Breiðablik og Víkingur héldu utan í morgun vegna leikja liðanna í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á morgun.
Breiðablik mætir Rosenborg í Þrándheimi í Noregi á meðan Víkingur fer til Slóveníu og mætir þar Olimpija Ljubljana.
Leikmenn pössuðu sig á að fylgja sóttvarnarreglum og gott bil var á milli þeirra í flugvélunum. Þá voru leikmenn og starfsfólk með grímur eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan.
Blikaliðið lagð af stað frá Reykjavíkurflugvelli til Noregs liðlega 7:00 í morgun. Allt skv. bókinni um borð eins og sjá má. Áfram Blikar, alltaf, alls staðar! pic.twitter.com/6tVcxbIvax
— Blikar.is (@blikar_is) August 26, 2020
Fyrir #eurovikes dugir ekkert minna en 6 sæti á mann #fotboltinet @vikingurfc pic.twitter.com/eBKaw6zYsV
— Haraldur Haraldsson (@HarHaralds) August 26, 2020
Vegna kórónuveirufaraldursins hefur fyrirkomulaginu í Evrópudeildinni verið breytt. Nú mætast lið ekki heima og að heiman heldur er bara einn leikur þar sem leikið verður til þrautar.
Þrjú íslensk lið verða í eldlínunni á morgun; Breiðablik, Víkingur og FH. Fimleikafélagið fékk heimaleik en það mætir Dunajska Streda í Kaplakrika.
Allir leikir íslensku liðanna í Evrópudeildinni verða sýndir beint á sportrásum Stöðvar 2 á morgun.
Leikur Víkings og Olimpija Ljubljana hefst klukkan 16:30 og verður sýndur á Stöð 2 Sport. Rosenborg og Breiðablik eigast við klukkan 17:00 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Klukkan 17:15 er svo komið að leik FH og Dunajska Streda á Stöð 2 Sport.