Fjórir eru í haldi lögreglu eftir hópslagsmál í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Þrír voru fluttir á slysadeild eftir slagsmálin.
Að sögn Margeirs Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá miðlægri rannsóknardeild, er talið að eggvopnum hafi verið beitt. Átökin voru á milli íslenskra og erlendra manna og mikill viðbúnaður lögreglu var á staðnum.
Einhverjir rotuðust í átökunum og fengu skurði. Fjórir eru í haldi lögreglu vegna málsins sem er nú til rannsóknar.
Vísir hefur undir höndum myndband sem tekið var á vettvangi slagsmálanna í gær. Myndbandið má sjá hér að neðan. Myndbandinu hefur verið breytt svo ekki sé hægt að persónugreina þá sem þar sjást.