Rekstarniðurstaðan neikvæð um rúma 4,5 milljarða Atli Ísleifsson skrifar 27. ágúst 2020 13:30 Kórónuveirufaraldurinn hefur haft þau áhrif að tekjur hafa dregist saman en útgjöld aukist, segir í tilkynningu frá borginni. Vísir/Vilhelm Rekstrarniðurstaða A-hluta árshlutareiknings Reykjavíkurborgar var neikvæð um 3,1 milljarða króna, en sex mánaða árshlutareikningur Reykjavíkurborgar var afgreiddur í borgarráði í dag. Í tilkynningu frá borginni segir að rekstrarniðurstaðan skýrist einkum af lægri skatttekjum og lægri tekjum af sölu byggingarréttar en áætlanir hafi gert ráð fyrir. „Aðstæður sem skapast hafa vegna heimsfaraldurs kórónuveiru hafa leitt til þess að afkoma A-hluta og samstæðu Reykjavíkurborgar verður lakari en fjárhagsáætlun 2020 gerði ráð fyrir. Kórónuveirufaraldurinn hefur haft þau áhrif að tekjur hafa dregist saman en útgjöld aukist,“ segir í tilkynningunni. Rekstrarniðurstaðan samstæðunnar neikvæð um 4,5 milljarða Ennfremur segir að rekstrarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar, A- og B-hluta, hafi verið neikvæð um 4,5 milljarða króna, en áætlanir hafi gert ráð fyrir talsvert betri afkomu. Má rekja lakari rekstrarniðurstöðu samstæðunnar einkum til áhrifa lækkaðs álverðs og gjaldfærslu gengismunar vegna veikingar krónunnar frá áramótum hjá Orkuveitu Reykjavíkur. „Heildareignir samstæðunnar samkvæmt samanteknum efnahagsreikningi námu í lok júní 724.530 milljónir króna en heildarskuldir ásamt skuldbindingum voru 378.064 milljónir króna. Eigið fé var 346.466 milljónir króna. Þar af var hlutdeild meðeigenda 18.859 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar er nú 47,8% en var 49,9% um síðustu áramót,“ segir í tilkynningunni. Tekjusamdréttur og minni umsvif Haft er eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að borgin sjái nú skýr merki um heimsfaraldurinn í fjárhagsuppgjöri fyrstu sex mánaða. „Þyngst vegur tekjusamdráttur vegna atvinnuleysis og minni umsvifa í efnahagslífinu. Áberandi tekjufall er einnig hjá Strætó og Faxaflóahöfnum. Hins vegar hafa aukin útgjöld fylgt viðbrögðum við Covid-19. Rekstur málaflokka hefur að öðru leyti gengið vel. Niðurstöðurnar eru í ágætu samræmi við sviðsmyndir og spár fjármálasviðs borgarinnar frá því í vor og undirstrika að standa þarf með sveitarfélögum við núverandi aðstæður enda bera þau uppi lykil grunnþjónustu í samfélaginu,“ er haft eftir Degi. Reykjavík Borgarstjórn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Rekstrarniðurstaða A-hluta árshlutareiknings Reykjavíkurborgar var neikvæð um 3,1 milljarða króna, en sex mánaða árshlutareikningur Reykjavíkurborgar var afgreiddur í borgarráði í dag. Í tilkynningu frá borginni segir að rekstrarniðurstaðan skýrist einkum af lægri skatttekjum og lægri tekjum af sölu byggingarréttar en áætlanir hafi gert ráð fyrir. „Aðstæður sem skapast hafa vegna heimsfaraldurs kórónuveiru hafa leitt til þess að afkoma A-hluta og samstæðu Reykjavíkurborgar verður lakari en fjárhagsáætlun 2020 gerði ráð fyrir. Kórónuveirufaraldurinn hefur haft þau áhrif að tekjur hafa dregist saman en útgjöld aukist,“ segir í tilkynningunni. Rekstrarniðurstaðan samstæðunnar neikvæð um 4,5 milljarða Ennfremur segir að rekstrarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar, A- og B-hluta, hafi verið neikvæð um 4,5 milljarða króna, en áætlanir hafi gert ráð fyrir talsvert betri afkomu. Má rekja lakari rekstrarniðurstöðu samstæðunnar einkum til áhrifa lækkaðs álverðs og gjaldfærslu gengismunar vegna veikingar krónunnar frá áramótum hjá Orkuveitu Reykjavíkur. „Heildareignir samstæðunnar samkvæmt samanteknum efnahagsreikningi námu í lok júní 724.530 milljónir króna en heildarskuldir ásamt skuldbindingum voru 378.064 milljónir króna. Eigið fé var 346.466 milljónir króna. Þar af var hlutdeild meðeigenda 18.859 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar er nú 47,8% en var 49,9% um síðustu áramót,“ segir í tilkynningunni. Tekjusamdréttur og minni umsvif Haft er eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að borgin sjái nú skýr merki um heimsfaraldurinn í fjárhagsuppgjöri fyrstu sex mánaða. „Þyngst vegur tekjusamdráttur vegna atvinnuleysis og minni umsvifa í efnahagslífinu. Áberandi tekjufall er einnig hjá Strætó og Faxaflóahöfnum. Hins vegar hafa aukin útgjöld fylgt viðbrögðum við Covid-19. Rekstur málaflokka hefur að öðru leyti gengið vel. Niðurstöðurnar eru í ágætu samræmi við sviðsmyndir og spár fjármálasviðs borgarinnar frá því í vor og undirstrika að standa þarf með sveitarfélögum við núverandi aðstæður enda bera þau uppi lykil grunnþjónustu í samfélaginu,“ er haft eftir Degi.
Reykjavík Borgarstjórn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira