Joachim Löw, þjálfari þýska landsliðsins í knattspyrnu, segir að hann myndi kjósa Manuel Neuer sem besta leikmann 2019/2020 tímabilsins.
Lewandowski var magnaður á síðasta ári og skoraði 55 mörk í 47 leikjum og var líklegur til að vinna Ballon d'Or áður en verðlaunahátíðin var blásin af.
Löw er ekki í neinum vafa um hvaða leikmenn hann myndi kjósa sem gullverðlauna Gullboltans.
„Manu var í frábæru formi 2019-2020. Manu var í sérklassa. Ótrúlegur,“ sagði hann í samtali við Kicker.
„Ég hef ekkert á móti Robert Lewandowski. Hann er heimsklassa markaskorari en fyrir mig er besti leikmaður ársins Manuel Neuer.“
„Það sem hann gerði í Lissabon var ótrúlegt. Hann hélt búðinni lokaðri. Hann bjargaði því að Lyon og PSG kæmust yfir eða jöfnuðu í 1-1. Þú hafðir á tilfinningunni að hann væri alls staðar,“ sagði Löw.
Germany boss Joachim Low says he would've picked Manuel Neuer over goal machine Robert Lewandowski for Ballon d'Or after Champions League heroics https://t.co/ZHfQZ7zDIi
— MailOnline Sport (@MailSport) August 31, 2020