Selfossstelpurnar hafa ekki tapað bikarleik í 26 mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2020 14:00 Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir og Elín Metta Jensen í baráttu um boltann í leik liðanna í Meistaradeildinni í byrjun sumars. Vísir/HAG 29. júní 2018 var svekkjandi föstudagskvöld fyrir kvennalið Selfoss þegar þær féllu út bikarnum. Þær hafa hins vegar ekki tapað bikarleik síðan og titilvörn bikarmeistaranna heldur áfram í dag. Bikarmeistarar Selfoss tekur á móti Íslandsmeisturum Vals í dag í stórleik átta liða úrslit Mjólkurbikars kvenna. Selfoss hjálpaði Valsliðinu á dögunum með því að vera fyrsta liðið til bæði að skora hjá og að vinna Breiðablik. Valsliðið komst fyrir vikið upp í toppsætið en Blikarnir eiga samt enn leiki inni. Selfossliðið ætlar sér mikið í sumar eftir sigurinn í bikarinn í fyrra en hefur ekki alveg staðið undir því. Liðið sýndi þó styrk sinn með sigrinum á Blikum á dögunum. Selfossliðið hefur ekki tapað bikarleik í meira en 26 mánuði eða síðan að Stjarnan sló liðið út í dramatískum leik í júnílok 2018. Selfoss var 2-1 yfir í leiknum þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af framlengingunni en Harpa Þorsteinsdóttir tryggði Stjörnunni vítakeppni með því að jafna metin á 118. mínútu. Selfossliðið var búið að vera manni færra frá 62. mínútu leiksins og var svo nálægt því að landa sigri. Harpa skoraði tvívegis í leiknum sjálfur og skoraði síðan úr úrslitaspyrnunni í vítakeppninni sem Starman vann 5-4. Við hlökkum til að hefja þetta fótboltasumar! #mjólkurbikarinn pic.twitter.com/ieAlrOay1l— Mjólkurbikarinn (@mjolkurbikarinn) May 21, 2020 Selfoss hefur síðan spilað fimm bikarleiki og unnið þá alla þar af 3-0 sigur á Stjörnunni í sextán liða úrslitum. Selfoss hefur hefnt fyrir bikartapið 2018 með því að slá Garðbæinga út úr bikarnum tvö ár í röð. Valsliðið hefur ekki komist í bikarúrslitaleikinn í átta ár og datt út í átta liða úrslitunum í fyrra. Það er ljóst að Íslandsmeistararnir ætla sér að komast lengra í ár. Valur og Selfoss áttu að vera búin að mætast í Pepsi Max deildinni í sumar en leik liðsins var frestað til 9. september. Það þýðir að liðin mætast nú tvisvar á tæpri viku og fara báðir leikirnir fram á Selfossi. Liðin mættust aftur á móti í Meistarakeppni KSÍ rétt fyrir mót og þar vann Selfossliðið 2-1 endurkomusigur. Elín Metta Jensen kom Val í 1-0 í fyrri hálfleik en mörk frá Tiffany MCCarty og Önnu Maríu Friðgeirsdóttur í seinni hálfleik tryggðu Selfossliðinu sigurinn. Síðustu tveir bikarleikir Selfoss og Vals hafa verið með fjörugir en þeir enduðu báðir með 3-2 sigri heimastúlkna í Selfossliðinu. Selfoss vann 3-2 í sextán liða úrslitum 2016 og 3-2 í undanúrslitunum 2015. Valur komst í 2-0 í leiknum 2016 (Elín Metta Jensen og Margrét Lára Viðarsdóttir) en tvö mörk frá Lauren Elizabeth Hughes og sigurmark Heiðdísar Lillýardóttur komu Selfossliðinu áfram. Valur líka 2-0 yfir í leiknum 2015 (Elín Metta Jensen og Lilja Dögg Valþórsdóttir) en þá voru það mörk frá Thelmu Björk Einarsdóttur, Dagnýju Brynjarsdóttur og Guðmundu Brynju Óladóttur sem tryggðu Selfossi sæti í bikarúrslitaleiknum. Leikur Selfoss og Vals hefst klukkan 17.00 og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport. Á sama tíma verður leikur FH og KR aýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Hinir tveir leikirnir í átta liða úrslitunum eru síðan leikur Þór/KA og Lengjudeildarliðs Hauka á Þórsvelli sem hefst klukkan 17.00 og svo leikur Lengjudeildarliðs ÍA og Breiðabliks sem fer fram í Akraneshöllinni og hefst klukkan 19.00. Mjólkurbikarinn Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Fleiri fréttir FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Sjá meira
29. júní 2018 var svekkjandi föstudagskvöld fyrir kvennalið Selfoss þegar þær féllu út bikarnum. Þær hafa hins vegar ekki tapað bikarleik síðan og titilvörn bikarmeistaranna heldur áfram í dag. Bikarmeistarar Selfoss tekur á móti Íslandsmeisturum Vals í dag í stórleik átta liða úrslit Mjólkurbikars kvenna. Selfoss hjálpaði Valsliðinu á dögunum með því að vera fyrsta liðið til bæði að skora hjá og að vinna Breiðablik. Valsliðið komst fyrir vikið upp í toppsætið en Blikarnir eiga samt enn leiki inni. Selfossliðið ætlar sér mikið í sumar eftir sigurinn í bikarinn í fyrra en hefur ekki alveg staðið undir því. Liðið sýndi þó styrk sinn með sigrinum á Blikum á dögunum. Selfossliðið hefur ekki tapað bikarleik í meira en 26 mánuði eða síðan að Stjarnan sló liðið út í dramatískum leik í júnílok 2018. Selfoss var 2-1 yfir í leiknum þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af framlengingunni en Harpa Þorsteinsdóttir tryggði Stjörnunni vítakeppni með því að jafna metin á 118. mínútu. Selfossliðið var búið að vera manni færra frá 62. mínútu leiksins og var svo nálægt því að landa sigri. Harpa skoraði tvívegis í leiknum sjálfur og skoraði síðan úr úrslitaspyrnunni í vítakeppninni sem Starman vann 5-4. Við hlökkum til að hefja þetta fótboltasumar! #mjólkurbikarinn pic.twitter.com/ieAlrOay1l— Mjólkurbikarinn (@mjolkurbikarinn) May 21, 2020 Selfoss hefur síðan spilað fimm bikarleiki og unnið þá alla þar af 3-0 sigur á Stjörnunni í sextán liða úrslitum. Selfoss hefur hefnt fyrir bikartapið 2018 með því að slá Garðbæinga út úr bikarnum tvö ár í röð. Valsliðið hefur ekki komist í bikarúrslitaleikinn í átta ár og datt út í átta liða úrslitunum í fyrra. Það er ljóst að Íslandsmeistararnir ætla sér að komast lengra í ár. Valur og Selfoss áttu að vera búin að mætast í Pepsi Max deildinni í sumar en leik liðsins var frestað til 9. september. Það þýðir að liðin mætast nú tvisvar á tæpri viku og fara báðir leikirnir fram á Selfossi. Liðin mættust aftur á móti í Meistarakeppni KSÍ rétt fyrir mót og þar vann Selfossliðið 2-1 endurkomusigur. Elín Metta Jensen kom Val í 1-0 í fyrri hálfleik en mörk frá Tiffany MCCarty og Önnu Maríu Friðgeirsdóttur í seinni hálfleik tryggðu Selfossliðinu sigurinn. Síðustu tveir bikarleikir Selfoss og Vals hafa verið með fjörugir en þeir enduðu báðir með 3-2 sigri heimastúlkna í Selfossliðinu. Selfoss vann 3-2 í sextán liða úrslitum 2016 og 3-2 í undanúrslitunum 2015. Valur komst í 2-0 í leiknum 2016 (Elín Metta Jensen og Margrét Lára Viðarsdóttir) en tvö mörk frá Lauren Elizabeth Hughes og sigurmark Heiðdísar Lillýardóttur komu Selfossliðinu áfram. Valur líka 2-0 yfir í leiknum 2015 (Elín Metta Jensen og Lilja Dögg Valþórsdóttir) en þá voru það mörk frá Thelmu Björk Einarsdóttur, Dagnýju Brynjarsdóttur og Guðmundu Brynju Óladóttur sem tryggðu Selfossi sæti í bikarúrslitaleiknum. Leikur Selfoss og Vals hefst klukkan 17.00 og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport. Á sama tíma verður leikur FH og KR aýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Hinir tveir leikirnir í átta liða úrslitunum eru síðan leikur Þór/KA og Lengjudeildarliðs Hauka á Þórsvelli sem hefst klukkan 17.00 og svo leikur Lengjudeildarliðs ÍA og Breiðabliks sem fer fram í Akraneshöllinni og hefst klukkan 19.00.
Mjólkurbikarinn Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Fleiri fréttir FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Sjá meira