Fjögur mansalsmál á borð Bjarkarhlíðar í sumar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. ágúst 2020 20:22 Tilkynnt hefur verið um fjögur mál þar sem grunur er um mansal til Bjarkarhlíðar í sumar. Öll tengjast þau vinnnumansali og tvö þeirra jafnframt kynlífsmansali. Í byrjun júlí fékk Bjarkahlíð það hlutverk að halda úti framkvæmdarteymi um mansalsmál. Um er að ræða tilraunverkefni sem snýst um að einn aðili sé ábyrgur fyrir samhæfingu í viðbrögðum við mansalsmálum og að halda utan um tölfræði. „Við höfum séð frelsissviptingu atvinnurekanda þar sem manneskju er haldið á vinnustaðnum og kemst ekki í burtu,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar.Stöð2 „Við höfum fengið núna í júlí tilkynningar um fjögur mál þar sem grunur er um að mansal. Þetta eru öll mál sem eru í ferli og eru í rannsókn og tengjast öll vinnumansali og tvö þeirra tengjast líka kynlífsmansali," segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri Bjarkarhlíðar. Tilkynningar um málin hafi komið frá almenningi, fólkinu sjálfu og verkalýðsfélögunum. Fólkið sem um ræðir sé á fertugsaldri og kemur frá mið Ameríku, Asíu og Afríku. „Það er svona ein af skilgreiningunum varðandi mansal að þetta sé skipulögð brotastarfsemi. Það sé einhver sem skipuleggi ferðir þessa fólks og það sé þannig svipt frelsi sínu og þannig komið í þessar aðstæður," segir Ragna sem vill ekki gefa upp hvar fólkið starfaði við þessar aðstæður. Heimildir fréttastofu herma að málin tengist veitingageiranum. „Við höfum séð frelsissviptingu atvinnurekanda þar sem manneskju er haldið á vinnustaðnum og kemst ekki í burtu og síðan erum við að sjá fólk vinna án þess að fá laun og fá þá húsaskjól og mat og þetta er náttúrulega allt brot á fólki,“ segir Ragna. Bjarkarhlíð hjálpi fólkinu við að komast í skjól ef á þarf að halda og veitir því stuðning. „Fólk í þessum aðstæðum er mjög brotið á sál og líkama og þarf að fá skjól og tíma til að átta sig og umönnun," segir Ragna. Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Tilkynnt hefur verið um fjögur mál þar sem grunur er um mansal til Bjarkarhlíðar í sumar. Öll tengjast þau vinnnumansali og tvö þeirra jafnframt kynlífsmansali. Í byrjun júlí fékk Bjarkahlíð það hlutverk að halda úti framkvæmdarteymi um mansalsmál. Um er að ræða tilraunverkefni sem snýst um að einn aðili sé ábyrgur fyrir samhæfingu í viðbrögðum við mansalsmálum og að halda utan um tölfræði. „Við höfum séð frelsissviptingu atvinnurekanda þar sem manneskju er haldið á vinnustaðnum og kemst ekki í burtu,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar.Stöð2 „Við höfum fengið núna í júlí tilkynningar um fjögur mál þar sem grunur er um að mansal. Þetta eru öll mál sem eru í ferli og eru í rannsókn og tengjast öll vinnumansali og tvö þeirra tengjast líka kynlífsmansali," segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri Bjarkarhlíðar. Tilkynningar um málin hafi komið frá almenningi, fólkinu sjálfu og verkalýðsfélögunum. Fólkið sem um ræðir sé á fertugsaldri og kemur frá mið Ameríku, Asíu og Afríku. „Það er svona ein af skilgreiningunum varðandi mansal að þetta sé skipulögð brotastarfsemi. Það sé einhver sem skipuleggi ferðir þessa fólks og það sé þannig svipt frelsi sínu og þannig komið í þessar aðstæður," segir Ragna sem vill ekki gefa upp hvar fólkið starfaði við þessar aðstæður. Heimildir fréttastofu herma að málin tengist veitingageiranum. „Við höfum séð frelsissviptingu atvinnurekanda þar sem manneskju er haldið á vinnustaðnum og kemst ekki í burtu og síðan erum við að sjá fólk vinna án þess að fá laun og fá þá húsaskjól og mat og þetta er náttúrulega allt brot á fólki,“ segir Ragna. Bjarkarhlíð hjálpi fólkinu við að komast í skjól ef á þarf að halda og veitir því stuðning. „Fólk í þessum aðstæðum er mjög brotið á sál og líkama og þarf að fá skjól og tíma til að átta sig og umönnun," segir Ragna.
Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira