Að vaxa út úr kreppu Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 31. ágúst 2020 10:00 Kreppa er orð sem vekur upp óþægileg hugrenningatengsl hjá flestum okkar. Hrunið er fólki enn í fersku minni og eftir mikið vaxtarskeið síðustu ár hér á landi stöndum við nú á ný frammi fyrir efnahagshremmingum. Að þessu sinni er það þó ekki innanmein fjármálakerfisins sem liggja kreppunni til grundvallar, heldur ófyrirséð utanaðkomandi ógn í formi kórónaveiru. Þegar við ákveðum hvernig bregðast eigi við breyttum efnahagshorfum er að ýmsu að hyggja. Ætlum við að horfa fram á veginn eða stefna aftur til fyrra efnahagslífs. Við þessari spurningu er aðeins eitt svar og það er að horfa fram á við og byggja upp en með nýjum áherslum og lausnum. Liður í því er að endurskoða fyrri áætlanir. Í liðinni viku lagði ríkisstjórnin fram uppfærða fjármálastefnu. Þar sést glögglega hversu mikið högg þessi kórónukreppa verður fyrir íslenskt samfélag. Tekjur ríkisins dragast snarlega saman en útgjöldin aukast samtímis umtalsvert. Sumir telja að við þessar aðstæður væri ráð að draga saman seglin og skera niður í þjónustu hins opinbera. Það stendur þó ekki til að gera. Blessunarlega hafa flestir fallist á það sem við í Vinstri grænum höfum haldið fram um áraraðir, að það er betra að vaxa út úr kreppum heldur en að skera sig niður úr þeim. Góð skuldastaða ríkissjóðs er nýtt og meðvituð ákvörðun tekin um að reka hann til næstu ára með halla. Með því að fara í þennan hallarekstur verður höggið sem almenningur myndi annars finna fyrir vegna kreppunnar mildað. Dýfan verður grynnri og aðstæður fyrir viðspyrnu að sama skapi kröftugri. Hallareksturinn er ekki fé út um gluggann – hann mun allur gagnast til að létta heimilum og fyrirtækjum róðurinn næstu misseri. Hann fer í að verja velferðarkerfið sem við reiðum okkur öll á og erum stolt af. Til að taka lítið dæmi, þá hafa framlög til heilbrigðiskerfisins verið aukin um 13% að raungildi í tíð þessarar ríkisstjórnar. Sú aukning hefur stuðlað að bættri þjónustu, sérstaklega á sviði geðheilbrigðismála, dregið úr greiðsluþátttöku og gert heilbrigðiskerfinu betur kleift að takast á við heimsfaraldur. Sterk til framtíðar Nýverið voru kynnt áform ríkisstjórnarinnar um framlengingu á úrræðum á borð við hlutabótaleið ásamt því að atvinnuleysisbætur eru í reynd hækkaðar með því að lengja tímabil tekjutengdra bóta um þrjá mánuði. Svo er það sem mögulega er mikilvægasta úrræðið, að atvinnuleitendum verður gert kleift að fara í nám og efla sig þannig til framtíðar. Ferðaþjónustan á glæsta framtíð á Íslandi. Náttúran og menningin eru hér enn, það sem vantar er ferðaviljinn og getan til að ferðast, bæði sökum sóttvarnarráðstafana erlendis og hérlendis en einnig vegna þess hve gríðarleg áhrif veiran hefur haft á tekjur fólks í þeim löndum sem hingað til hafa ferðast mest hingað. Það er þó tímabundið ástand og mun vonandi vara sem skemmst. Þegar við förum fram á vegin saman þurfum við að hafa sjálfbærni og loftslagsmál í huga og á þeim grunni munum við skapa ný störf. Menntun er lykilatriði í því, ásamt rannsóknasjóðum sem þessi ríkisstjórn hefur styrkt til muna á þessu ári, Kríu – sprota og nýsköpunarsjóði hefur verið komið á fót. Matvælasjóður mun fjármagna mörg spennandi verkefni sem aukið geta við verðmætasköpun í matvælalandinu Íslandi. Hagkerfið sem var í janúar 2019 kemur seint eða aldrei aftur. Við þurfum að byggja aftur upp verðmætasköpun og þá skulum við gera það betur en áður. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Kreppa er orð sem vekur upp óþægileg hugrenningatengsl hjá flestum okkar. Hrunið er fólki enn í fersku minni og eftir mikið vaxtarskeið síðustu ár hér á landi stöndum við nú á ný frammi fyrir efnahagshremmingum. Að þessu sinni er það þó ekki innanmein fjármálakerfisins sem liggja kreppunni til grundvallar, heldur ófyrirséð utanaðkomandi ógn í formi kórónaveiru. Þegar við ákveðum hvernig bregðast eigi við breyttum efnahagshorfum er að ýmsu að hyggja. Ætlum við að horfa fram á veginn eða stefna aftur til fyrra efnahagslífs. Við þessari spurningu er aðeins eitt svar og það er að horfa fram á við og byggja upp en með nýjum áherslum og lausnum. Liður í því er að endurskoða fyrri áætlanir. Í liðinni viku lagði ríkisstjórnin fram uppfærða fjármálastefnu. Þar sést glögglega hversu mikið högg þessi kórónukreppa verður fyrir íslenskt samfélag. Tekjur ríkisins dragast snarlega saman en útgjöldin aukast samtímis umtalsvert. Sumir telja að við þessar aðstæður væri ráð að draga saman seglin og skera niður í þjónustu hins opinbera. Það stendur þó ekki til að gera. Blessunarlega hafa flestir fallist á það sem við í Vinstri grænum höfum haldið fram um áraraðir, að það er betra að vaxa út úr kreppum heldur en að skera sig niður úr þeim. Góð skuldastaða ríkissjóðs er nýtt og meðvituð ákvörðun tekin um að reka hann til næstu ára með halla. Með því að fara í þennan hallarekstur verður höggið sem almenningur myndi annars finna fyrir vegna kreppunnar mildað. Dýfan verður grynnri og aðstæður fyrir viðspyrnu að sama skapi kröftugri. Hallareksturinn er ekki fé út um gluggann – hann mun allur gagnast til að létta heimilum og fyrirtækjum róðurinn næstu misseri. Hann fer í að verja velferðarkerfið sem við reiðum okkur öll á og erum stolt af. Til að taka lítið dæmi, þá hafa framlög til heilbrigðiskerfisins verið aukin um 13% að raungildi í tíð þessarar ríkisstjórnar. Sú aukning hefur stuðlað að bættri þjónustu, sérstaklega á sviði geðheilbrigðismála, dregið úr greiðsluþátttöku og gert heilbrigðiskerfinu betur kleift að takast á við heimsfaraldur. Sterk til framtíðar Nýverið voru kynnt áform ríkisstjórnarinnar um framlengingu á úrræðum á borð við hlutabótaleið ásamt því að atvinnuleysisbætur eru í reynd hækkaðar með því að lengja tímabil tekjutengdra bóta um þrjá mánuði. Svo er það sem mögulega er mikilvægasta úrræðið, að atvinnuleitendum verður gert kleift að fara í nám og efla sig þannig til framtíðar. Ferðaþjónustan á glæsta framtíð á Íslandi. Náttúran og menningin eru hér enn, það sem vantar er ferðaviljinn og getan til að ferðast, bæði sökum sóttvarnarráðstafana erlendis og hérlendis en einnig vegna þess hve gríðarleg áhrif veiran hefur haft á tekjur fólks í þeim löndum sem hingað til hafa ferðast mest hingað. Það er þó tímabundið ástand og mun vonandi vara sem skemmst. Þegar við förum fram á vegin saman þurfum við að hafa sjálfbærni og loftslagsmál í huga og á þeim grunni munum við skapa ný störf. Menntun er lykilatriði í því, ásamt rannsóknasjóðum sem þessi ríkisstjórn hefur styrkt til muna á þessu ári, Kríu – sprota og nýsköpunarsjóði hefur verið komið á fót. Matvælasjóður mun fjármagna mörg spennandi verkefni sem aukið geta við verðmætasköpun í matvælalandinu Íslandi. Hagkerfið sem var í janúar 2019 kemur seint eða aldrei aftur. Við þurfum að byggja aftur upp verðmætasköpun og þá skulum við gera það betur en áður. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun