Lífið

David Blaine svífur um loftið með helíumblöðrum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Margir bíða eftir nýjasta töfrabragði Blaine. 
Margir bíða eftir nýjasta töfrabragði Blaine. 

Töframaðurinn David Blaine ætlar sér að svífa um loftið í Arizona í Bandaríkjunum og aðeins fastur við 52 helíumblöðrur.

Talið er að Blaine geti farið í 18.000 feta hæð í tilrauninni sem átti upphaflega að fara fram í New York en vegna veðurs var tilraunin færð í eyðimörkina í Arizona.

Bein útsending er hafin frá tilrauninni og má fylgjast með henni hér að neðan.

Blaine er í raun að endurleika atriði úr frægri kvikmynd, The Red Balloon sem kom út árið 1956.

Uppfært klukkan 15:53 - Tilraun David Blaine heppnaðist fullkomnlega og komst hann í 24.900 feta hæð. Þá lét hann sig falla til jarðar og lenti á jörðinni í fallhlíf. Þegar Blaine var kominn í 18.000 feta hæð upplifði hann töluverðan súrefnisskort en var með súrefni með í för.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×