Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 28. ágúst 2020 10:10 Það er kominn haustbragur í veiðina í flestum ánum og það sést aðeins á veiðitölunum en margar árnar eiga oft góða endaspretti á haustinn. Það er svo sem ekkert nýtt í þessum vikulegu veiðitölum. Eystri Rangá heldur toppsætinu og það er langt í næstu á sem fyrir nokkrum árum var yfirleitt alltaf efst eða ofarlega á listanum. Heildarveiðin í Eystri Rangá er komin í 6.791 lax með vikuveiði upp á 1.470 laxa og það er ennþá tæpir tveir mánuðir eftir af veiðitímanum svo þessi tala á bara eftir að hækka og líklega um nokkur þúsund! Ytri Rangá er í öðru sæti með vikuveiði upp á 121 lax, Affall er ennþá að gera frábæra hluti enda hafa sleppingarnar þar tekist mjög vel en vikuveiðin var upp á 184 laxa. Selá átti frábæra vikui með 173 laxa, Miðfjarðará 81 lax, Jökla er að teygja sig að gamla metinu en því miður komin á yfirfall en vikan skilaði samt 115 löxum. Vesturlandið er að vera ansi rólegt í mörgum ánum. Straumfjarðará er með 20 laxa viku, Laxá í Leirársveit 45 laxa, Laxá í Dölum 31 lax eins og Laxá í Kjós. Þverá/Kjarrá með 55 laxa viku, Norðurá með 41 lax og svo Langá með 73 laxa en hún á oft mjög góðan september og það virðist vera mun meira af laxi í henni en í hinum ánum í allra næsta nágrenni. Depurðin í Grímsá er sú að sjá bara 13 laxa eftir vikuna en það toppar ekki það afhroð í veiði sem virðist vera í Laxá í Aðaldal með sínar 18 stangir og 9 laxa bókaða eftir vikuna. Listann í heild sinni má finna á www.angling.is Stangveiði Mest lesið Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Trollað fyrir lax í Lake Ontario Veiði Stórlaxar við opnun á Stóru Laxá Veiði Kofinn fluttur frá Hrunakróki Veiði Flottar stórlaxagöngur í Stóru Laxá Veiði Árleg Veiðimessa Veiðiflugna stendur yfir um helgina Veiði Laxinn kominn upp á efri svæðin í Kjós Veiði Umgengni við suma veiðistaði afleit Veiði Af góðum árum, vondum árum og meðaltölum í laxveiði Veiði 90 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði
Það er kominn haustbragur í veiðina í flestum ánum og það sést aðeins á veiðitölunum en margar árnar eiga oft góða endaspretti á haustinn. Það er svo sem ekkert nýtt í þessum vikulegu veiðitölum. Eystri Rangá heldur toppsætinu og það er langt í næstu á sem fyrir nokkrum árum var yfirleitt alltaf efst eða ofarlega á listanum. Heildarveiðin í Eystri Rangá er komin í 6.791 lax með vikuveiði upp á 1.470 laxa og það er ennþá tæpir tveir mánuðir eftir af veiðitímanum svo þessi tala á bara eftir að hækka og líklega um nokkur þúsund! Ytri Rangá er í öðru sæti með vikuveiði upp á 121 lax, Affall er ennþá að gera frábæra hluti enda hafa sleppingarnar þar tekist mjög vel en vikuveiðin var upp á 184 laxa. Selá átti frábæra vikui með 173 laxa, Miðfjarðará 81 lax, Jökla er að teygja sig að gamla metinu en því miður komin á yfirfall en vikan skilaði samt 115 löxum. Vesturlandið er að vera ansi rólegt í mörgum ánum. Straumfjarðará er með 20 laxa viku, Laxá í Leirársveit 45 laxa, Laxá í Dölum 31 lax eins og Laxá í Kjós. Þverá/Kjarrá með 55 laxa viku, Norðurá með 41 lax og svo Langá með 73 laxa en hún á oft mjög góðan september og það virðist vera mun meira af laxi í henni en í hinum ánum í allra næsta nágrenni. Depurðin í Grímsá er sú að sjá bara 13 laxa eftir vikuna en það toppar ekki það afhroð í veiði sem virðist vera í Laxá í Aðaldal með sínar 18 stangir og 9 laxa bókaða eftir vikuna. Listann í heild sinni má finna á www.angling.is
Stangveiði Mest lesið Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Trollað fyrir lax í Lake Ontario Veiði Stórlaxar við opnun á Stóru Laxá Veiði Kofinn fluttur frá Hrunakróki Veiði Flottar stórlaxagöngur í Stóru Laxá Veiði Árleg Veiðimessa Veiðiflugna stendur yfir um helgina Veiði Laxinn kominn upp á efri svæðin í Kjós Veiði Umgengni við suma veiðistaði afleit Veiði Af góðum árum, vondum árum og meðaltölum í laxveiði Veiði 90 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði