Bæjarmálin – fýla eða frumleiki: Möguleikar Fljótsdalshéraðs Sigurður Ragnarsson skrifar 3. september 2020 12:00 Stjórnun lands eða sveitarfélags er eitthvað sem snertir alla íbúa þess og allir ættu að hafa áhuga á, en er það svo? Hvernig stendur á því að áhugi á þátttöku í bæjarmálum er jafn lítill og raun ber vitni? Getur verið að fólk hugsi sem svo að starf pólitískra fulltrúa sé illa borgað, vanþakklátt, og að áhugi þeirra sem veljast til starfa sé umsvifalaust drepinn með kerfismennsku, skriffinnsku og óbærilegum leiðindum? Getur verið að þeir örfáu hugsjónamenn, sem vilja leggja fram krafta sína fyrir bæinn sinn, leggi ekki í það vegna ómanneskjulegs álags með annarri vinnu, tekjutaps, og svo jafnvel hugsanlegra ásakana um annarleg sjónarmið eða þrönga hagsmunavörslu? Eldhúskrókurinn hefur verið vettvangur ýmissa lausna og þar vita allir betur. Þessir eldhúskrókssérfræðingar hafa komið skoðunum sínum á framfæri á oft óvæginn hátt og gjarnan viðhaft þau sjónarmið að með því að gefa kost á sér í pólitísku starfi sé fólk að gefa færi á sjálfum sér. Mér er það ljóst að á netinu verða alltaf til einstaklingar sem reyna að upphefja sjálfan sig með aurkasti, lélegum bröndurum og rógburði, en það hryggir mig að fólk sem maður hefði haldið að væri nokkuð skynsamt sé síðan að dreifa þessum óhróðri og „læka“ á það. Eigum við ekki að láta gott heita? Þetta er auðvitað málað sterkum litum, en mér finnst samt umhugsunarvert að umgjörð um ákvarðanatöku sveitarfélaga sé jafn veik og raun ber vitni. Fólk sé yfirleitt að sinna þessum málum eftir sína aðalvinnu, dauðþreytt, og stelandi tíma hér og þar til að mynda sér skoðun sem hefur svo áhrif á okkur öll. Þetta þættu ekki góðir stjórnunarhættir í fyrirtæki sem veltir 3000-4000 milljónum króna á ári, eins og sveitarfélagið gerir. Egilsstaðir er fagur bær og þjónusta mun meiri en gera mætti ráð fyrir í ekki stærra samfélagi, en að mínum dómi getum við gert hann enn skemmtilegri og ég held líka að við gætum gert vinnu við bæjarstjórnarmálin mun skemmtilegri. Ég ímynda mér, án þess að vita það þó, að fundir fari alltof mikið í afgreiðslumál, umsagnir og þvíumlíkt, en fabúleringar um sveitarfélagið okkar komist ekki að. Ég fagna því sérstaklega boðun fundar um þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað sem sveitarfélagið, ferðaþjónustuaðilar og áhugamenn standa að, bjartsýni mín jókst til mikilla muna. Ég vil að lokum gjarnan koma með nokkrar hugmyndir um hluti sem við gætum gert, án þess að það eigi að þurfa að kosta of mikið, en margt af þessu eru eflaust fleiri en ég að hugsa um. Ég er viss um að fyrirtæki og einstaklingar myndu vilja koma að mörgu af þessu án mikils endurgjalds: Útsýnisstað ofan á vatnstanknum. Ég gef ekkert fyrir EES reglugerðarbull um hryðjuverkahættu, er Perlan ekki byggð á vatnstönkum? Hugsið ykkur hvað yrði flott að horfa yfir bæinn þaðan. Gosbrunn með litaspjaldi við áningarstaðinn við Lagarfljótsbrúna. Ég er viss um að píparar bæjarins myndu gefa vinnu sína við að tengja dæluna og ISAVIA gefa spotta frá flugvallarljósunum. Þá yrði þetta svona móttökugosbrunnur fyrir flugfarþega þegar kveiknar á brautarljósunum. Hengibrú yfir Eyvindarárgilið. Brú sem yrði til dæmis með plexigleri í gólfi svo fólki finnist það í lausu lofti, svona Indiana Jones fílingur. Auðvitað yrðu hún gerð örugg, en samt með nógu mörgum hauskúpuskiltum og viðvörunum svo allir yrðu að prófa, „must see“. Brúin myndi líka útvíkka útivistarsvæðið fyrir göngu-og hlaupa-meiníakka. Ljósormur og þokulúður í Fljótinu. Þeyttur yrði þokulúður og dreginn ljósaormur um Fljótið, sem boðaði komu ormsins. Mismunandi staðir, en alltaf sami tími t.d. vikulega í ágúst, svo allir væru að pissa á sig af spenningi hvar hann kæmi upp næst. Kláfferja við Straum. Kláfferjan við Straum yrði löguð og samið við nokkra karla um að draga fólk yfir einu sinni í viku um sumartímann. YL-STRÖNDIN. Ylströndin við Urriðavatn, eða annarsstaðar, er svo góð hugmynd að það er beinlínis skylda okkar að koma því máli áfram, að ekki sé talað um beinan peningalegan ábata fyrir rekstraraðila, landeiganda og aðra sem að því kæmu. Kannski mætti setja ylströndina við Lagarfljótsbrúna, er fólk ekki að ferðast heimshluta á milli til að geta baðað sig í leir? Eflaust hafið þið mun fleiri hugmyndir og endilega komið þeim út úr eldhúsinu, á uppbyggilegan hátt, gerum lífið skemmtilegra. Ég held að fullt sé af fólki sem væri til með að vinna við svona hluti í sjálfboðavinnu og örugglega myndu einhver fyrirtæki styrkja svona uppátæki gegn smá auglýsingu. Bæjarfélagið þarf hins vegar að afla heimilda, semja við landeigendur og þvíumlíkt og gefa svo út hvað megi gera og senda einn mann út af skrifstofunni til að vinna að þessu. Hefjumst handa, EKKI FLEIRI SKÝRSLUR ! Höfundur er frambjóðandi í 7. sæti í sameinuðu sveitarfélagi Fljótsdalshéraðs, Djúpavogs, Seyðisfjarðar og Borgarfjarðar eystri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fljótsdalshérað Seyðisfjörður Djúpivogur Borgarfjörður eystri Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Stjórnun lands eða sveitarfélags er eitthvað sem snertir alla íbúa þess og allir ættu að hafa áhuga á, en er það svo? Hvernig stendur á því að áhugi á þátttöku í bæjarmálum er jafn lítill og raun ber vitni? Getur verið að fólk hugsi sem svo að starf pólitískra fulltrúa sé illa borgað, vanþakklátt, og að áhugi þeirra sem veljast til starfa sé umsvifalaust drepinn með kerfismennsku, skriffinnsku og óbærilegum leiðindum? Getur verið að þeir örfáu hugsjónamenn, sem vilja leggja fram krafta sína fyrir bæinn sinn, leggi ekki í það vegna ómanneskjulegs álags með annarri vinnu, tekjutaps, og svo jafnvel hugsanlegra ásakana um annarleg sjónarmið eða þrönga hagsmunavörslu? Eldhúskrókurinn hefur verið vettvangur ýmissa lausna og þar vita allir betur. Þessir eldhúskrókssérfræðingar hafa komið skoðunum sínum á framfæri á oft óvæginn hátt og gjarnan viðhaft þau sjónarmið að með því að gefa kost á sér í pólitísku starfi sé fólk að gefa færi á sjálfum sér. Mér er það ljóst að á netinu verða alltaf til einstaklingar sem reyna að upphefja sjálfan sig með aurkasti, lélegum bröndurum og rógburði, en það hryggir mig að fólk sem maður hefði haldið að væri nokkuð skynsamt sé síðan að dreifa þessum óhróðri og „læka“ á það. Eigum við ekki að láta gott heita? Þetta er auðvitað málað sterkum litum, en mér finnst samt umhugsunarvert að umgjörð um ákvarðanatöku sveitarfélaga sé jafn veik og raun ber vitni. Fólk sé yfirleitt að sinna þessum málum eftir sína aðalvinnu, dauðþreytt, og stelandi tíma hér og þar til að mynda sér skoðun sem hefur svo áhrif á okkur öll. Þetta þættu ekki góðir stjórnunarhættir í fyrirtæki sem veltir 3000-4000 milljónum króna á ári, eins og sveitarfélagið gerir. Egilsstaðir er fagur bær og þjónusta mun meiri en gera mætti ráð fyrir í ekki stærra samfélagi, en að mínum dómi getum við gert hann enn skemmtilegri og ég held líka að við gætum gert vinnu við bæjarstjórnarmálin mun skemmtilegri. Ég ímynda mér, án þess að vita það þó, að fundir fari alltof mikið í afgreiðslumál, umsagnir og þvíumlíkt, en fabúleringar um sveitarfélagið okkar komist ekki að. Ég fagna því sérstaklega boðun fundar um þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað sem sveitarfélagið, ferðaþjónustuaðilar og áhugamenn standa að, bjartsýni mín jókst til mikilla muna. Ég vil að lokum gjarnan koma með nokkrar hugmyndir um hluti sem við gætum gert, án þess að það eigi að þurfa að kosta of mikið, en margt af þessu eru eflaust fleiri en ég að hugsa um. Ég er viss um að fyrirtæki og einstaklingar myndu vilja koma að mörgu af þessu án mikils endurgjalds: Útsýnisstað ofan á vatnstanknum. Ég gef ekkert fyrir EES reglugerðarbull um hryðjuverkahættu, er Perlan ekki byggð á vatnstönkum? Hugsið ykkur hvað yrði flott að horfa yfir bæinn þaðan. Gosbrunn með litaspjaldi við áningarstaðinn við Lagarfljótsbrúna. Ég er viss um að píparar bæjarins myndu gefa vinnu sína við að tengja dæluna og ISAVIA gefa spotta frá flugvallarljósunum. Þá yrði þetta svona móttökugosbrunnur fyrir flugfarþega þegar kveiknar á brautarljósunum. Hengibrú yfir Eyvindarárgilið. Brú sem yrði til dæmis með plexigleri í gólfi svo fólki finnist það í lausu lofti, svona Indiana Jones fílingur. Auðvitað yrðu hún gerð örugg, en samt með nógu mörgum hauskúpuskiltum og viðvörunum svo allir yrðu að prófa, „must see“. Brúin myndi líka útvíkka útivistarsvæðið fyrir göngu-og hlaupa-meiníakka. Ljósormur og þokulúður í Fljótinu. Þeyttur yrði þokulúður og dreginn ljósaormur um Fljótið, sem boðaði komu ormsins. Mismunandi staðir, en alltaf sami tími t.d. vikulega í ágúst, svo allir væru að pissa á sig af spenningi hvar hann kæmi upp næst. Kláfferja við Straum. Kláfferjan við Straum yrði löguð og samið við nokkra karla um að draga fólk yfir einu sinni í viku um sumartímann. YL-STRÖNDIN. Ylströndin við Urriðavatn, eða annarsstaðar, er svo góð hugmynd að það er beinlínis skylda okkar að koma því máli áfram, að ekki sé talað um beinan peningalegan ábata fyrir rekstraraðila, landeiganda og aðra sem að því kæmu. Kannski mætti setja ylströndina við Lagarfljótsbrúna, er fólk ekki að ferðast heimshluta á milli til að geta baðað sig í leir? Eflaust hafið þið mun fleiri hugmyndir og endilega komið þeim út úr eldhúsinu, á uppbyggilegan hátt, gerum lífið skemmtilegra. Ég held að fullt sé af fólki sem væri til með að vinna við svona hluti í sjálfboðavinnu og örugglega myndu einhver fyrirtæki styrkja svona uppátæki gegn smá auglýsingu. Bæjarfélagið þarf hins vegar að afla heimilda, semja við landeigendur og þvíumlíkt og gefa svo út hvað megi gera og senda einn mann út af skrifstofunni til að vinna að þessu. Hefjumst handa, EKKI FLEIRI SKÝRSLUR ! Höfundur er frambjóðandi í 7. sæti í sameinuðu sveitarfélagi Fljótsdalshéraðs, Djúpavogs, Seyðisfjarðar og Borgarfjarðar eystri.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun