„Ég fíla að fara eftir fjarlægum draumi“ Sindri Sverrisson skrifar 31. ágúst 2020 10:30 Sara Björk Gunnarsdóttir með liðsfélögum sínum og Evrópumeistarabikarnum. VÍSIR/GETTY „Mér þykir ótrúlega vænt um allar þessar kveðjur. Ég var í smá sjokki yfir hve margir voru að horfa á leikinn,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, nývöknuð í Frakklandi. Hamingjuóskum hefur rignt yfir hinn nýkrýnda Evrópumeistara í fótbolta. Sara setti stefnuna á Evrópumeistaratitil þegar hún fór í atvinnumennsku til Svíþjóðar 2011, þá tvítug, og þó að leiðin hafi verið þyrnum stráð hefur hún nánast sífellt legið upp á við. Draumurinn rættist með Lyon á Spáni í gærkvöld, með 3-1 sigri á hennar gamla liði Wolfsburg, og það var Sara sem innsiglaði sigurinn með lokamarki leiksins. „Það er hálfóraunverulegt hvernig þetta fór en samt var ég búin að ímynda mér þetta svo oft. Ég reyndi að stimpla inn í hausinn á mér að þetta myndi fara svona. En svo var maður um leið drulluhræddur um að þetta færi öðruvísi,“ sagði Sara sem var rétt byrjuð að skoða kveðjur úr öllum áttum þegar blaðamaður heyrði í henni í morgun. „Maður er stoltur Íslendingur“ „Það er fallegt að sjá þessa umfjöllun og allar kveðjurnar. En ég verð að segja að kveðjurnar frá mömmu, pabba og bróður mínum standa upp úr. Þau eru bara með tárin í augunum. Ég hringdi í þau og sagði þeim að þetta væri fyrir þau. Þau hafa alltaf verið til staðar fyrir mig, eru alltaf við símann þegar reynir á, og hringja í mig á hverjum degi. Frá því að ég var fimm ára hafa þau fylgt mér á æfingar og fylgst vel með, streymt leikjum eftir að ég fór út og svona. Það er mjög sérstakt að geta gert þetta fyrir þau,“ sagði Sara, og bætti við: „En auðvitað þótti mér vænt um allar kveðjurnar. Það er fólk að koma til manns og spyrja út í þetta, að maður sé sú fyrsta frá Íslandi til að spila úrslitaleikinn og skora í honum. Maður er stoltur Íslendingur.“ View this post on Instagram A post shared by Sara Björk Gunnarsdóttir (@sarabjork90) on Aug 31, 2020 at 2:27am PDT Vissi ekki hvaða tilfinningar kæmu í þessum skrýtnu aðstæðum Sara varð Þýskalandsmeistari með Wolfsburg fyrir tveimur mánuðum, í fjórða sinn, áður en Lyon fékk hana til sín í sumar. Hún lék því með báðum liðum í keppninni. „Ég viðurkenni það alveg að maður var búinn að vera með smáhnút og vissi ekki alveg hvaða tilfinningar myndu koma upp í þessum skrýtnu aðstæðum. Það er náttúrulega ekki langt síðan að ég var að spila með Wolfsburg, og skrýtið að vera að mæta stelpunum, sérstaklega í svona úrslitaleik. Maður fann það aðeins í byrjun en svo var ég svo ótrúlega einbeitt í leiknum á að klára þetta með Lyon. Tilfinningin var ótrúleg þegar dómarinn flautaði af. Mig er búið að dreyma um þetta svo ótrúlega lengi. Eftir úrslitaleikinn fyrir tveimur árum [þegar Sara tapaði með Wolfsburg gegn Lyon] hugsaði ég alveg með mér; „Er ég einhvern tímann að fara að ná þessum titli?“ Það var ótrúlega sætt að ná því og maður fór í hálfgert „blackout“ þegar það tókst. Þetta hefur verið stefnan frá því að ég fór út í atvinnumennsku í Svíþjóð en var samt svo ótrúlega fjarlægt á þeim tímapunkti. Ég hugsaði bara að það yrði svo svakalegt að ná að vinna þennan titil. Ég fíla að fara eftir fjarlægum draumi og gera allt til að komast á þann stað, eða að minnsta kosti nálægt honum,“ sagði Sara. Klippa: Sara skorar gegn Wolfsburg „Einhvern veginn missti ég mig gjörsamlega“ En skoraði hún í draumnum sínum, eins og hún gerði í gærkvöld, þegar hún var sömuleiðis besti maður leiksins að margra mati. „Já, ég gerði það nú. Ég var búin að sjá fyrir mér hvað væri það besta sem gæti gerst og þetta fór akkúrat eins og þetta átti að fara. Ég er ótrúlega stolt. Mér fannst við hafa yfirburði í fyrri hálfleiknum og fann það í hálfleik að við værum að fara að vinna.“ „Það var rosalega mikið af tilfinningum í gangi þarna þegar ég skoraði. Le Sommer kom með boltann inn í teiginn og ég fattaði ekki alveg að boltinn væri að koma til mín – var að hlaupa úr rangstöðunni – en svo kom boltinn og ég veit ekki hvaða viðbragð þetta var en ég reyndi að skila boltanum inn. Einhvern veginn missti ég mig gjörsamlega þegar það tókst. „Við erum búnar að vinna!“ En svo áttaði ég mig líka á að ég væri að fagna [gegn gömlu samherjunum]. Ég var búin að hugsa um það fyrir leikinn að svona aðstæður gætu komið upp en maður verður að fara bara eftir tilfinningunum sínum. En svo er maður búinn að fá komment frá einhverjum Þjóðverjum eftir þetta. „Ég sá þig fagna,“ segja þeir. En ég vildi fagna. Þetta var ákveðinn persónulegur sigur fyrir mig,“ sagði Sara og kippti sér ekki mikið upp við biturleika nokkurra stuðningsmanna Wolfsburg. Hún er góð vinkona margra í liði Wolfsburg, sérstaklega dönsku markamaskínunnar Pernille Harder. Klippa: Sara lyftir Evrópubikarnum „Sýndi stelpunum í Wolfsburg mikla virðingu“ „Ég sýndi stelpunum í Wolfsburg auðvitað mikla virðingu í leiknum, fyrir hann og eftir leik. Mér fannst ekkert að því að fagna. Eftir leik fór ég til Pernille og knúsaði hana, og hún sagði bara „til hamingju, þú átt þetta skilið“. Það er erfitt að segja eitthvað á svona stundu en ég labbaði þarna um og tók utan um leikmennina og starfsliðið hjá Wolfsburg. Ég veit best sjálf hvað þær hafa lagt á sig til að komast í úrslitaleikinn, og hversu mikið þær vildu vinna. Ég veit líka hvernig er að tapa úrslitaleik. Það var leiðinlegt að sjá þær og ég fann til með þeim,“ sagði Sara. Sara Björk Gunnarsdóttir með verðlaunagripinn í gær.VÍSIR/GETTY Gaf tóninn á fyrstu æfingu Eftir að hafa komið inn á sem varamaður í 8-liða úrslitum keppninnar lék Sara allar 90 mínúturnar í undanúrslita- og úrslitaleiknum, og þakkaði Jean-Luc Vasseur traustið. „Ég er auðvitað mjög ánægð með það að þjálfarinn hafi gefið mér tækifæri til að koma inn í liðið og byrja bæði undanúrslitaleikinn og úrslitaleikinn. Fyrir mig persónulega er þetta alveg geðveikt – að hafa getað aðlagast liðinu svona fljótt. Ég hugsaði líka með mér þegar ég kom til Lyon að ég þyrfti að gefa tóninn strax. Sýna að ég væri komin til að taka sæti í liðinu, ekki að ég yrði ánægð með að fá nokkrar mínútur í leikjum. Ég man að á fyrstu æfingunum gerði ég þetta – sýndi strax hver ég væri og lét heyra í mér. Þetta er auðvitað ekkert létt. Við erum með fyrirliða Japan og Frakklands á miðjunni, og maður sér alveg að þjálfarinn er stressaður með að taka þá ákvörðun að setja einhverja á bekkinn. Ég gerði honum erfitt fyrir og hann sér vonandi ekki eftir ákvörðun sinni núna.“ Fótbolti Meistaradeild Evrópu Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Sara og Evrópumeistararnir sungu Whitney Houston-lag í fagnaðarlátunum Evrópumeistarar Lyon sungu frægan slagara Whitney Houston í rútunni á leið af Anoeta vellinum þar sem úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fór fram. 31. ágúst 2020 10:00 Sara hughreysti vinkonu sína í Wolfsburg eftir úrslitaleikinn Eftir að hafa unnið sinn stærsta sigur á ferlinum gaf Sara Björk Gunnarsdóttir sér tíma til að hughreysta vinkonu sína í Wolfsburg, liðinu sem hún lék með áður en hún fór til Wolfsburg. 31. ágúst 2020 09:30 Forsætisráðherra sendi Söru hamingjuóskir: „Mögnuð íþróttakona og sannkallað afrek“ Forsætisráðherra Íslands var meðal þeirra fjölmörgu sem sendu Söru Björk Gunnarsdóttur hamingjuóskir eftir að hún varð fyrst íslenskra kvenna til að vinna Meistaradeild Evrópu. 31. ágúst 2020 08:00 Vatni skvett yfir Söru sem dansaði trylltan sigurdans Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Lyon voru heldur betur í stuði eftir að liðið lyfti Evrópubikarnum á loft. 30. ágúst 2020 23:00 Sjáðu Söru lyfta Evrópubikarnum Sara Björk Gunnarsdóttir varð í kvöld annar íslenski leikmaðurinn til þess að vinna Meistaradeild Evrópu. 30. ágúst 2020 21:15 Frakklandsforseti, formaður KSÍ og samherjar úr landsliðinu senda Söru hamingjuóskir Íslenskt knattspyrnufólk sem og aðrir hafa sent Söru Björk Gunnarsdóttir hamingjuóskir eftir að hún varð Evrópumeistari í kvöld. 30. ágúst 2020 20:23 Blaðamaður The Athletic sagði Söru besta leikmann úrslitaleiksins sem átti skilið að skora Sara Björk Gunnarsdóttir átti virkilega góðan leik í liði Lyon sem hirti gullið í Meistaradeild Evrópu með 3-1 sigur á Wolfsburg í kvöld. 30. ágúst 2020 20:13 Sjáðu markið hennar Söru sem innsiglaði sigur Lyon Sara Björk Gunarsdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði eitt marka Lyon sem vann 3-1 sigur á Wolfsburg í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld. 30. ágúst 2020 20:05 Sara Björk skoraði og Lyon er Evrópumeistari Sara Björk Gunnarsdóttir er Evrópumeistari í fyrsta sinn eftir að Lyon vann 3-1 sigur á Wolfsburg í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld. Sara Björk skoraði í leiknum. 30. ágúst 2020 19:55 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sjá meira
„Mér þykir ótrúlega vænt um allar þessar kveðjur. Ég var í smá sjokki yfir hve margir voru að horfa á leikinn,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, nývöknuð í Frakklandi. Hamingjuóskum hefur rignt yfir hinn nýkrýnda Evrópumeistara í fótbolta. Sara setti stefnuna á Evrópumeistaratitil þegar hún fór í atvinnumennsku til Svíþjóðar 2011, þá tvítug, og þó að leiðin hafi verið þyrnum stráð hefur hún nánast sífellt legið upp á við. Draumurinn rættist með Lyon á Spáni í gærkvöld, með 3-1 sigri á hennar gamla liði Wolfsburg, og það var Sara sem innsiglaði sigurinn með lokamarki leiksins. „Það er hálfóraunverulegt hvernig þetta fór en samt var ég búin að ímynda mér þetta svo oft. Ég reyndi að stimpla inn í hausinn á mér að þetta myndi fara svona. En svo var maður um leið drulluhræddur um að þetta færi öðruvísi,“ sagði Sara sem var rétt byrjuð að skoða kveðjur úr öllum áttum þegar blaðamaður heyrði í henni í morgun. „Maður er stoltur Íslendingur“ „Það er fallegt að sjá þessa umfjöllun og allar kveðjurnar. En ég verð að segja að kveðjurnar frá mömmu, pabba og bróður mínum standa upp úr. Þau eru bara með tárin í augunum. Ég hringdi í þau og sagði þeim að þetta væri fyrir þau. Þau hafa alltaf verið til staðar fyrir mig, eru alltaf við símann þegar reynir á, og hringja í mig á hverjum degi. Frá því að ég var fimm ára hafa þau fylgt mér á æfingar og fylgst vel með, streymt leikjum eftir að ég fór út og svona. Það er mjög sérstakt að geta gert þetta fyrir þau,“ sagði Sara, og bætti við: „En auðvitað þótti mér vænt um allar kveðjurnar. Það er fólk að koma til manns og spyrja út í þetta, að maður sé sú fyrsta frá Íslandi til að spila úrslitaleikinn og skora í honum. Maður er stoltur Íslendingur.“ View this post on Instagram A post shared by Sara Björk Gunnarsdóttir (@sarabjork90) on Aug 31, 2020 at 2:27am PDT Vissi ekki hvaða tilfinningar kæmu í þessum skrýtnu aðstæðum Sara varð Þýskalandsmeistari með Wolfsburg fyrir tveimur mánuðum, í fjórða sinn, áður en Lyon fékk hana til sín í sumar. Hún lék því með báðum liðum í keppninni. „Ég viðurkenni það alveg að maður var búinn að vera með smáhnút og vissi ekki alveg hvaða tilfinningar myndu koma upp í þessum skrýtnu aðstæðum. Það er náttúrulega ekki langt síðan að ég var að spila með Wolfsburg, og skrýtið að vera að mæta stelpunum, sérstaklega í svona úrslitaleik. Maður fann það aðeins í byrjun en svo var ég svo ótrúlega einbeitt í leiknum á að klára þetta með Lyon. Tilfinningin var ótrúleg þegar dómarinn flautaði af. Mig er búið að dreyma um þetta svo ótrúlega lengi. Eftir úrslitaleikinn fyrir tveimur árum [þegar Sara tapaði með Wolfsburg gegn Lyon] hugsaði ég alveg með mér; „Er ég einhvern tímann að fara að ná þessum titli?“ Það var ótrúlega sætt að ná því og maður fór í hálfgert „blackout“ þegar það tókst. Þetta hefur verið stefnan frá því að ég fór út í atvinnumennsku í Svíþjóð en var samt svo ótrúlega fjarlægt á þeim tímapunkti. Ég hugsaði bara að það yrði svo svakalegt að ná að vinna þennan titil. Ég fíla að fara eftir fjarlægum draumi og gera allt til að komast á þann stað, eða að minnsta kosti nálægt honum,“ sagði Sara. Klippa: Sara skorar gegn Wolfsburg „Einhvern veginn missti ég mig gjörsamlega“ En skoraði hún í draumnum sínum, eins og hún gerði í gærkvöld, þegar hún var sömuleiðis besti maður leiksins að margra mati. „Já, ég gerði það nú. Ég var búin að sjá fyrir mér hvað væri það besta sem gæti gerst og þetta fór akkúrat eins og þetta átti að fara. Ég er ótrúlega stolt. Mér fannst við hafa yfirburði í fyrri hálfleiknum og fann það í hálfleik að við værum að fara að vinna.“ „Það var rosalega mikið af tilfinningum í gangi þarna þegar ég skoraði. Le Sommer kom með boltann inn í teiginn og ég fattaði ekki alveg að boltinn væri að koma til mín – var að hlaupa úr rangstöðunni – en svo kom boltinn og ég veit ekki hvaða viðbragð þetta var en ég reyndi að skila boltanum inn. Einhvern veginn missti ég mig gjörsamlega þegar það tókst. „Við erum búnar að vinna!“ En svo áttaði ég mig líka á að ég væri að fagna [gegn gömlu samherjunum]. Ég var búin að hugsa um það fyrir leikinn að svona aðstæður gætu komið upp en maður verður að fara bara eftir tilfinningunum sínum. En svo er maður búinn að fá komment frá einhverjum Þjóðverjum eftir þetta. „Ég sá þig fagna,“ segja þeir. En ég vildi fagna. Þetta var ákveðinn persónulegur sigur fyrir mig,“ sagði Sara og kippti sér ekki mikið upp við biturleika nokkurra stuðningsmanna Wolfsburg. Hún er góð vinkona margra í liði Wolfsburg, sérstaklega dönsku markamaskínunnar Pernille Harder. Klippa: Sara lyftir Evrópubikarnum „Sýndi stelpunum í Wolfsburg mikla virðingu“ „Ég sýndi stelpunum í Wolfsburg auðvitað mikla virðingu í leiknum, fyrir hann og eftir leik. Mér fannst ekkert að því að fagna. Eftir leik fór ég til Pernille og knúsaði hana, og hún sagði bara „til hamingju, þú átt þetta skilið“. Það er erfitt að segja eitthvað á svona stundu en ég labbaði þarna um og tók utan um leikmennina og starfsliðið hjá Wolfsburg. Ég veit best sjálf hvað þær hafa lagt á sig til að komast í úrslitaleikinn, og hversu mikið þær vildu vinna. Ég veit líka hvernig er að tapa úrslitaleik. Það var leiðinlegt að sjá þær og ég fann til með þeim,“ sagði Sara. Sara Björk Gunnarsdóttir með verðlaunagripinn í gær.VÍSIR/GETTY Gaf tóninn á fyrstu æfingu Eftir að hafa komið inn á sem varamaður í 8-liða úrslitum keppninnar lék Sara allar 90 mínúturnar í undanúrslita- og úrslitaleiknum, og þakkaði Jean-Luc Vasseur traustið. „Ég er auðvitað mjög ánægð með það að þjálfarinn hafi gefið mér tækifæri til að koma inn í liðið og byrja bæði undanúrslitaleikinn og úrslitaleikinn. Fyrir mig persónulega er þetta alveg geðveikt – að hafa getað aðlagast liðinu svona fljótt. Ég hugsaði líka með mér þegar ég kom til Lyon að ég þyrfti að gefa tóninn strax. Sýna að ég væri komin til að taka sæti í liðinu, ekki að ég yrði ánægð með að fá nokkrar mínútur í leikjum. Ég man að á fyrstu æfingunum gerði ég þetta – sýndi strax hver ég væri og lét heyra í mér. Þetta er auðvitað ekkert létt. Við erum með fyrirliða Japan og Frakklands á miðjunni, og maður sér alveg að þjálfarinn er stressaður með að taka þá ákvörðun að setja einhverja á bekkinn. Ég gerði honum erfitt fyrir og hann sér vonandi ekki eftir ákvörðun sinni núna.“
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Sara og Evrópumeistararnir sungu Whitney Houston-lag í fagnaðarlátunum Evrópumeistarar Lyon sungu frægan slagara Whitney Houston í rútunni á leið af Anoeta vellinum þar sem úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fór fram. 31. ágúst 2020 10:00 Sara hughreysti vinkonu sína í Wolfsburg eftir úrslitaleikinn Eftir að hafa unnið sinn stærsta sigur á ferlinum gaf Sara Björk Gunnarsdóttir sér tíma til að hughreysta vinkonu sína í Wolfsburg, liðinu sem hún lék með áður en hún fór til Wolfsburg. 31. ágúst 2020 09:30 Forsætisráðherra sendi Söru hamingjuóskir: „Mögnuð íþróttakona og sannkallað afrek“ Forsætisráðherra Íslands var meðal þeirra fjölmörgu sem sendu Söru Björk Gunnarsdóttur hamingjuóskir eftir að hún varð fyrst íslenskra kvenna til að vinna Meistaradeild Evrópu. 31. ágúst 2020 08:00 Vatni skvett yfir Söru sem dansaði trylltan sigurdans Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Lyon voru heldur betur í stuði eftir að liðið lyfti Evrópubikarnum á loft. 30. ágúst 2020 23:00 Sjáðu Söru lyfta Evrópubikarnum Sara Björk Gunnarsdóttir varð í kvöld annar íslenski leikmaðurinn til þess að vinna Meistaradeild Evrópu. 30. ágúst 2020 21:15 Frakklandsforseti, formaður KSÍ og samherjar úr landsliðinu senda Söru hamingjuóskir Íslenskt knattspyrnufólk sem og aðrir hafa sent Söru Björk Gunnarsdóttir hamingjuóskir eftir að hún varð Evrópumeistari í kvöld. 30. ágúst 2020 20:23 Blaðamaður The Athletic sagði Söru besta leikmann úrslitaleiksins sem átti skilið að skora Sara Björk Gunnarsdóttir átti virkilega góðan leik í liði Lyon sem hirti gullið í Meistaradeild Evrópu með 3-1 sigur á Wolfsburg í kvöld. 30. ágúst 2020 20:13 Sjáðu markið hennar Söru sem innsiglaði sigur Lyon Sara Björk Gunarsdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði eitt marka Lyon sem vann 3-1 sigur á Wolfsburg í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld. 30. ágúst 2020 20:05 Sara Björk skoraði og Lyon er Evrópumeistari Sara Björk Gunnarsdóttir er Evrópumeistari í fyrsta sinn eftir að Lyon vann 3-1 sigur á Wolfsburg í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld. Sara Björk skoraði í leiknum. 30. ágúst 2020 19:55 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sjá meira
Sara og Evrópumeistararnir sungu Whitney Houston-lag í fagnaðarlátunum Evrópumeistarar Lyon sungu frægan slagara Whitney Houston í rútunni á leið af Anoeta vellinum þar sem úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fór fram. 31. ágúst 2020 10:00
Sara hughreysti vinkonu sína í Wolfsburg eftir úrslitaleikinn Eftir að hafa unnið sinn stærsta sigur á ferlinum gaf Sara Björk Gunnarsdóttir sér tíma til að hughreysta vinkonu sína í Wolfsburg, liðinu sem hún lék með áður en hún fór til Wolfsburg. 31. ágúst 2020 09:30
Forsætisráðherra sendi Söru hamingjuóskir: „Mögnuð íþróttakona og sannkallað afrek“ Forsætisráðherra Íslands var meðal þeirra fjölmörgu sem sendu Söru Björk Gunnarsdóttur hamingjuóskir eftir að hún varð fyrst íslenskra kvenna til að vinna Meistaradeild Evrópu. 31. ágúst 2020 08:00
Vatni skvett yfir Söru sem dansaði trylltan sigurdans Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Lyon voru heldur betur í stuði eftir að liðið lyfti Evrópubikarnum á loft. 30. ágúst 2020 23:00
Sjáðu Söru lyfta Evrópubikarnum Sara Björk Gunnarsdóttir varð í kvöld annar íslenski leikmaðurinn til þess að vinna Meistaradeild Evrópu. 30. ágúst 2020 21:15
Frakklandsforseti, formaður KSÍ og samherjar úr landsliðinu senda Söru hamingjuóskir Íslenskt knattspyrnufólk sem og aðrir hafa sent Söru Björk Gunnarsdóttir hamingjuóskir eftir að hún varð Evrópumeistari í kvöld. 30. ágúst 2020 20:23
Blaðamaður The Athletic sagði Söru besta leikmann úrslitaleiksins sem átti skilið að skora Sara Björk Gunnarsdóttir átti virkilega góðan leik í liði Lyon sem hirti gullið í Meistaradeild Evrópu með 3-1 sigur á Wolfsburg í kvöld. 30. ágúst 2020 20:13
Sjáðu markið hennar Söru sem innsiglaði sigur Lyon Sara Björk Gunarsdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði eitt marka Lyon sem vann 3-1 sigur á Wolfsburg í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld. 30. ágúst 2020 20:05
Sara Björk skoraði og Lyon er Evrópumeistari Sara Björk Gunnarsdóttir er Evrópumeistari í fyrsta sinn eftir að Lyon vann 3-1 sigur á Wolfsburg í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld. Sara Björk skoraði í leiknum. 30. ágúst 2020 19:55