Fleiri fréttir af veiði á Skagaheiði Karl Lúðvíksson skrifar 3. júní 2020 08:52 Hörður Heiðar Guðbjörnsson með fallegan urriða af Skagaheiði Mynd: www.veidikortid.is Það er að lifna hratt yfir vatnaveiðinni og þrátt fyrir að veður sé krefjandi fyrir þá sem standa vaktina við bakkann er veiðin góð. Veiðin á Skagaheið hefur verið mjög fín hjá öllum sem við höfum heyrt að hafi gert sér ferð í vötnin en að vísu má nefna að þeir sem rætt hefur verið við eru þaulvanir á svæðinu og þekkja vötnin vel. það er ekki annað að sjá og heyra en að silungurinn sé að koma vel undan vetri og eins og venjulega er algengasta stærðin eitt til tvö pund en þriggja og upp í fjögurra punda fiskar þó furðu fjölmennir í aflanum en það hefur ekki alltaf verið þannig. Þeir sem hafa hug á að kíkja í vötnin eru minntir á að mörg af þeim eru innan Veiðikortsins svo óþarfi er að kaupa veiðileyfi á staðnum en veiðimenn eru að sama skapi beðnir um að skoða vel hvaða vötn það eru á heiðinni sem eru í kortinu en þau eru það ekki öll. Stangveiði Mest lesið Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Vikulegar veiðitölur heldur lágar víðast hvar Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Veiði Metsumar í Stóru Laxá - 795 laxar á land Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Veiði Skemmtileg bók um silungsveiðar á Íslandi Veiði Hrun í smálaxastofninum er ekki einsdæmi á Íslandi Veiði
Það er að lifna hratt yfir vatnaveiðinni og þrátt fyrir að veður sé krefjandi fyrir þá sem standa vaktina við bakkann er veiðin góð. Veiðin á Skagaheið hefur verið mjög fín hjá öllum sem við höfum heyrt að hafi gert sér ferð í vötnin en að vísu má nefna að þeir sem rætt hefur verið við eru þaulvanir á svæðinu og þekkja vötnin vel. það er ekki annað að sjá og heyra en að silungurinn sé að koma vel undan vetri og eins og venjulega er algengasta stærðin eitt til tvö pund en þriggja og upp í fjögurra punda fiskar þó furðu fjölmennir í aflanum en það hefur ekki alltaf verið þannig. Þeir sem hafa hug á að kíkja í vötnin eru minntir á að mörg af þeim eru innan Veiðikortsins svo óþarfi er að kaupa veiðileyfi á staðnum en veiðimenn eru að sama skapi beðnir um að skoða vel hvaða vötn það eru á heiðinni sem eru í kortinu en þau eru það ekki öll.
Stangveiði Mest lesið Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Vikulegar veiðitölur heldur lágar víðast hvar Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Veiði Metsumar í Stóru Laxá - 795 laxar á land Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Veiði Skemmtileg bók um silungsveiðar á Íslandi Veiði Hrun í smálaxastofninum er ekki einsdæmi á Íslandi Veiði