Hundruð milljóna, betri HM-möguleikar og titill í húfi í Þjóðadeildinni Sindri Sverrisson skrifar 3. september 2020 09:30 Hörður Björgvin Magnússon og félagar í íslenska landsliðinu eiga erfiða leiki fyrir höndum í Þjóðadeildinni. VÍSIR/VILHELM Háar fjárhæðir, von um auðveldari riðil í undankeppni HM, og vissulega titill, er meðal þess sem er í húfi þegar Ísland hefur keppni í Þjóðadeild UEFA í fótbolta á laugardaginn. Þjóðadeildin, sem innleidd var til að fækka vináttulandsleikjum, er svo ný af nálinni að eflaust spyrja margir sig hvort og þá hvaða máli hún skipti. Hér verður gerð tilraun til að svara því. Ísland mætir Englandi á Laugardalsvelli á laugardag og því næst Belgum ytra á þriðjudag. Í október leikur liðið á heimavelli við Danmörku og Belgíu, og loks á útivelli gegn Danmörku og Englandi í nóvember þegar riðlakeppni Þjóðadeildarinnar lýkur. Þetta er í annað sinn sem Þjóðadeildin fer fram og aftur er Ísland á meðal bestu þjóða Evrópu í A-deild. Þannig er staðan þrátt fyrir að Ísland hafi tapað leikjum sínum gegn Belgíu og Sviss í síðustu keppni, haustið 2018, en ákveðið var að fjölga liðum í A-deild úr 12 í 16 og því féll ekkert lið niður í B-deild. Undirbúningur fyrir EM-umspilið Þökk sé lokastöðu Íslands í síðustu Þjóðadeild komst liðið í umspil fyrir næsta EM, umspil sem einnig verður útkljáð í október og nóvember. Ljóst er að Erik Hamrén horfir einmitt fyrst og fremst á leikina við England og Belgíu sem undirbúning fyrir umspilsleikinn við Rúmeníu, og þess vegna er hann óánægður með að hafa ekki Gylfa, Aron, Jóhann, Alfreð, Ragnar og Rúnar Má til taks. Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki með Íslandi í fyrstu leikjum Þjóðadeildarinnar.VÍSIR/VILHELM Gylfi, Jóhann og Alfreð gáfu ekki kost á sér í Þjóðadeildarleikina og þegar horft er til þess sem er í húfi í sjálfri keppninni er það kannski ekki skrýtið. Umspilsleikirnir eru alla vega langtum mikilvægari og aðalatriðið að þeir verði klárir í slaginn 8. október. Mikilvægt að safna stigum á heimslista Þjóðadeildin nú mun hafa mun minni áhrif á undankeppni HM 2022 en hún hafði á undankeppni EM. Tvö lið komast í HM-umspil í gegnum Þjóðadeildina og þurfa að hafa unnið sinn riðil, eins og nánar er fjallað um í greininni hér að neðan. Aftur á móti er mikilvægt fyrir Ísland að ná góðum úrslitum í Þjóðadeildinni því það skilar stigum á heimslista FIFA. Staðan á heimslista í nóvember, þegar riðlakeppni Þjóðadeildarinnar lýkur, ræður styrkleikaflokkunum þegar dregið verður í undankeppni HM. Eftir að hafa farið úr 131. sæti heimslistans alla leið upp í 18. sæti á árunum 2012-2018, féll Ísland hratt niður listann og er nú í 39. sæti. Það sem skiptir meira máli er að Ísland er í 24. sæti af Evrópuþjóðunum, og yrði því í 3. styrkleikaflokki fyrir HM-dráttinn eins og staðan er núna. Ísland þyrfti að fara upp um fjögur sæti til að komast í 2. styrkleikaflokk, eða falla niður um sjö sæti til að vera í 4. flokki. Fá kvartmilljón meira fyrir að vera í A-deild en D-deild Fyrir utan tækifærið til að spila við bestu landslið heims þá er kannski stærsti kosturinn við að spila í A-deild að það tryggir KSÍ hærra vinningsfé en að vera í lægri deild. Í síðustu Þjóðadeild fengust alla vega á endanum 2,25 milljónir evra bara fyrir það að vera í A-deild, sem í dag jafngildir 370 milljónum króna. Jón Dagur Þorsteinsson og Samúel Kári Friðjónsson eru í íslenska landsliðshópnum sem mætir Englandi og Belgíu.VÍSIR/VILHELM Liðin í B-deild fengu 1,5 milljón evra, liðin í C-deild 1,125 milljón evra, og liðin í D-deild fengu þriðjung af því sem að Ísland fékk eða 750.000 evrur. Lið sem að unnu sinn riðil fengu þó tvöfalda upphæð, þannig að með því að vinna riðil í C-deild fékkst sama upphæð og fyrir að vinna ekki riðil í A-deild. Englendingar fengu brons síðast Sigurvegarar riðlanna í A-deild komast í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar sem áætlað er að fari fram í september eða október á næsta ári. Ljóst er hins vegar að það mun taka lengri tíma fyrir UEFA að fá fólk til að líta á Þjóðadeildina sem „þriðja stórmótið“. Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu unnu fyrsta Þjóðadeildarmeistaratitilinn í fyrra, með sigri á Hollandi í úrslitaleik, og fékk portúgalska knattspyrnusambandið alls 10,5 milljónir evra í verðlaunafé. Englendingar, andstæðingar Íslands á laugardaginn, urðu í 3. sæti síðustu keppni. Þjóðadeild UEFA HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Albert var með eyrnalokkana umdeildu á æfingu landsliðsins Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, smellti af nokkrum myndum á æfingu karlalandsliðsins í fótbolta á Laugardalsvelli. 2. september 2020 13:29 Afar ólíklegt að Ísland fari í HM-umspil út frá Þjóðadeild | Lakari lið í betri stöðu Ísland þyrfti að slá Belgíu, Englandi og Danmörku við og vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni í fótbolta til að keppnin gagnaðist liðinu við að komast í umspil um sæti á HM í Katar 2022. 2. september 2020 11:30 Segir KSÍ hafa verið margar vikur að undirbúa leikinn gegn Englendingum Leikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni fer fram á laugardaginn kemur og hefur starfsfólk Laugardalsvallar staðið í ströngu undanfarna daga. 1. september 2020 19:00 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Í beinni: Ipswich Town - Manchester City | Meistararnir heimsækja nýliðana Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Sjá meira
Háar fjárhæðir, von um auðveldari riðil í undankeppni HM, og vissulega titill, er meðal þess sem er í húfi þegar Ísland hefur keppni í Þjóðadeild UEFA í fótbolta á laugardaginn. Þjóðadeildin, sem innleidd var til að fækka vináttulandsleikjum, er svo ný af nálinni að eflaust spyrja margir sig hvort og þá hvaða máli hún skipti. Hér verður gerð tilraun til að svara því. Ísland mætir Englandi á Laugardalsvelli á laugardag og því næst Belgum ytra á þriðjudag. Í október leikur liðið á heimavelli við Danmörku og Belgíu, og loks á útivelli gegn Danmörku og Englandi í nóvember þegar riðlakeppni Þjóðadeildarinnar lýkur. Þetta er í annað sinn sem Þjóðadeildin fer fram og aftur er Ísland á meðal bestu þjóða Evrópu í A-deild. Þannig er staðan þrátt fyrir að Ísland hafi tapað leikjum sínum gegn Belgíu og Sviss í síðustu keppni, haustið 2018, en ákveðið var að fjölga liðum í A-deild úr 12 í 16 og því féll ekkert lið niður í B-deild. Undirbúningur fyrir EM-umspilið Þökk sé lokastöðu Íslands í síðustu Þjóðadeild komst liðið í umspil fyrir næsta EM, umspil sem einnig verður útkljáð í október og nóvember. Ljóst er að Erik Hamrén horfir einmitt fyrst og fremst á leikina við England og Belgíu sem undirbúning fyrir umspilsleikinn við Rúmeníu, og þess vegna er hann óánægður með að hafa ekki Gylfa, Aron, Jóhann, Alfreð, Ragnar og Rúnar Má til taks. Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki með Íslandi í fyrstu leikjum Þjóðadeildarinnar.VÍSIR/VILHELM Gylfi, Jóhann og Alfreð gáfu ekki kost á sér í Þjóðadeildarleikina og þegar horft er til þess sem er í húfi í sjálfri keppninni er það kannski ekki skrýtið. Umspilsleikirnir eru alla vega langtum mikilvægari og aðalatriðið að þeir verði klárir í slaginn 8. október. Mikilvægt að safna stigum á heimslista Þjóðadeildin nú mun hafa mun minni áhrif á undankeppni HM 2022 en hún hafði á undankeppni EM. Tvö lið komast í HM-umspil í gegnum Þjóðadeildina og þurfa að hafa unnið sinn riðil, eins og nánar er fjallað um í greininni hér að neðan. Aftur á móti er mikilvægt fyrir Ísland að ná góðum úrslitum í Þjóðadeildinni því það skilar stigum á heimslista FIFA. Staðan á heimslista í nóvember, þegar riðlakeppni Þjóðadeildarinnar lýkur, ræður styrkleikaflokkunum þegar dregið verður í undankeppni HM. Eftir að hafa farið úr 131. sæti heimslistans alla leið upp í 18. sæti á árunum 2012-2018, féll Ísland hratt niður listann og er nú í 39. sæti. Það sem skiptir meira máli er að Ísland er í 24. sæti af Evrópuþjóðunum, og yrði því í 3. styrkleikaflokki fyrir HM-dráttinn eins og staðan er núna. Ísland þyrfti að fara upp um fjögur sæti til að komast í 2. styrkleikaflokk, eða falla niður um sjö sæti til að vera í 4. flokki. Fá kvartmilljón meira fyrir að vera í A-deild en D-deild Fyrir utan tækifærið til að spila við bestu landslið heims þá er kannski stærsti kosturinn við að spila í A-deild að það tryggir KSÍ hærra vinningsfé en að vera í lægri deild. Í síðustu Þjóðadeild fengust alla vega á endanum 2,25 milljónir evra bara fyrir það að vera í A-deild, sem í dag jafngildir 370 milljónum króna. Jón Dagur Þorsteinsson og Samúel Kári Friðjónsson eru í íslenska landsliðshópnum sem mætir Englandi og Belgíu.VÍSIR/VILHELM Liðin í B-deild fengu 1,5 milljón evra, liðin í C-deild 1,125 milljón evra, og liðin í D-deild fengu þriðjung af því sem að Ísland fékk eða 750.000 evrur. Lið sem að unnu sinn riðil fengu þó tvöfalda upphæð, þannig að með því að vinna riðil í C-deild fékkst sama upphæð og fyrir að vinna ekki riðil í A-deild. Englendingar fengu brons síðast Sigurvegarar riðlanna í A-deild komast í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar sem áætlað er að fari fram í september eða október á næsta ári. Ljóst er hins vegar að það mun taka lengri tíma fyrir UEFA að fá fólk til að líta á Þjóðadeildina sem „þriðja stórmótið“. Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu unnu fyrsta Þjóðadeildarmeistaratitilinn í fyrra, með sigri á Hollandi í úrslitaleik, og fékk portúgalska knattspyrnusambandið alls 10,5 milljónir evra í verðlaunafé. Englendingar, andstæðingar Íslands á laugardaginn, urðu í 3. sæti síðustu keppni.
Þjóðadeild UEFA HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Albert var með eyrnalokkana umdeildu á æfingu landsliðsins Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, smellti af nokkrum myndum á æfingu karlalandsliðsins í fótbolta á Laugardalsvelli. 2. september 2020 13:29 Afar ólíklegt að Ísland fari í HM-umspil út frá Þjóðadeild | Lakari lið í betri stöðu Ísland þyrfti að slá Belgíu, Englandi og Danmörku við og vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni í fótbolta til að keppnin gagnaðist liðinu við að komast í umspil um sæti á HM í Katar 2022. 2. september 2020 11:30 Segir KSÍ hafa verið margar vikur að undirbúa leikinn gegn Englendingum Leikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni fer fram á laugardaginn kemur og hefur starfsfólk Laugardalsvallar staðið í ströngu undanfarna daga. 1. september 2020 19:00 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Í beinni: Ipswich Town - Manchester City | Meistararnir heimsækja nýliðana Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Sjá meira
Albert var með eyrnalokkana umdeildu á æfingu landsliðsins Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, smellti af nokkrum myndum á æfingu karlalandsliðsins í fótbolta á Laugardalsvelli. 2. september 2020 13:29
Afar ólíklegt að Ísland fari í HM-umspil út frá Þjóðadeild | Lakari lið í betri stöðu Ísland þyrfti að slá Belgíu, Englandi og Danmörku við og vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni í fótbolta til að keppnin gagnaðist liðinu við að komast í umspil um sæti á HM í Katar 2022. 2. september 2020 11:30
Segir KSÍ hafa verið margar vikur að undirbúa leikinn gegn Englendingum Leikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni fer fram á laugardaginn kemur og hefur starfsfólk Laugardalsvallar staðið í ströngu undanfarna daga. 1. september 2020 19:00