Framlengja dvöl sína á Íslandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. ágúst 2020 15:30 Jadon Sancho og Tammy Abraham verða að öllum líkindum í landsliðshópi Southgate sem mætir til Íslands. Robin Jones/Getty Images Enska landsliðið í knattspyrnu spilar gegn því íslenska á Laugardalsvelli þann 5. september næstkomandi í fyrstu umferð Þjóðadeildarinnar. Í stað þess að fljúga strax heim á leið líkt og venja er mun liðið vera tvo daga til viðbótar á Íslandi. Er stefnt að því að nýta tímann til að undirbúa leikinn gegn Dönum sem er þremur dögum síðar á Parken í Kaupmannahöfn. Gareth Soutghate, landsliðseinvaldur Englands, hefur gefið það út að hann muni mæta með eins sterkt lið og mögulegt er í leikina tvö. Víðir Sigurðsson á íþróttadeild Morgunblaðsins greindi frá þessu fyrr í dag. Þar segir hann að samkvæmt heimildum mbl.is þá hafi enska knattspyrnusambandið bókað 65 herbergi á hóteli í Reykjavík frá föstudeginum 4. september til mánudagsins 7. september. Samkvæmt öruggum heimildum Vísis er um að ræða Radisson Blu Saga hótel við Hagatorg í vesturbæ Reykjavíkur. Mótherjar Íslands gista alla jafnan á Grand Hótel sem er í nokkurra mínútna göngufjarlægð frá Laugardalsvelli. Enska liðið ku hafa valið Radisson þar sem bæði fundar- og matsalur hótelsins eru hlið við hlið. Þá segir í frétt mbl.is að Englendingar finnist öruggara að vera hér á landi heldur en í Danmörku og forráðamenn landsliðsins séu ánægðir með þann aðbúnað sem er á Íslandi vegna kórónufaraldursins. Þjóðadeild UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, fer af stað þann 5. september og leikur Ísland í A-riðli ásamt Belgíu, Englandi og Danmörku. Leikur Íslands og Englands verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport líkt og allir leikir Íslands í keppninni. Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020 Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Southgate mætir með sterkt lið til Íslands Gareth Southgate ætlar að mæta með eins sterkt lið og mögulegt er gegn Íslandi í Þjóðadeildinni í næsta mánuði. 23. ágúst 2020 16:00 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira
Enska landsliðið í knattspyrnu spilar gegn því íslenska á Laugardalsvelli þann 5. september næstkomandi í fyrstu umferð Þjóðadeildarinnar. Í stað þess að fljúga strax heim á leið líkt og venja er mun liðið vera tvo daga til viðbótar á Íslandi. Er stefnt að því að nýta tímann til að undirbúa leikinn gegn Dönum sem er þremur dögum síðar á Parken í Kaupmannahöfn. Gareth Soutghate, landsliðseinvaldur Englands, hefur gefið það út að hann muni mæta með eins sterkt lið og mögulegt er í leikina tvö. Víðir Sigurðsson á íþróttadeild Morgunblaðsins greindi frá þessu fyrr í dag. Þar segir hann að samkvæmt heimildum mbl.is þá hafi enska knattspyrnusambandið bókað 65 herbergi á hóteli í Reykjavík frá föstudeginum 4. september til mánudagsins 7. september. Samkvæmt öruggum heimildum Vísis er um að ræða Radisson Blu Saga hótel við Hagatorg í vesturbæ Reykjavíkur. Mótherjar Íslands gista alla jafnan á Grand Hótel sem er í nokkurra mínútna göngufjarlægð frá Laugardalsvelli. Enska liðið ku hafa valið Radisson þar sem bæði fundar- og matsalur hótelsins eru hlið við hlið. Þá segir í frétt mbl.is að Englendingar finnist öruggara að vera hér á landi heldur en í Danmörku og forráðamenn landsliðsins séu ánægðir með þann aðbúnað sem er á Íslandi vegna kórónufaraldursins. Þjóðadeild UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, fer af stað þann 5. september og leikur Ísland í A-riðli ásamt Belgíu, Englandi og Danmörku. Leikur Íslands og Englands verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport líkt og allir leikir Íslands í keppninni. Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020
Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Southgate mætir með sterkt lið til Íslands Gareth Southgate ætlar að mæta með eins sterkt lið og mögulegt er gegn Íslandi í Þjóðadeildinni í næsta mánuði. 23. ágúst 2020 16:00 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira
Southgate mætir með sterkt lið til Íslands Gareth Southgate ætlar að mæta með eins sterkt lið og mögulegt er gegn Íslandi í Þjóðadeildinni í næsta mánuði. 23. ágúst 2020 16:00