Fótbolti

Viðari orða vant eftir „klikkaða“ spurningu norsks blaðamanns

Sindri Sverrisson skrifar
Viðar Örn Kjartansson skrifaði undir samning til þriggja ára við Vålerenga.
Viðar Örn Kjartansson skrifaði undir samning til þriggja ára við Vålerenga. mynd/vif-fotball.no

Hún hefur farið víða um netheima ein spurningin sem Viðar Örn Kjartansson fékk eftir að hann var kynntur sem nýr leikmaður Vålerenga í Noregi í dag.

Viðar skrifaði undir samning við Vålerenga en fleiri félög á Norðurlöndum höfðu rennt hýru auga til hans. Þar á meðal er Hammarby í Svíþjóð sem Viðar skoraði sjö mörk fyrir í 15 deildarleikjum árið 2019.

Norskur blaðamaður vildi vita hvað Viðari þætti um það að stuðningsmenn Hammarby væru afar óánægðir með að hann skyldi frekar snúa aftur til Vålerenga. Hann ákvað að vitna í einn stuðningsmannanna sem kallað hafði Vålerenga-menn öllum illum nöfnum á samfélagsmiðlum, svo illum að best er að hafa þau ekki eftir hér.

Eins og sjá má átti Viðar erfitt með að svara spurningunni, sem blaðamaður Goal segir þá „klikkuðustu“ sem hann hafi heyrt, en sjón er sögu ríkari:


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×