Lax-Á með veiðistaðakynningu í Stóru Laxá Karl Lúðvíksson skrifar 11. maí 2020 10:26 Það eru fáir sem þekkja Stóru Laxá jafn vel og Árni Baldursson. Mynd: Lax-Á Stóra Laxá er mögnuð á að veiða og það eru margir sem setja hana alltaf efsta á listann yfir uppáhalds ánna sína og það er ekki að ástæðulausu. Það getur aftur á móti tekið tíma eins og með allar ár að læra vel á hana og það er því frábært þegar leigutakarnir leggja sig fram við að kynna veiðisvæðin fyrir þeim sem vilja læra betur á þau. Lax-Á hefur nýlega verið með frábæra kynningu á Ásgarðinum í Soginu og nú er komið að Stóru Laxá. Hér er tilkynning frá Lax-Á og það er um að gera fyrir þá sem vilja læra betur á leyndardóma Stóru Laxár að mæta á þetta."Næstu helgar mun fara fram veiðistaðakynning á öllum svæðum Stóru Laxár þar sem farið verður yfir veiðistaðina, helstu tökustaði og allar þær upplýsingar sem koma sér vel þegar veitt er í ánni. Þá gefst veiðimönnum færi á að kynnast ánni á staðnum og læra á hana, að kostnaðarlausu. Árni Baldursson mun halda kynninguna ásamt reyndum leiðsögumönnum sem þekkja svæðið í þaula. 20 manns komast að á hverja kynningu og hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á arnibald@lax-a.isKynningin verður á eftirfarandi svæðum: Sunnudaginn 17. maí 2020, kl. 13.00 á Stóru Laxá svæði 1&2 Sunnudaginn 24. maí 2020, kl 13.00 á Stóru Laxá svæði 3 Sunnudaginn 31. maí 2020, kl. 13.00 á Stóru Laxá svæði 4 Mæting er kl. 13.00 í Árnesi á bensínstöðina/veitingastaðinn og haldið verður þaðan í samfloti á viðeigandi svæði. Kynningin er sem fyrr segir að kostnaðarlausu og býðst þáttakendum einnig 25% afsláttur af lax- og silungsveiðileyfum fyrir komandi sumar sem bókuð eru á kynningardeginum. Vonum að þetta komi sem flestum að góðum notum og gefi tækifæri á að kynnast þessu einstaka veiðisvæði betur og minnum á að skrá sig á arnibald@lax-a.is eða í skilaboðum Arni Baldursson" Stangveiði Mest lesið Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði 6. júní hreinsunardagur Elliðaánna Veiði 18 punda risalax úr Ölfusá Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa Veiði Henrik Mortensen með kastsýningu hjá SVFR í kvöld. Veiði Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum sett á Miklatúni í dag Veiði Gljúfurá í Borgarfirði komin yfir 200 laxa Veiði Veiðihelgi framundan, loksins hlýindi í kortunum Veiði Mjög gott í Langá Veiði
Stóra Laxá er mögnuð á að veiða og það eru margir sem setja hana alltaf efsta á listann yfir uppáhalds ánna sína og það er ekki að ástæðulausu. Það getur aftur á móti tekið tíma eins og með allar ár að læra vel á hana og það er því frábært þegar leigutakarnir leggja sig fram við að kynna veiðisvæðin fyrir þeim sem vilja læra betur á þau. Lax-Á hefur nýlega verið með frábæra kynningu á Ásgarðinum í Soginu og nú er komið að Stóru Laxá. Hér er tilkynning frá Lax-Á og það er um að gera fyrir þá sem vilja læra betur á leyndardóma Stóru Laxár að mæta á þetta."Næstu helgar mun fara fram veiðistaðakynning á öllum svæðum Stóru Laxár þar sem farið verður yfir veiðistaðina, helstu tökustaði og allar þær upplýsingar sem koma sér vel þegar veitt er í ánni. Þá gefst veiðimönnum færi á að kynnast ánni á staðnum og læra á hana, að kostnaðarlausu. Árni Baldursson mun halda kynninguna ásamt reyndum leiðsögumönnum sem þekkja svæðið í þaula. 20 manns komast að á hverja kynningu og hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á arnibald@lax-a.isKynningin verður á eftirfarandi svæðum: Sunnudaginn 17. maí 2020, kl. 13.00 á Stóru Laxá svæði 1&2 Sunnudaginn 24. maí 2020, kl 13.00 á Stóru Laxá svæði 3 Sunnudaginn 31. maí 2020, kl. 13.00 á Stóru Laxá svæði 4 Mæting er kl. 13.00 í Árnesi á bensínstöðina/veitingastaðinn og haldið verður þaðan í samfloti á viðeigandi svæði. Kynningin er sem fyrr segir að kostnaðarlausu og býðst þáttakendum einnig 25% afsláttur af lax- og silungsveiðileyfum fyrir komandi sumar sem bókuð eru á kynningardeginum. Vonum að þetta komi sem flestum að góðum notum og gefi tækifæri á að kynnast þessu einstaka veiðisvæði betur og minnum á að skrá sig á arnibald@lax-a.is eða í skilaboðum Arni Baldursson"
Stangveiði Mest lesið Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði 6. júní hreinsunardagur Elliðaánna Veiði 18 punda risalax úr Ölfusá Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa Veiði Henrik Mortensen með kastsýningu hjá SVFR í kvöld. Veiði Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum sett á Miklatúni í dag Veiði Gljúfurá í Borgarfirði komin yfir 200 laxa Veiði Veiðihelgi framundan, loksins hlýindi í kortunum Veiði Mjög gott í Langá Veiði