki hærri en í þeim Evrópuríkjum sem hafa orðið verst úti – þar á meðal Belgíu, Bretlandi og Spáni. Smitum og dauðsföllum hefur fækkað mikið í Svíþjóð að undanförnu, en nú þegar samfélagið fer á fullt á ný að loknum sumarfríum hafa margir óttast að tilfellum kunni að fjölga á ný. „Við teljum ekki að við munum fá þessa hefðbundnu seinni bylgju, líkt og í inflúensufaraldri þar sem maður fær aftur viðtækt smit í samfélaginu,“ sagði Tegnell í samtali við TV4. „Þessi sjúkdómur virðist haga sér á annan máta. Smitið er óreglulegra, svo að líkur eru meiri á að við munum sjá – líkt og við sjáum víða í Evrópu – smit á ákveðnum stöðum, á vinnustaðnum og sambærilegu umhverfi, nú að hausti.“ Alls hafa nærri sex þúsund manns látið lífið af völdum Covid-19 í Svíþjóð. Hafa mikill fjöldi fólks látist á hjúkrunar- og öldrunarheimilum. Tegnell segir að menn eigi alltaf að hafa varann á þegar kemur að þessum sjúkdómi þar sem hann valdi ítrekað meiri usla og sé mjög óútreiknanlegur. „En að við myndum aftur sjá viðlíka ástand og í vor – við sjáum það ekki gerast,“ segir Tegnell.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Sjá meira