Engin skömm í að vera berskjölduð og þurfa stuðning Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. ágúst 2020 13:30 Tónlistarkonan Sjana var undir innblæstri frá frumskóginum í nýjasta lagi sínu. Aðsend mynd „Ég er alltaf að prófa eitthvað nýtt og held áfram að þróa minn stíl og hljóm. Á Close má finna ný hljóðfæri sem ég hef ekki notað áður eins og saxófón og ashiko handtrommur sem gefur laginu þennan einkennandi og áberandi hljóm,“ segir tónlistarkonan Sjana um nýja lagið sitt sem kom út á Spotify í dag. Innblásturinn kom úr ýmsum áttum, þar á meðal úr frumskóginum, en var samið á nokkrum mínútum. „Ég hef alltaf verið mikill Phil Collins aðdáandi og þá sérstaklega af lögunum í Tarzan, sem er ein af mínum uppáhalds teiknimyndum. En þar notar hann afrískar trommur sem gefa lögunum skemmtilegan og ævintýralegan „frumskógar” hljóm. En ég hlusta á allskonar tónlist.“ Berskjölduð og heiðarleg Sjana hefur glímt við mikinn kvíða og samdi oft lög á nóttunni þegar hún gat ekki sofið. Hún samdii textann við lagið Close sjálf en hún kafar mjög djúpt í eigin tilfinningar á væntanlegri plötu sinni. „Close var skáldsaga til að byrja með. Ég hafði skýra mynd í huganum um tvo elskendur sem aðskiljast vegna stríðsátaka sem leita svo að hvort öðru, en núna hefur lagið persónulegri merkingu. Eftir það sem ég hef upplifað og gengið í gegnum undanfarið, finnst mér lagið vera meira um það að þurfa ekki að skammast sín eða óttast það að láta fólkið í kringum sig vita að þú þarft á þeim, og stuðningi þeirra að halda. Það geta allir túlkað lagið á sinn hátt.“ Lagið samdi hún í byrjun 2019 á svokallaða „loop station” og grínast hún með að kannski hafi lagið ómeðvitað fengið innblástur frá Tarzan teiknimyndinni. „Listagyðjan kom yfir mig og ég var í skemmtilegum gír þennan dag og byrjaði að glamra á hljómborðið og valdi nokkur hljóðfæri til að setja saman og byrjaði svo að radda. Lagið varð til á nokkrum mínútum — ásamt nokkrum öðrum. Ég veit ekki alveg nákvæmlega hvaðan innblásturinn kom en svona varð í raun lagið bara til. “ „Close setur tóninn fyrir bæði plötuna og nýja tíma, en platan verður á ensku og það verða einnig öðruvísi lög á plötunni. Það verða önnur hljóðfæri og hljóð, ég kafa dýpra í hluti sem ég hef ekki þorað að tjá mig um áður og er ég mjög berskjölduð og heiðarleg á plötunni. Platan einkennist af töffaraskap, heiðarleika og styrk. Ég tjái mig um það erfiða ferli sem ég gekk í gegnum að finna sjálfa mig og vinna mig út úr þeim áföllum sem ég varð fyrir. Eins og áður er mikið af lögum sem hafa setið lengi í geymslu sem fá nú að líta dagsins ljós, mín allra persónulegustu lög.“ Það hefur ekki verið mikið að gera hjá tónlistarfólki síðustu mánuði vegna heimsfaraldurs en Sjana hefur nýtt þennan tíma í sjálfsvinnu. „Ég hef verið að skipuleggja næstu skref bæði í tónlistinni og myndlistinni. Ég hef einnig nýtt tímann í að fara yfir gömul lög og að skapa meira. Ég er einbeitt og mjög jákvæð á framtíðina og hlakka mikið til þeirra verkefni sem ég er að vinna í og sem ég á eftir að taka að mér. Það er margt spennandi fram undan sem ég hlakka til að deila með fólki. Þetta er upphafið á nýju tímabili.“ Hægt er að hlusta á lagið Close í spilaranum hér fyrir neðan. Tónlist Tengdar fréttir Samdi lög á nóttunni þegar hún svaf ekki vegna kvíða Söngkonan Sjana Rut gefur út sína fyrstu plötu í þessum mánuði. 7. febrúar 2020 15:30 Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
„Ég er alltaf að prófa eitthvað nýtt og held áfram að þróa minn stíl og hljóm. Á Close má finna ný hljóðfæri sem ég hef ekki notað áður eins og saxófón og ashiko handtrommur sem gefur laginu þennan einkennandi og áberandi hljóm,“ segir tónlistarkonan Sjana um nýja lagið sitt sem kom út á Spotify í dag. Innblásturinn kom úr ýmsum áttum, þar á meðal úr frumskóginum, en var samið á nokkrum mínútum. „Ég hef alltaf verið mikill Phil Collins aðdáandi og þá sérstaklega af lögunum í Tarzan, sem er ein af mínum uppáhalds teiknimyndum. En þar notar hann afrískar trommur sem gefa lögunum skemmtilegan og ævintýralegan „frumskógar” hljóm. En ég hlusta á allskonar tónlist.“ Berskjölduð og heiðarleg Sjana hefur glímt við mikinn kvíða og samdi oft lög á nóttunni þegar hún gat ekki sofið. Hún samdii textann við lagið Close sjálf en hún kafar mjög djúpt í eigin tilfinningar á væntanlegri plötu sinni. „Close var skáldsaga til að byrja með. Ég hafði skýra mynd í huganum um tvo elskendur sem aðskiljast vegna stríðsátaka sem leita svo að hvort öðru, en núna hefur lagið persónulegri merkingu. Eftir það sem ég hef upplifað og gengið í gegnum undanfarið, finnst mér lagið vera meira um það að þurfa ekki að skammast sín eða óttast það að láta fólkið í kringum sig vita að þú þarft á þeim, og stuðningi þeirra að halda. Það geta allir túlkað lagið á sinn hátt.“ Lagið samdi hún í byrjun 2019 á svokallaða „loop station” og grínast hún með að kannski hafi lagið ómeðvitað fengið innblástur frá Tarzan teiknimyndinni. „Listagyðjan kom yfir mig og ég var í skemmtilegum gír þennan dag og byrjaði að glamra á hljómborðið og valdi nokkur hljóðfæri til að setja saman og byrjaði svo að radda. Lagið varð til á nokkrum mínútum — ásamt nokkrum öðrum. Ég veit ekki alveg nákvæmlega hvaðan innblásturinn kom en svona varð í raun lagið bara til. “ „Close setur tóninn fyrir bæði plötuna og nýja tíma, en platan verður á ensku og það verða einnig öðruvísi lög á plötunni. Það verða önnur hljóðfæri og hljóð, ég kafa dýpra í hluti sem ég hef ekki þorað að tjá mig um áður og er ég mjög berskjölduð og heiðarleg á plötunni. Platan einkennist af töffaraskap, heiðarleika og styrk. Ég tjái mig um það erfiða ferli sem ég gekk í gegnum að finna sjálfa mig og vinna mig út úr þeim áföllum sem ég varð fyrir. Eins og áður er mikið af lögum sem hafa setið lengi í geymslu sem fá nú að líta dagsins ljós, mín allra persónulegustu lög.“ Það hefur ekki verið mikið að gera hjá tónlistarfólki síðustu mánuði vegna heimsfaraldurs en Sjana hefur nýtt þennan tíma í sjálfsvinnu. „Ég hef verið að skipuleggja næstu skref bæði í tónlistinni og myndlistinni. Ég hef einnig nýtt tímann í að fara yfir gömul lög og að skapa meira. Ég er einbeitt og mjög jákvæð á framtíðina og hlakka mikið til þeirra verkefni sem ég er að vinna í og sem ég á eftir að taka að mér. Það er margt spennandi fram undan sem ég hlakka til að deila með fólki. Þetta er upphafið á nýju tímabili.“ Hægt er að hlusta á lagið Close í spilaranum hér fyrir neðan.
Tónlist Tengdar fréttir Samdi lög á nóttunni þegar hún svaf ekki vegna kvíða Söngkonan Sjana Rut gefur út sína fyrstu plötu í þessum mánuði. 7. febrúar 2020 15:30 Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
Samdi lög á nóttunni þegar hún svaf ekki vegna kvíða Söngkonan Sjana Rut gefur út sína fyrstu plötu í þessum mánuði. 7. febrúar 2020 15:30